Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á legudeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á legudeild í Reykjanesbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á legudeildinni er 31 rúm og er starfandi fagfólk við deildina um 75 manns. Hlutverk deildarinnar er að sinna almennri og bráðri sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, þar sem lögð er áhersla á að veita bestu mögulega þjónustu.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi Suðurnesja, er um 26.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar. Starfsmenn eru um 300 talsins í tæplega 200 stöðugildum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi vaktavinnustarf. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðmót.
Starfsreynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutföll 20 – 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018   

Nánari upplýsingar veitir

Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri s.422-0500  og s.861 3930 Tölvupóstur: bryndis@hss.is

Síðast uppfært fimmtudagur, 08 nóvember 2018 15:49