Námskeið

 

Sjálfstyrkingarhópur fyrir verðandi mæður

Tilgangur hópsins er að auka vellíðan mæðra á meðgöngu. Hópurinn er hugsaður fyrir konur sem upplifa andlega vanlíðan í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Hópurinn hittist annan hvern þriðjudag á milli kl. 10:30 og 12:00 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í 8 skipti. Fyrsti tíminn er þann 12. júní.

Tímarnir munu byggjast upp á fræðslu, umræðu og slökun. Efni í tímum mun tengjast hugrænni atferlismeðferð. 

Hópurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og hægt er að fá upplýsingar og skrá sig í síma 422-0500 .

Móðir - barn hópur fyrir nýbakaðar mæður

Tilgangur hópsins er að auka vellíðan mæðra og öryggi í samskiptum við nýja barnið.  Hópurinn er hugsaður fyrir konur sem hafa upplifað andlega vanlíðan í tengslum við meðgöngu, fæðingu eða eftir barnsburð. Hópurinn hittist annan hvern þriðjudag á milli kl. 10:30 og 12:00 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í 8 skipti.  Fyrsti tíminn er þann 19. júní.

Tímarnir munu byggjast upp á fræðslu, umræðum og tengslamyndun við barnið.  Efni í tímunum munu tengjast hugrænni atferlismeðferð.  Mælt er með því að konur mæti með börnin.

Hópurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og hægt er að fá upplýsingar og skrá sig í síma 422-0500 .

 

HAM námskeið - 6 vikna námskeið í Hugrænni atferlismeðferð

Námskeiðið er fyrir þá sem eiga við kvíða, þunglyndi eða annan tilfinningavanda að stríða og eru ekki í virkri neyslu eða undir áhrifum sterkra róandi lyfja. Námskeiðið er hópnámskeið og byggir á fræðslu og heimaverkefnum (engin krafa er gerð um að tjá sig í tímum). Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri aðferðir til að breyta líðan sinni með því að læra hvernig hugsanir okkar, tilfinningar og hegðun spila saman.

Námskeiðið er kennt tvær klukkustundir í senn, tveir sálfræðingar eru leiðbeinendur.
Kostnaður við námskeiðið er kr. 10.000-, en innifalið í því verði er inntökuviðtal og meðferðarhandbók.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28