Laus staða geislafræðings - 70% tímabundið starf Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 18. júlí 2017 17:57

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja viljum ráða geislafræðing í tímabundið starf frá 17. ágúst 2017 til 7. október 2018. Hjá stofnuninni er frábær starfsandi, boðleiðir eru stuttar og nýjum hugmyndum tekið fagnandi. Um er að ræða dagvinnu og bakvaktarvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Á deildinni eru gerðar allar almennar röntgenrannsóknir ásamt sneiðmyndatökum.

Hæfniskröfur

  • Geislafræðingur með íslenskt leyfi.
  • Starfsreynsla í almennri röntgenmyndun.
  • Starfsreynsla við tölvusneiðmyndartöku.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður.

Starfshlutfall er 70%
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2017

Nánari upplýsingar veitir
Jórunn Garðarsdóttir, yfirgeislafræðingur, í síma 422-0506 / 896-1069 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  

 
Ingibjörg ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar við HSS Prentvæn útgáfa
Fimmtudagur, 13. júlí 2017 13:40

hss-loftmyndIngibjörg Salóme Steindórsdóttir hefur verið skipuð í stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá og með 15. ágúst 2017.

Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir er fædd árið 1968.  Hún lauk B.S. námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1998 og MBA námi við viðskiptafræðideild HÍ árið 2009 með áherslu á stjórnun mannauðs og verkefna. Ingibjörg starfaði sem hjúkrunarfræðingur við LSH eftir útskrift en tók árið 1999 við starfi hjúkrunarfræðings hjá HSS og svo deildarstjórastöðu við sömu stofnun til 2008. Á árunum 2009-2014 var hún yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HSS. Frá 2015 hefur Ingibjörg verið verkefnastjóri við HSS þar sem hún hefur m.a. útbúið ýmsa verkferla og viðbragðsáætlanir ásamt því að þróa þverfaglegt starf innan heilsugæslu með áherslu á teymisvinnu hjúkrunarfræðinga og lækna. Þá hefur Ingibjörg setið í öryggisnefnd HSS þar sem hún útbýr áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna. 

Ingibjörg sat í stjórn Samvinnu, starfsendurhæfingu á Suðurnesjum 2013-2014 og var áheyrnarfulltrúi í Almannavarnarnefnd Suðurnesja 2012-2014. Hún bar ábyrgð á Viðbragðsáætlun HSS 2010-2014 og er starfandi gjaldkeri í stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunar, frá árinu 2015.

Ingibjörg hefur afar góðan bakgrunn á sviði menntunar og starfsreynslu fyrir starfið.  Ingibjörg hefur framúrskarandi sýn á hvernig móta má skipulag hjúkrunar hjá heilbrigðisstofnun með þríþætt hlutverk á sviði heilsugæslu, sjúkrahús- og hjúkrunarrýmaþjónustu. Hún hefur skýra sýn á árangursríkar leiðir í rekstri og stjórnun. Jafnframt hefur hún skarpa sýn á faglegt forystuhlutverk framkvæmdastjóra hjúkrunar og tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar heilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með hagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is