Laus staða aðstoðardeildarstjóra heimahjúkrunar HSS Prentvæn útgáfa

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í starf aðstoðardeildarstjóra í heimahjúkrun. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans og vinnur með honum í daglegri stjórnun og rekstri. Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • 2-4 ára starfsreynsla við heimahjúkrun
  • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð hæfni og geta til samvinnu/teymisvinnu
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við ráðningar á stofnunina. Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 16.10.2017

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Blöndal deildarstjóri í síma 422-0500 og 860-0153 eða netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Bryndís Sævarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 422-0500 og 861-3930 eða netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is