Logo
Prenta

Fjölmenni á samverustund í Keflavíkurkirkju

samvera14 1

Fjölmenni var á samverustund sem haldin var í Keflavíkurkirkju á allraheilagramessu síðastliðinn sunnudag. Þangað hafði starfsfólk D-deildar, Víðihlíðar og heimahjúkrunar á HSS boðið aðstandendum þeirra skjólstæðinga stofnunarinnar sem látist hafa á árinu. Þessi samverustund er liður í stuðningi við aðstandendur eftir andlát ástvina. Lásu meðal annars tveir starfsmenn upp nöfn fólksins sem hafði fallið frá auk þess sem Sigurður Árnason, yfirlæknir sjúkrahússviðs HSS, ávarpaði viðstadda, en séra Skúli Ólafsson var prestur.

Að messu lokinni bauð starfsfólk D-deildar gestum upp á kaffi og veitingar sem þau höfðu útbúið af miklum myndarbrag.

Umfjöllun á vef Keflavíkurkirkju

samvera14 2

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Vefsíðugerð og uppsetning VefarinnMikli.