Afhentu áskorun um aflagningu sumarlokana á ljósmæðravakt HSS

askorun ljosmaedravakt 2017

HSS fékk góða heimsókn í vikunni þar sem aðstandendur áskorunar um að ljósmæðravakt HSS verði opin allan sólarhringinn allan ársins hring, afhentu Halldóri Jónssyni forstjóra lista með rúmlega 2.500 undirskriftum íbúa svæðisins. Áskoruninni er beint til HSS og Embættis landlæknis.

Í áskoruninni kemur fram að sumarlokun Ljósmæðravaktarinnar, þar sem aðeins er veitt mæðravernd, valdi barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra óöryggi, óþægindum og jafnvel tekjuskerðingu. Það sé ólíðandi í svo stóru heilbrigðisumdæmi og það að vísa barnshafandi konum á svæðinu til Reykjavíkur, vegna sumarlokana, sé brot á lögum um heilbrigðisþjónustu.

Halldór þakkaði fyrir þann áhuga og umhyggju sem aðstandendur átaksins sýndu stofnuninni með þessi framtaki.

Hann sagði fullan skilning ríkja í framkvæmdastjórn HSS gagnvart umræddri kröfu, en málið hafi aðallega strandað á möguleika á mönnun á deildinni og svo þurfi auðvitað aðeins meira fé til rekstrarins.

„Við gerð rekstraráætlunar HSS fyrir komandi ár var lögð fram beiðni um fjárveitingu til að þetta verði mögulegt. Ef það fæst í gegn á fjárlögum og okkur gengur vel að fá starfsfólk til starfa, er allur vilji hjá okkur að skerða ekki þjónustu ljósmæðravaktarinnar og bæta þannig við þjónustuna.“

Mynd/HSS: Berglind Ásgeirsdóttir og Sigurlaug Arna Sævarsdóttir afhentu undirskriftalistann. Halldór Jónsson forstjóri, Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Jónína Birgisdóttir, deildarstjóri Ljósmæðravaktar, veittu listanum viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.

Laus staða ljósmóður eða hjúkrunarfræðings við ung- og smábarnavernd

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða ljósmóður eða hjúkrunarfræðing til starfa í ung- og smábarnavernd. Á deildinni starfa ljósmæður og hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt ljósmæðra- og/eða hjúkrunarleyfi
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
 • Starfsreynsla er æskileg
 • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttafélags hafa gert.

 Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 40%.

Umsóknarfrestur er til og með 03.01.2018 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Guðmundsdóttir netfang gg@hss.is eða í síma 422-0500

Flensubólusetningar hafnar á ný af fullum krafti á HSS

Inflúensubólusetningar eru hafnar af fullum krafti á ný á HSS. Bóluefni kláraðist á landinu öllu fyrir nokkru en ný sending barst í síðustu viku og þá var opnað fyrir bólusetningar fyrir forgangshópa.

Nú geta allir bókað tíma í bólusetningu hjá HSS í síma 422-0500 á milli 8 og 16.

Laus staða deildarstjóra á skurðdeild HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í stöðu deildarstjóra á speglun og skurðstofu. Vegna aukinna verkefna er laus ný staða deildarstjóra. Staðan veitist frá 2. janúar 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Framundan er skipulagning, uppbygging og mótun á starfsemi  deildarinnar. Deildarstjóri er leiðandi í klínísku starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Hann ber ábyrgð á rekstri og mönnun deildarinnar.

Menntunar og hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Framhaldsmenntun í stjórnun eða klínískri hjúkrun
 • Jákvætt viðmót og frammúrskarandi samskiptahæfni
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
 • Leiðtogahæfni
 • m.k. 5 ára starfsreynsla á speglun og/eða skurðstofu
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf.  Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknin gildir í sex mánuði.

Starfshlutfall er 70%.

Umsóknarfrestur er til og með 11.desember 2017  

Nánari upplýsingar veita:

Bryndís Sævarsdóttir með netfangið bryndis@hss.is eða í síma 422-0640

Lausar stöður í skólahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Staðan veitist frá 2. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
 • Starfsreynsla er æskileg
 • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

 

Starfshlutfall er 40-100%.

