Legudeildin er staðsett á 2.hæð í D-álmu og AB álmu. Þar eru 31 rúm fyrir sjúklinga með vandamál á sviði hand-, lyf- og öldrunarlækninga. Flestir leggjast inn vegna bráðra veikinda. Einnig leggjast inn einstaklingar til endurhæfingar eftir skurðaðgerðir eða veikindi, sárameðferðar, vegna næringarvandamála, öldrunarvandamála, til líknandi meðferðar og einnig koma einstaklingar í hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir.
Hlutverk deildarinnar er að sinna almennri og bráðri sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa svæðisins, þar sem lögð er áhersla á að veita bestu mögulega þjónustu.
Í Víðihlíð er rekin hjúkrunardeild fyrir aldraða og er þar pláss fyrir 20 skjólstæðinga.
Deildin er á tveimur hæðum og var efri hæðin tekin í notkun árið 1992 en neðri hæðin árið 1994. Efri hæðin var öll tekin í gegn árið 2010 – 2011 og eru þar nú 8 einstaklingsherbergi og búið er að færa dagstofuna inn á miðja deild svo nú er betra aðgengi fyrir alla. Ekki er búið að lagfæra neðri hæðina og eru þar fimm tvíbýli enþá og svo tvö einbýli þannig að 12 skjólstæðingar geta búið þar.
Ljósmæðravaktin er á 2. hæð hússins og skiptist í mæðravernd og fæðingadeild.
Ljósmæðravaktin er ljósmæðrastýrð deild sem opin er allan sólahringinn, alla daga ársins.
Deildin þjónustar allar heilbrigðar fæðandi konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu eða hafa fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu. Einnig þjónustum við konur með smávægileg vandamál tengd meðgöngu og eftir fæðingu ásamt brjóstagjafaráðgjöf.
Að gefnu tilefni vill framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja taka fram að engar áætlanir eru uppi um að leggja niður deildir á stofnuninni eða segja upp starfsfólki. Það...
Alma María Rögnvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS, tímabundið til eins árs. Hún hefur hafið störf og er ráðin til loka...
Vissir þú að inflúensubólusetningu má gefa frá 6 mánaða aldri? Inflúensubólusetning er sérstaklega mikilvæg börnum með undirliggjandi áhættuþætti eins og króníska lungnasjúkdóma (t.d astma og endurteknar...
Sólarhringsþjónusta verður aftur í boði á virkum dögum…
Enn og aftur sannast að HSS á sér…
Eins og starfsfólk HSS og íbúar Suðurnesja vita…
Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýsamþykkta heilbrigðisstefnu fyrir Ísland…
Ljósmæðravaktin á HSS fékk sannarlega veglega gjöf á…
Embætti landlæknis stóð fyrir kynningu á nýjum lýðheilsuvísum…