Um heimsóknir til veikra aðstandenda á HSS

Vinsamlega athugið að stjórnendur og starfsfólk HSS beina þeim eindregnu tilmælum til fólks sem er nýkomið til landsins, að heimsækja ekki veika aðstandendur á D-deild HSS eða hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.

Breyttur opnunartími læknavaktar HSS um helgar

HSS inngangurnottAthugið að helgaropnun á læknavakt HSS er nú aftur á milli 10-13 og 17-19.  

Vaktin er opin 16-20 á virkum dögum.

Enn um sinn er gert ráð fyrir því að að skjólstæðingar hringi á undan sér í síma 422-0500 og bóki tíma.

 

Staðfestu samstarf heimahjúkrunar HSS og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar

heimahjRNB2

HSS og Reykjanesbær undirrituðu í gær samning um samvinnu heimahjúkrunar HSS og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar.

Samstarfið hófst formlega 1.október 2019 og er það byggt á vinnu tveggja starfshópa sem hafa verið að störfum síðan síðla árs 2017. Fyrri starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri að efla og samhæfa þjónustu beggja aðila betur, samhliða tilfærslum verkefna frá heimahjúkrun til félagslegrar heimaþjónustu. Seinni starfshópnum var falið að útfæra samstarfið.

Með samstarfinu er verið að byggja brú á milli heilbrigðisþjónustu og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar. Markmiðið er að veita örugga, rétt tímasetta og skilvirka, notendamiðaða og árangursríka þjónustu sem er bæði samfelld og samhæfð. Áhersla verður lögð á að þjónustan auki líkur á bættri heilsu og auknum lífsgæðum þjónustuþega.

heimahjRNB1„Við erum öll í sama liðinu og vinnum að sama markmiðinu sem er að koma til móts við skjólstæðinga okkar á þeirra forsendum,“ segir Margrét Blöndal, deildarstjóri heimahjúkrunar á HSS.

„Á milli okkar ríkir jákvætt andrúmsloft og allir hjálpast að við að finna lausnir með því að vinna saman. Það er mikill breytileiki í þjónustunni og við eigum mjög auðvelt með að biðja félagsþjónustu um að taka að sér verkefni frá okkur og öfugt. Það sem við sjáum er að ákveðin verkefni hafa færst frá heimahjúkrun yfir til stuðningsþjónustu en einnig hefur þjónustan aukist. Það var komin mikil þörf á þetta samstarf en með því viljum við gera þjónustuna skilvirkari ásamt því að eyða svokölluðum „gráum svæðum“. Vinnan okkar síðustu mánuði hefur gengið vel og okkar skjólstæðingar eru mjög ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag og við munum halda áfram að bæta þjónustuna á næstu misserum.“

Myndir: Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri HSS og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri undirrituðu samninginn í blíðunni í skrúðgarðinum miðja vegu milli ráðhússins og HSS, að viðstöddum fulltrúum frá heimahjúkrun og félagsþjónustunni.

Frekari tilslakanir á heimsóknarreglum á D-deild HSS

Breytingar verða á fyrirkomulagi heimsókna til sjúklinga á D-deild (sjúkradeild) HSS frá morgundeginum 9. júní 2020.

Heimsóknir á deildina verða leyfðar kl. 16-19 með ákveðnum skilyrðum:
• Einum aðstandandanda á dag (og fylgdarmenni ef nauðsyn krefur) er heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn gestur mætir í heimsókn (fylgdarmaður undanskilinn)

Undantekningar frá þessum heimsóknarreglum, t.d. hvað varðar fjölda gesta eru ávallt gerðar í samráði við starfsfólk deildarinnar og er þá tekið mið af aðstæðum hverju sinni.

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a) eru í sóttkví
b) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

ATHUGIÐ!
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Opnað fyrir heimsóknir á D-deild og aðstandanda á Ljósmæðravakt

ljosmaedravakt2020Í kjölfar tilslakana á aðgerðum vegna sóttvarna í samfélaginu eru nokkrar breytingar á sjúkradeild HSS (D-deild) og á þjónustu ljósmæðravaktarinnar frá og með mánudeginum 18. maí. Sjá nánar hér að neðan.

LJÓSMÆÐRAVAKTIN

Konur sem eiga bókaðan tíma í mæðravernd eða ómskoðun mega hafa aðstandanda með sér í skoðun.

Aðstandandi má vera með konu í fæðingu og á sængurstofu eftir fæðingu. Aðrar heimsóknir eru þó ekki leyfðar.

D-DEILD
Heimsóknir á deildina verða leyfðar á milli kl 18-20 með ákveðnum skilyrðum:
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma í s. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma
• Tveggja metra nándarmörkum er aflétt milli gesta og sjúklings sem þeir vitja en eru í gildi milli gesta og annarra sjúklinga á deildinni.

*ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

ATHUGIÐ:
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur grillaði fyrir framlínufólkið

KEF borgarar 2020Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mætti í portið hjá HSS í dag og grillaði hamborgara í vorblíðunni fyrir starfsfólk stofnunarinnar, sem og Lögreglunnar á Suðurnesjum og Brunavarna Suðurnesja. Um var að ræða þakklætisvott fyrir frammistöðu framlínufólks í Covid-faraldrinum.

Starfsfólk HSS þakkar innilega fyrir bragðgóða borgara, og ekki síður fyrir stuðninginn í samfélaginu hér Suður með sjó.

Á Facebooksíðu HSS má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í dag, flestar af Ólafi Guðmundssyni yfirmatreiðslumanni á HSS.

Fyrirkomulag á HSS eftir tilslakanir

HSS inngangurnottÞar sem breytingar hafa verið gerðar á samkomubanni vegna kóróna-veirunnar er rétt að taka fram að litlar breytingar verða á starfsemi HSS fyrst um sinn.

• Áfram verður heimsóknarbann á legudeildum HSS fyrir utan vægar tilslakanir í Víðihlíð.

• Áfram mun verða forgangsraðað í tíma á heilsugæslunni. Hjúkrunarmóttaka, sykursýkismóttakan og geðteymin hafa opnað að einhverju leyti fyrir aðkallandi erindi. Upplýsingar og símatímabókanir eru í síma 422-0500.

• Á læknavaktinni verður bókað í tíma fyrirfram í stað þess að skjólstæðingar mæti og bíði eftir lausum tíma. Tímar eru virka daga frá 15.30 til 20 og er tekið á móti beiðnum um tímabókanir samdægurs, í síma 422-0500, frá kl. 8.00. ATH að enn um sinn er forgangsraðað í viðtöl á læknavaktina.

• Dregið verður úr hlífðargrímunotkun í biðstofum HSS og einungis þeir skjólstæðingar sem eru með öndunarfæraeinkenni fá hlífðargrímur.

• Ungbarnavernd fer að mestu leyti í fyrra horf en áfram er aðeins gert ráð fyrir að eitt foreldri komi með barni í skoðun.
• Þjónusta í mæðravernd og á ljósmæðravakt verður með svipuðu sniði.

• Sýnatökur vegna COVID-19 verða þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hægt er að bóka símatíma í ráðgjöf þessa daga á heilsuvera.is eða í síma 422-0500.

Loks má minna alla á að viðhalda varúðarrástöfunum, til dæmis tveggja metra fjarlægðartakmörkunum og handþvotti.

Kvenfélagskonur gáfu heilsugæslunni heyrnarmælingatæki

heyrnarmaeling2020HSS fékk góða gjöf á dögunum þegar Kvenfélagið í Njarðvík færði heilsugæslunni nýtt heyrnarmælingatæki.

Gjöfin kemur sér afar vel, þar sem tækið er góð uppfærsla frá fyrirrennara þess, sem hefur þó þjónað heilsugæslunni og skjólstæðingum vel í gegnum árin.

Starfsfólk og stjórnendur HSS kunna kvenfélagskonum sérdeilis góðar þakkir fyrir stuðninginn og hlýhuginn.

Höfðingleg gjöf frá jógakennurum

JogasysturHSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá systrunum og jógakennurunum Elínu Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætrum.

Þær héldu nýlega netnámskeið þar sem þær ánöfnuðu HSS 60% af námskeiðagjöldum til uppsetningar á einangrunar- og sóttvarnarherbergi á bráðamóttöku HSS.

Alls söfnuðust heilar 278.400 krónur sem munu koma að afar góðum notum við að útbúa aðstöðuna sem verður vonandi sem fyrst.

Starfsfólk og stjórnendur HSS þakka þeim systrum innilega fyrir framlagið og hlýhuginn sem því fylgir, að ógleymdum þeim sem tóku þátt í námskeiðinu hjá þeim.
(Mynd/Víkurfréttir)

Slysa- og bráðamóttaka fékk súrefnismettunarmæla frá Starfsmannafélagi Suðurnesja

Slyso o2maelarSlysa- og bráðamóttöku HSS barst góð gjöf í dag þegar Starfsmannafélag Suðurnesja afhenti Ástu Kristbjörgu Bjarnadóttur deildarstjóra, tvo nýja súrefnismettunarmæla.

Um er að ræða afar mikilvæg tæki, sérstaklega í ástandinu sem nú ríkir, og vil starfsfólk og stjórnendur HSS þakka Starfsmannafélaginu innilega fyrir þennan stuðning og ekki síst fyrir þann hlýhug sem býr að baki.

Subscribe to this RSS feed