Heilsumatseðill á HSS í heilsu- og forvarnarviku Prentvæn útgáfa

avextirÍ tilefni af Heilsu- og fornvarnarviku á Suðurnesjum dagana 2. til 8. október mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja bjóða upp á sérstakan heilsumatseðil í eldhúsi HSS alla vikuna.

Auk þess hefur framkvæmdastjórn ákveðið að hafa frammi á deildum ávaxtaskálar fyrir starfsfólk og skjólstæðinga alla vikuna.

Heilsu- og forvarnarvika hefur verið haldin í Reykjanesbæ síðustu ár, en er nú í fyrsta sinn haldin sameiginlega á Suðurnesjum. Á vef Reykjanesbæjar segir að markmiðið með heilsu og forvarnarviku sé að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

 
Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is