Bóluefni fyrir lifrarbólgu A og B komið aftur

vaccin anti grippeAthygli er vakin á því að Twinrix, tvígilt bóluefni við lifrarbólgu A og B, er nú aftur fáanlegt á landinu og því hægt að bóka tíma aftur í ferðamannabólusetningar hjá hjúkrunarmóttöku HSS.

Tímabókanir eru í síma 422-0500 á milli 8 og 16.

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á legudeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Reykjanesbæ á legudeildina. Um er að ræða vaktavinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðmót.
Starfsreynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúinn í haust. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir "laus störf" eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Sævarsdóttir - bryndis@hss.is  - 422-0500 / 861-3930

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða starfsmannastjóra HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða áhugasaman, jákvæðan og kraftmikinn starfsmann í stöðu starfsmannastjóra. Hér er um framtíðarstarf að ræða og starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
- stuðla að því að stofnunin sé eftirsóknarverður vinnustaður
- veita stjórnendum ráðgjöf í að byggja upp góðan starfsanda 
- halda utan um skráningu launa
- hafa umsjón með tímaskráningakerfinu Vinnustund
- taka þátt í gerð og túlkun stofnanasamninga
- fara með samskipti við stéttarfélög
- aðstoða við móttöku nýrra starfsmanna og nýliðaþjálfun
- sjá um mánaðarlegan starfsmannafund
- styðja starfsmenn í starfi til að takast á við áhugaverð og spennandi verkefni
- sjá um upplýsingaöflun og úrvinnslu tölfræði um launa- og starfsmannamál

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun á sviði starfsmannamála er kostur
- Reynsla og þekking í starfsmannamálum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að starfa undir álagi
- Sjálfstæði, frumkvæði og heiðarleiki í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla af Oracle launakerfi og Vinnustund er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfsmannastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf, eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið. Jafnframt náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum, viðtölum og umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Elís Reynarsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar í síma 422-0500 eða í gegnum netfangið elis@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða sálfræðings við forvarnar- og meðferðarteymi barna

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing í forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB). Það er um hlutastarf að ræða. Teymið sinnir börnum á aldrinum 0-18 ára. Við leitum að sálfræðingi til að sinna sálfræðmeðferð og ráðgjöf fyrir konur með geðræn vandamál, sem eru barnshafandi eða á fyrsta ári eftir fæðingu. FMTB er hluti af almennri sálfræðiþjónustu HSS, sem býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Það er lögð áhersla á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og við leitum að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining og meðferð 
- Uppeldisráðgjöf
- Hópastarf
- Teymisvinna
- Þverfaglegt samstarf við aðrar fagstéttir innan HSS og utan, sem koma að mæðra- og ungbarnavernd
- Þátttaka í stefnumótun sálfræðiþjónustu HSS 

Hæfnikröfur
- Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
- Góð íslenskukunnátta
- Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við algengustu geðröskunum fullorðinna
- Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna er æskileg
- Áhugi á sálmeinafræði barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra er æskilegur
- Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk samskiptahæfni og sveigjanleika

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefum undir "laus störf" eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 70%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Finnsdóttir, yfirsálfræðingur í síma 422-0500, 862-5386 eða í gegnum netfangið thorunnf@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Lausar stöður við aðhlynningu og í býtibúri í Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann til framtíðarstarfa í býtibúr og í afleysingarstarf við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð Grindavík. Unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með býtibúri, aðhlynning og önnur tilfallandi störf. Unnið er í nánu samstarfi við fagfólk á deildinni. Á heimilinu eru stuttar boðleiðir og góður starfsandi

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu
Starfsreynsla er æskileg 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir "laus störf" eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði. 

Starfshlutfall er 20 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri Víðihlíð netfangið ingibjorgthordar@hss.is 422-0700 / 894-3774

Smelltu hér til að sækja um starfið

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann til framtíðarstarfa í býtibúr og í afleysingarstarf við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð Grindavík. Unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með býtibúri, aðhlynning og önnur tilfallandi störf. Unnið er í nánu samstarfi við fagfólk á deildinni. Á heimilinu eru stuttar boðleiðir og góður starfsandi

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu
Starfsreynsla er æskileg 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir "laus störf". Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði. 

