Víðihlíð fékk góða gjöf frá Sjómannafélagi Grindavíkur Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 20. september 2017 14:10

Vidihlid husgogn1

Hjúkrunardeildinni í Víðihlíð barst góð gjöf í sumar þegar fulltrúar frá Sjómannafélagi Grindavíkur komu færandi hendi með útihúsgögn fyrir íbúa.

Um er að ræða tvö borð og tólf stóla frá Signature, en þetta eru húsgögn sem eru að mestu viðhaldsfrí.

Kunna forsvarsmenn HSS og Víðihlíðar, sem og heimilisfólk, félögum í Sjómannafélagi Grindavíkur bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. 

Vidihlid husgogn2

 

 
Lausar stöður sjúkraliða á sjúkradeild HSS Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 20. september 2017 11:46

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á sjúkradeild. Um er að ræða framtíðarstörf og tímabundin störf, unnið er í vaktavinnu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir góður starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfniskröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi
Faglegur metnaður og vandvirkni
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð
Góð samskiptahæfni
Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði

Starfshlutfall er 20-80%.
Umsóknarfrestur er til og með 9.10.2017

Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Sævarsdóttir. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Sími: 422-0500 og 422-0643

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is