Hrönn Harðardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur

Hrönn Harðardóttir

er yfirhjúkrunarfræðingur í Geðteymi HSS.

Hrönn útskrifaðist frá hjúkrunardeild Háskóla Íslands 1994. Hún vann um árabil á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut, en hefur síðustu árin unnið á geðsviði, bæði á lokuðum deildum, göngudeild og bráðaþjónustu geðsviðs LSH, en einnig við rannsókn á erfðaþáttum geðsjúkdóma.  Hrönn vann frá 2008-2011 sem sjálfstæður meðferðaraðili á göngudeild við háskólageðsjúkrahúsið Risskov í Árósum.  Hrönn lauk meistaranámi, MHH (master i humanistisk sundhedsvidenskab og prakisudvikling)  frá Háskólanum í Árósum vor 2011.  Hennar lokaverkefni fjallaði um hvernig hægt er að draga neytendur geðheilbrigðisþjónustunnar inn í ákvarðanatöku og nýta þar með þekkingu  þeirra og reynslu.

Verkefni hennar á HSS er að setja á laggirnar og þróa miðstöð göngudeilda með áherslu á sálfélagslega þjónustu á HSS.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « Kynningarmyndband Kynningarmyndband »