Starfshlutfall er 20 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri Víðihlíð netfangið ingibjorgthordar@hss.is 422-0700 / 894-3774

Smelltu hér til að sækja um starfið

Áhrif yfirvinnubanns ljósmæðra – skipulag þjónustu á ljósmæðravakt HSS

MinnismerkiKjaradeila ljósmæðra og ríkisins er verulegt áhyggjuefni stjórnenda og starfsfólks Heilbrigðistofnunar Suðurnesja. Ljóst er að yfirvinnubann Ljósmæðrafélags Íslands mun skapa enn meiri óvissu og óöryggi en nú er, hjá verðandi foreldrum og almennt í samfélaginu. Líkt og áður hefur komið fram hefur skortur á ljósmæðrum í afleysingastöður og fastar stöður valdið því að þjónusta fæðingarhluta ljósmæðravaktar HSS er skert frá og með 6. júlí til og með 6. ágúst 2018. Ljósmæður sinna mæðravernd á dagvinnutíma og göngudeildarþjónustu frá kl 8-22 alla virka daga. Um helgar og helgidaga frá kl 8-22 er ljósmóðir á bakvakt.

Vegna yfirvinnubanns er hætta á að þjónusta ljósmæðra frá 18. júlí til og með 6. ágúst skerðist enn frekar vegna bakvakta og ef ljósmóður vantar á vakt vegna forfalla. Í þeim tilvikum verður sótt um undanþágu frá yfirvinnubanni vegna lágmarksmönnunar og í ljósi þess að þjónusta Landspítala er mikið skert á sama tíma.

Allar verðandi mæður og feður fá upplýsingar um fyrirkomulag þjónustunnar með góðum fyrirvara, sér í lagi þær sem eru gengnar 35 vikur og meira.

Frá og með 7. ágúst var áætlað að halda úti venjubundinni þjónustu á ljósmæðravakt HSS en vegna sumarfría og manneklu vantar ennþá á fjölmargar vaktir út ágúst sem manna átti með aukavöktum.. Ljósmóðir er á vakt frá kl 16-08 alla daga. Ef til veikinda kemur á þeim tíma verður reynt að fá undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra að öðrum kosti verður að loka deildinni þann tíma sem ekki tekst að manna hana og vísa mæðrum á Landspítalann.

Frá 1. september n.k. hafa 4 ljósmæður sagt starfi sínu lausu á ljósmæðravakt HSS og í mæðravernd heilsugæslu Grindavíkur. Ljóst er að staðan er grafalvarleg þar sem HSS mun ekki geta sinnt fæðingarþjónustu né sængurlegu ef til þessara uppsagna kemur. Við lýsum einnig yfir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem upp er komið á Landspítala sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir  fæðingarþjónustu á landsvísu.

Skortur á ljósmæðrum, læknum og hjúkrunarfræðingum er mikill vandi sem fer vaxandi víða um land. Þann vanda þarf að leysa skipulega með aðstoð ráðamanna því ef ekkert er að gert stefnir í algert óefni sem erfitt verður að vinda ofan af.

Þjónusta HSS við verðandi mæður er nú þegar löskuð vegna manneklu. Yfirvinnubann og uppsagnir ljósmæðranna gætu takmarkað þá þjónustu enn frekar.

Stjórnendur leggja mikla áherslu á það að báðir aðilar sem eiga aðild að deilunni gangi að sáttarborði til að tryggja þjónustuna og koma í veg fyrir flótta fagfólks.

Staða hjúkrunarfræðings við skólaheilsugæslu

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

 

Hæfniskröfur

 

Íslenskt hjúkrunarleyfi

 

Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 

 

Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu

 

Starfsreynsla er æskileg

 

Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúinn í haust. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

 

 

Starfshlutfall er 40-100%.

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018. 

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Stöður hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku HSS

Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku eru laus staða hjúkrunarfræðinga til umsóknar. Slysa- og bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og er unnið á vöktum. 
Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.
Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. 
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. 

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg 
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúinn í haust. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500
Guðný Birna í gegnum netfangið gudnyg@hss.is eða í síma 422-0500 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Stöður hjúkrunarfræðinema á slysa- og bráðamóttöku HSS

Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku eru lausar stöður hjúkrunarfræðinema. Slysa- og bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og er unnið á vöktum.
Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.
Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðinemar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfnikröfur
Staðfesting á námi í hjúkrunarfræðum
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500
Guðný Birna í gegnum netfangið gudnyg@hss.is eða í síma 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða sjúkraliða á heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ. Vinnutími er á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 08.00-16.00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. 
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna skjólstæðingum og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Helstu störf eru: lífsmarkamælingar, hjartalínurit, öndunarpróf, heyrnarmælinga og ýmis önnur verkefni. Góð samvinna er við sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu og á öðrum deildum stofnunarinnar. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn. 

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum. 
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf. 
Að minnsta kosti 7 ára starfsreynsla.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.Sótt er um starfið hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 40%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: ingibj@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Subscribe to this RSS feed