Sænskar ljósmæður kynntu sér starfsemina á HSS

Sve ljosm18Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk góða heimsókn á dögunum þar sem hópur ljósmæðra frá Gautaborg kom við á kynningarferð sinni um fæðingardeildir hér á landi.

Þær fengu stutta yfirferð um starfsemi og stefnu Ljósmæðravaktar HSS og sögðust hrifnar af aðstöðunni og starfinu sem hér fer fram.

Var heimsóknin bæði skemmtileg og fróðleg jafnt fyrir gestina sem og ljósmæðurnar á HSS.

Fyrirlestur um heilsueflingu eldri borgara í tilefni af heilsu- og forvarnaviku

Í tilefni af heilsu- og forvarnaviku á Suðurnesjum var eldri borgurum í Grindavík boðið upp á fyrirlestur á vegum Heilsugæslunnar í Grindavík.

Betsý Á Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSS er í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun og einn liður í því eru fræðslufyrirlestrar. Hún fjallaði um heilsueflingu eldri borgara með áherslu á mataræði, hreyfingu og svefn.

Að fyrirlestri loknum buðu hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar upp á mælingar á blóðþrýstingi og blóðsykri.

HeilsuvGRI2

Laus staða hjúkrunarfræðings í skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi

Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 

Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu

Starfsreynsla er æskileg

Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða með því að smella á hlekkinn hér neðst. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50-100%.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir

Guðfinna Edvardsdóttir deildarstjóri skólaheilsugæslu. Tölvupóstur: gudfinna@hss.is. Sími: 860-0167

 

Sækja um starf

Flensubólusetning hafin á HSS

Bólusetningar gegn inflúensu á HSS hófust, föstudaginn 21. september. Tímabókanir eru í síma 422-0500, virka daga milli kl. 9 og 16.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:
• Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
• Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
• Þungaðar konur.

Ofangreindir hópar fá bólusetningu sér að kostnaðarlausu, borga aðeins komugjald.

Inflúensa getur verið skæður sjúkdómur, einkum hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og hefur sóttvarnalæknir áður hvatt þá sem eru í þeim áhættuhópi til að láta bólusetja sig.

Læknar HSS hafa tekið saman þessar ábendingar:
Inflúensa lýsir sér oftast með háum hita og beinverkjum, oft með höfuðverk og þurrum hósta. Sumir fá einnig sára hálsbólgu og stundum eru til staðar einkenni frá meltingarfærum. Verstu einkennin ganga yfir á 2 til 3 sólarhringum og undantekningalítið jafnar fólk sig án nokkurra vandkvæða. Ekki er til lækning við inflúensu en almenn verkjalyf svo sem parasetamól og bólgueyðandi lyf svo sem íbúfen geta mildað einkenni mikið.

Til eru veirulyf sem draga úr einkennum svo sem tamiflu og relenza, sérstaklega ef þau eru gefin strax en flestir jafna sig fljótt og vel án nokkurra inngripa og eru að fullu frískir á ca. viku.

Inflúensa er gríðarlega smitandi og því er áríðandi að fólk takmarki eins og unnt er samskipti við annað fólk meðan á veikindum stendur og gæti sérstaklega að handþvotti og öðru hreinlæti. Almennt er ráðlegt að halda sig heima við í að minnsta kosti viku í kringum einkenni, bæði til að ná að jafna sig og til að draga úr útbreiðslu flensunnar.

Aldrei er of seint fyrir fríska einstaklinga að bólusetja sig við inflúensu, bólusetningin minnkar líkur á smiti um ca. 60% og þeir sem eru bólusettir en veikjast fá yfirleitt mun vægari einkenni. Ekki er hægt að fá flensu gegnum bólusetningu.

Til að draga úr álagi á vaktþjónustu HSS og draga úr útbreiðslu smits biðjum við fólk að íhuga fyrrgreind atriði áður en leitað er til heilsugæslunnar. Símaþjónusta HSS (422-0500) er ávallt boðin og búin að veita ráðleggingar og aðstoða fólk án þess að það komi á staðinn.

Persónuverndarstefna HSS samþykkt

personuvernd

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja samþykkti nýlega persónuverndarstefnu fyrir stofnunina, sem hefur nú verið birt hér á vefnum.

