Laus staða yfirlæknis á sjúkrasviði

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á sjúkrasviði. Starfið felst í stjórnun og stýringu sjúkradeildar hjá HSS. Yfirlæknir sinnir einnig almennri vinnu á sjúkradeild og móttöku sjúklinga á göngudeild. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 27.000 manns.

Helstu verkefni og ábyrgð
Læknar á sjúkrasviði starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar. 

Hæfnikröfur
Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum
Góð stjórnunarreynsla og skipulagshæfileikar
Færni í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að umsækjandi hafi einnig sérfræðileyfi í undirsérgrein og talsverða reynslu af störfum við almennar lyflækningar. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða mðe því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Fjölnir Freyr Guðmundsson - hss@hss.is - 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Gleðilegt nýtt ár - uppfærð gjaldskrá

Starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óska íbúum Suðurnesja gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir hið liðna.

Rétt er að minna á að hinn 1. janúar tók gildi ný reglugerð um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu. 


 

 

Meðal helstu breytinga má nefna:

Eldri borgarar og öryrkjar greiða ekki fyrir komugjöld á heilsugæslu.

Hámarksgreiðsla fyrir almenna hækkar í 26.100 kr og fyrir aldraða, öryrkja og börn í 17.400 kr.
• Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa greiða almennir 6.700 kr. og aldraðir og öryrkjar 4.400 kr.
• Fyrir komu og endurkomu á dagdeild sjúkrahúsa greiða almennir 3.700 kr. og aldraðir og öryrkjar 2.400 kr.
• Fyrir rannsóknir greiða almennir 2.700 kr., aldraðir og öryrkjar 1.800 kr. og börn án tilvísunar 1.800 kr.

Gjaldskrá HSS

Ljósmæðravaktin fékk góða gjöf frá Marel

vog Marel

Ljósmæðravakt HSS barst góð gjöf á dögunum þegar fulltúar frá Marel mættu færandi hendi með tvær ungbarnavogir sem fyrirtækið framleiðir.

Tækin eru hin glæsilegustu og hafa þegar verið tekin í notkun eins og myndin af þessum skjólstæðingi ljósmæðravaktarinnar sýnir.

vog Marel1

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Þórarinn Kristjánsson afhenti gjöfina góðu frá Marel.

 

 

 

 

Laus staða í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík.
Um er að ræða vaktavinnu 2-2-3 og er vinnutíminn frá kl. 8-15.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmenn í eldhúsi taka á móti aðsendum mat, framreiða og ganga frá eftir þörfum. Þeir sjá einnig um umsjón með býtibúrum.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa hlýtt viðmót og vera jákvæður
Vera góður í mannlegum samskiptum
Hafa reynslu af áþekkum störfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 60%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg R Þórðardóttir - ingibjorgthordar@hss.is - 422 0700 / 894 3774

Sækja um stöðuna

Lausar stöður sjúkraliða í Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstörf og tímabundin störf, unnið er í vaktavinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi kostur
Faglegur metnaður og vandvirkni
Jákvætt og hlýtt viðmót
Sjálfstæð vinnubrögð
Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf
Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf. Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 90%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2019


Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg R Þórðardóttir - ingibjorgthordar@hss.is - 422-0700 / 894-3774

Sækja um stöðuna

Laus staða sjúkraliða á heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna skjólstæðingum og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Helstu störf eru: lífsmarkamælingar, hjartalínurit, öndunarpróf, heyrnarmælinga og ýmis önnur verkefni. Góð samvinna er við sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu og á öðrum deildum stofnunarinnar. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 40 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg S Steindórsdóttir - ingibj@hss.is - 422-0500

Sækja um stöðuna

Laus tímabundin staða deildarstjóra skólaheilsugæslu í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í deildastjórastöðu tímabundið í 12 mánuði við skólaheilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 1. mars 2019 eða eftir samkomulagi.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Deildastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Deildarstjóri er leiðandi í starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni 
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Góð hæfni og geta til samvinnu/teymisvinnu
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Laufey Sæunn Birgisdóttir - laufey@hss.is - 422 0764 / 860 0193

Sækja um stöðuna

HSS fékk nýtt ómskoðunartæki að gjöf

 
Nýja ómtækið er greiningartæki sem notað er til að greina meinsemdir í innri kynfærum kvenna og til að fylgjast með fósturmyndun og fósturþroska á meðgöngu.
 