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2017.

 

Nánari upplýsingar veita

Íris Dröfn Björnsdóttir sími 861-3916 netfang: irisb@hss.is og Guðbjörg Á  Sigurðardóttir sími 860-0167 netfang: gudbjorg@hss.is

Lausar stöður sjúkraliða í Víðihlíð

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstörf og tímabundin störf, unnið er í vaktavinnu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum  undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
 • Faglegur metnaður og vandvirkni
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Góð samskiptahæfni
 • Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði

Starfshlutfall 30-100%

Umsóknarfrestur er til 11. desember 2017

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg R. Þórðardóttir deildarstjóri í síma 422-0700 eða í gegnum netfangið ingibjorgthordar@hss.is

Bókanir í bólusetningar hefjast á ný

vaccin anti grippeAthygli er vakin á því að nú eru komnar nýjar birgðir af inflúensubóluefni til landsins þannig að fólk í forgangshópum getur farið að bóka sér tíma, á milli kl. 08:00 og 16:00 í síma 422-0500.

Bóluefni kláraðist um allt land og hefur því ekki verið hægt að bjóða upp á bólusetningar á HSS síðan rétt eftir síðustu mánaðarmót.

Gaf D-deildinni þrjá hjólastóla

Gjof hjolastolar

D-deildinni á HSS barst góð gjöf í vikunni þegar Helgi Sveinbjörnsson og starfsfólk hans í Þvottahöllinni komu færandi hendi með þrjá hjólastóla frá Fastus sem þau færðu deildinni.

Hjólastólarnir eru góð viðbót við hjálpartækjakost deildarinnar sem þarf að vera í stöðugri endurnýjun ef vel á að vera.

Kunna forsvarsmenn D-deildar og HSS Helga og hans fólki bestu þakkir fyrir.

Mynd: Helgi og starfsfólk hans á Þvottahöllinni ásamt Ingibjörgu Steindórrsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS og Bryndísi Sævarsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi.

Laus staða hjúkrunarfræðings í heimahjúkrun

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun. Um er að ræða 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir frábær starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Við hvetjum áhugasama til að skoða heimasíðu okkar www.hss.is þar eru nánari upplýsingar um allar deildir og þjónustu sem HSS veitir.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna sjúkdóma og/eða líkamlegrar eða andlegrar skerðingar. Þeir styðja við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra sem og samstarfsfólk og skipuleggja hjúkrun og aðra þjónustu sem þörf er á hverju sinni. Þeir eru í samskiptum við aðrar sjúkrastofnanir sem og heilbrigðis- og fagstéttir með hagsmuni skjólstæðinga og öryggi að leiðarljósi. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
 • Faglegur metnaður og áhuga á að þróa og efla þjónustuna.
 • Góð samskiptahæfni, hlýtt og jákvætt viðmót.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Víðtæk starfsreynsla er kostur.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Starfshlutfall 80 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 6 nóvember 2017

Nánari upplýsingar veita
Margrét Blöndal s.422-0500 og 860-0153. Netfang: margretb@hss.is
Bryndís Sævarsdóttir s.422-0500 og 861 3930 Netfang: bryndis@hss.is

Laus staða hjúkrunarfræðings í heilsugæslunni Grindavík

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í hjúkrunarmóttöku og skólaheilsugæslu við heilsugæslustöðina í Grindavík. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. nóvember til 31. desember 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu áherslur í hjúkrunarmóttöku eru öll almenn hjúkrunarþjónusta.

Helstu verkefni í skólaheilsugæslu eru heilsuvernd skólabarna samkvæmt útgefni handbók landlæknis. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
 • Starfsreynsla er æskileg
 • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 20-40%.

Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2017  

Nánari upplýsingar veitir:

Laufey Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni í Grindavík, í síma 422-0764 / 860-0193 eða í gegnum netfangið laufey@hss.is

 

 

Subscribe to this RSS feed