Með henni er leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og er stefna þessi byggð á persónuverndarlögum nr. 90/2018 frá 15. júlí 2018. Með stefnu þessari leggur HSS áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan HSS fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Stefnan gildir um sérhverja vinnslu persónuupplýsinga HSS.

Í persónuverndarstefnunni eru meðal annars ákvæði um söfnun, vinnslu, öryggi og dreifingu persónuupplýsinga á HSS, sem og réttindi einstaklinga til eigin persónuupplýsinga í vörslu HSS.

Smellið hér til að lesa Persónuverndarstefnu HSS.

Kristjana E. Guðlaugsdóttir nýr starfsmannastjóri á HSS

Kristjana E. Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri hjá HSS.

Kristjana (Jana) kemur til okkar frá Pennanum þar sem hún hefur sinnt starfi launafulltrúa og gjaldkera. Þar áður starfaði hún á skrifstofu Ístaks, í Tosbotn, í Noregi og sinnti þar ýmsum starfsmannamálum, sem og almennum skrifstofustörfum. Hún hefur einnig starfað sem starfsmannastjóri Skólamatar í námsleyfi þáverandi starfsmannastjóra.

Jana hefur lokið BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið skjalfestu námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Þessi misserin sinnir hún mastersnámi við Háskólann á Bifröst og mun útskrifast með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun vorið 2019.

Hún er gift Erlingi J. Leifssyni, byggingaverkfræðingi og býr í Reykjanesbæ.

Við bjóðum Jönu velkomna í hópinn.

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga við skólaheilsugæslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi

Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 

Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu

Starfsreynsla er æskileg

Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir „laus störf“. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

 

Starfshlutfall er 30-60%.

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2018.

Nánari upplýsingar veitir

Gudfinna Edvards.. deildarstjóri skólaheilsugæslu Netfang: gudfinna@hss.is. Sími: 860-0167

Sækja um starfið

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á legudeild HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á legudeild í Reykjanesbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á legudeildinni er 31 rúm og er starfandi fagfólk við deildina um 75 manns. Hlutverk deildarinnar er að sinna almennri og bráðri sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, þar sem lögð er áhersla á að veita bestu mögulega þjónustu.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi Suðurnesja, er um 26.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar. Starfsmenn eru tæplega 300 í tæplega 200 stöðugildum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi vaktavinnustarf. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Hlýtt og jákvætt viðmót.

Starfsreynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða . Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutföll 20 – 100%

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2018   

Nánari upplýsingar veitir

Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri s.422-0500  og s.861 3930 Tölvupóstur: bryndis@hss.is

 

Sækja um starfið

Lausar stöður ljósmæðra á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða ljósmæður á Ljósmæðravaktina. Um er ræða afleysingar og framtíðarstörf. Unnið er í vaktavinnu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ljósmóðir sinnir meðgönguvernd, sængurlegu, göngudeildarþjónustu og fæðingahjálp. Aðstoðar og hjúkrar endurhæfingarsjúklingum á kvöldin og á næturnar. Þær starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt ljósmæðraleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf.
Starfsreynsla er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Ljósmæðravaktin er D1 fæðingastaður þar sem heilbrigðar konur geta fætt og leggur áherslu á samfellda ljósmæðraþjónustu. . Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undiir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 90%
Umsóknarfrestur er til og með 24.09.2018

Nánari upplýsingar veitir
Jónína Birgisdóttir yfirljósmóðir í síma 822 2938 eða í tölvupósti jonina@hss.is 

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus afleysingastaða í eldhúsi og býtibúri

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í afleysingar í eldhúsi og býtibúri. Um er að ræða tímabundin störf í allt að eitt ár. Unnið er á 2-2-3 vöktum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða aðstoð við matargerð, skömmtun, uppvask og þrif í eldhúsi. Starfsmenn í býtibúri færa skjólstæðingum mat og sjá um alla þjónustu og þrif í kringum það.

Hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa jákvætt viðmót og vera sjálfstæður í vinnubrögð
Hafa reynslu af áþekkum störfum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall 60-70%
Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2018

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Magnúsdóttir í gegnum netfangið sigridurm@hss.is eða í síma 898-6077

SÆKJA UM STARFIÐ

Subscribe to this RSS feed