Krabbameinsfélag Suðurnesja hafði frumkvæði af því að gefa tækið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, leitaði til félagsins. Krabbameinsfélagið leitaði svo áfram til Lions- og Lionessuklúbbanna á Suðurnesjum, Oddfellowstúkunnar Jóns forseta og Rótarýklúbbs Keflavíkur undir þeim formerkjum að „margt smátt gerir eitt stórt“.
 
Einn af stærstu bakhjörlum Krabbameinsfélags Suðurnesja í gjöfinni er svo Sigurður Wium Árnason sem á dögunum  færði félaginu tvær milljónir króna að gjöf til minn­ing­ar um konu hans, Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson, sem bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum.
 
Stjórnendur og starfsfólk HSS kunna öllum sem að gjöfinni koma að sjálfsögðu bestu þakkir. Stuðningur einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja á Suðurnesjum í stóru sem smáu er sannarlega verðmætur.
 
Mynd er af vef Víkurfrétta

Allir geta gefið líf – Lög um líffæragjafir breytast um áramót

Tímamót verða á Íslandi um áramót þegar breytingar á lögum um líffæragjafir taka gildi. Með því verða einstaklingar sjálfkrafa gefendur líffæra.

Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki vera sjálfkrafa líffæragjafar eftir lagabreytinguna geta skráð afstöðu sína á vef landlæknis eða á „Mínum síðum“ á heilsuvera.is. Heilsugæslulæknar geta svo aðstoðað þá sem ekki nota tölvu eða stunda tölvusamskipti við að gera ráðstafanir í þessum efnum, að því er fram kemur í frétt á vef embættis landlæknis. Nánari upplýsingar má finna hér á vef Landlæknis.

Embættið hefur nú, í tilefni af breytingunum, hafið fundaröð um landið þar sem hitt er á starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.

Árlega þurfa 25-30 Íslendingar líffæraígræðslu

Árlega þarfnast 25-30 sjúklingar líffæraígræðslu á Íslandi og þeim fer fjölgandi að því er segir í fyrrnefndri grein. þegar eru fjarlægð úr látnu fólki og grædd í sjúklinga sem búa við að líffæri þeirra séu alvarlega biluð og starfi takmarkað eða alls ekki.  

Líffærin sem fjarlægð eru úr látnu fólki, t.a.m. hjörtu, lungu, lifur, nýru, bris eða þarmar eru flutt frá Íslandi til Svíþjóðar og grædd í sjúklinga á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Algengt er að ígrædd nýru komi frá lifandi gjöfum, oftast nánum ættingjum sjúklinga. Nýrnaaðgerðir eiga sér líka stað á Landspítala.

Einn getur gefið sex manns líf

Spánverjar eru allra þjóða duglegastir að gefa líffæri, en Íslendingar standa sig líka vel að þessu leyti og fóru meira að segja upp fyrir Spánverja á heimslista líffæragjafa árið 2015.

Alls hafa um hundrað manns á Íslandi gefið líffæri frá því að líffæragjafir hófust árið 1993 og því hafa vel yfir 350 manns notið góðs af líffæragjöf, því líffæri eins gjafa geta komið allt að sex manns til góða.

Alþjóðlegt samstarf er um líffæragjafir og líffæramiðlun. Líffæri Íslendinga bjarga mannslífum annarra Íslendinga en þau geta líka bjargað lífi þurfandi fólks annars staðar á Norðurlöndum og dæmi eru um að íslensk líffæri hafi verið grædd í fólk í Þýskalandi og Bretlandi. Á sama hátt bjarga líffæri útlendinga lífum Íslendinga.

Yngsti gjafinn nokkurra mánaða, sá elsti 85 ára

Í greininni á vef Landæknisembættisins kemur fram að á nýafstöðnum kynningarfundum Bæði á Sauðárkróki og Akureyri var spurt um hvort aldur líffæragjafa skipti ekki máli. Svarið er að svo er bara alls ekki.

Yngsti líffæragjafinn á Íslandi var nokkurra mánaða gamalt barn en sá elsti 85 ára. Raunar kom fram á fundunum að nýru og lungu úr börnum séu grædd í fullorðið fólk með ágætum árangri.

Allir geta þannig gefið líf.

Færði Ljósmæðravaktinni ilmolíulampa að gjöf


Erlingur Jónsson kom færandi hendi á HSS á dögunum og færði Ljósmæðravaktinni tvo ilmolíulampa og ilmolíur að gjöf frá honum og Rúnu úr versluninni Zolo & co sem þau reka.

Kann starfsfólk þeim bestu þakkir fyrir gjöfina, en þau hafa áður komið og gefið deildinni ilmolíulampa.

Subscribe to this RSS feed