Laus framtíðarstaða lyflæknis Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 04. október 2017 14:23

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða lyflækni til starfa á sjúkrasviði. Æskilegt er að viðkomandi sé einnig með sérfræðileyfi í undirsérgrein sem nýtist vel í starfi stofnunarinnar, s.s. hjarta- eða lungnalækningum. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1 janúar 2018.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 24.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar. Starfsmenn eru tæplega 300 í tæplega 200 stöðugildum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Læknar á sjúkrasviði starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Brennandi áhugi á þróun þjónustunnar
  • Jákvætt viðmót, hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í teymi
  • Frumkvæði, áreiðanleiki, drifkraftur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. 

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 25-80%.
Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2017

Nánari upplýsingar veita:
Sigurður Árnason, yfirlæknir á sjúkrasviði HSS, s. 422 0500
Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 422 0500

 
Heilsumatseðill á HSS í heilsu- og forvarnarviku Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 29. september 2017 16:23

avextirÍ tilefni af Heilsu- og fornvarnarviku á Suðurnesjum dagana 2. til 8. október mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja bjóða upp á sérstakan heilsumatseðil í eldhúsi HSS alla vikuna.

Auk þess hefur framkvæmdastjórn ákveðið að hafa frammi á deildum ávaxtaskálar fyrir starfsfólk og skjólstæðinga alla vikuna.

Heilsu- og forvarnarvika hefur verið haldin í Reykjanesbæ síðustu ár, en er nú í fyrsta sinn haldin sameiginlega á Suðurnesjum. Á vef Reykjanesbæjar segir að markmiðið með heilsu og forvarnarviku sé að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is