Styrktarfélag HSS færði sjúkradeildinni tvær skutlur að gjöf.

Gjafir mai 2018Styrktarfélag HSS kom færandi hendi upp á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á dögunum og afhenti þar tvær „skutlur“ af gerðinni Sara Stedy.

Skutlurnar létta mjög umönnun sjúklinga sem eru með skerta göngugetu og draga auk þess úr óþægindum þeirra og hætta á byltum er hverfandi. Sara Stedy skutlurnar voru þegar í stað teknar í notkun á sjúkradeildinni og nú vill starfsfólk HSS alls ekki vera án þeirra.

Mynd/SHSS - Fulltrúar HSS veittu þessum höfðinglegu gjöfum móttöku og þakka kærlega fyrir þennan hlýja hug.

skutlur 2018

Lausar stöður sálfræðinga á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða 2 sálfræðinga í geðteymi fyrir fullorðna. Um er að ræða 60 - 70% framtíðarstörf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
Á HSS er öflug sálfræðiþjónusta, sem býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Áhersla er lögð á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sálfræðiþjónusta fyrir 18 ára og eldri
Greining og mat á geðrænum vanda
Gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
Eftirfylgd einstaklinga með alvarlegar geðraskanir
Námskeiðahald
Teymisvinna
Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir og félagsþjónustu
Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu HSS 

Hæfnikröfur
Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
Góð íslenskukunnátta
Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda
Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum
Reynsla af notkun sálfræðilegra prófa og greiningatækja 
Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk sveigjanleika í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf, eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 60 - 70%
Umsóknarfrestur er til og með 25.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Finnsdóttir, yfirsálfræðingur í síma 422-0500, 862-5386 eða í gegnum netfangið thorunnf@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða deildarstjóra skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í deildastjórastöðu til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 8. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Deildastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Deildarstjóri er leiðandi í starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Hann ber ábyrgð á rekstri og mönnun deildarinnar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og frammúrskarandi samskiptahæfni 
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla æskileg
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga í skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu með möguleika á að vinna einnig á öðrum deildum HSS. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 20. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar með um 3300 nemendum í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg 
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Vinnufyrirkomulag:
1. Eingöngu í skólaheilsugæslu með einn eða tvo skóla í 40-80% stöðu. 
2. Vinna í skólaheilsugæslu fyrir hádegi og í hjúkrunarmóttöku/ungbarnavernd eftir hádegi. 
3. Vinna í skólaheilsugæslu virka daga og 3ju hvoru helgi á sjúkradeildinni, slysa- og bráðamóttöku, heimahjúkrun eða í Víðihlíð.

Starfshlutfall er 40 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Ráðleggingar Landlæknis vegna ferða á HM í Rússlandi

HM 2018 logoEmbætti Landlæknis ráðleggur þeim sem hyggja á ferðalög til Rússlands í sumar vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu að huga að hinum ýmsu þáttum sem tengjast bólusetningum og heilbrigði almennt. 

Í nýlegri færslu á vef embættisins kemur fram að þrátt fyrir að almennt þurfi ekki sérstakar bólusetningar fyrir ferðalög til Rússlands sé rétt að hafa eftirfarandi í huga:

- Börn og unglingar sem ekki eru fullbólusett miðað við aldur ættu að fá ráðleggingar á heilsugæslustöð til að bæta úr því fyrir ferðina.

- Allir sem eru eldri en 23 ára og hafa ekki fengið stífkrampa- og barnaveikibólusetningu síðan í grunnskóla ættu að fá hana. Mænusótt er ekki lengur landlæg í Rússlandi en ef ekki hefur verið hresst upp á þá bólusetningu á fullorðinsárum er hægt að fá hana með stífkrampa-, barnaveiki- og kikhóstabólusetningu í einni sprautu – þeir sem eru ekki vissir eða hafa bara fengið stífkrampa án barnaveikibólusetningar sl. 10 ár geta fengið samsettu sprautuna núna. Flestir fá eymsli eftir þessa bólusetningu en það á endilega að nota handlegginn áfram, þá fara eymslin fyrr úr honum.

- Allir fæddir eftir 1970 sem telja sig ekki hafa fengið mislingasjúkdóm eða mislingabólusetningu ættu að fá hana sem fyrst því aukaverkanir geta komið fram eftir meira en viku (gefin með hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu) – það er mikið um mislinga í Evrópu um þessar mundir og við sjáum annað slagið mislinga hjá Íslendingum sem hafa verið að ferðast. 

Vatnsgæði geta verið misjöfn og eins er alltaf viss hætta á matarbornum sýkingum þegar stórir hópar eru á ferð. Því þarf að gæta hreinlætis þegar borðað er og huga að því að drekka ekki kranavatn eða nota það til tannburstunar ef mælt er gegn því að það sé drukkið. Sníkjudýr geta þolað klór og önnur efni sem eru notuð til sótthreinsunar kranavatns. Ef grunur leikur á iðrasýkingu eftir ferðalag á framandi slóðir er rétt að ræða við lækni.

Það er hætta á Lyme sjúkdómi og blóðmítlaborinni heilabólgu (Tick-Borne Encephalitis) víða í Rússlandi, þ. á m. í St. Pétursborg, Kaliningrad, Volgograd, en það er ólíklegt að ferðamenn komist í tæri við mítlana sem bera sýkingarnar á hótelherbergjum eða íþróttaleikvöngum. Ef það verða einhverjar stundir í almennings- eða lystigörðum og ennþá frekar gönguferðir í gras- eða skóglendi þá er mikilvægt að nota góða skordýrafælu, t.d. DEET í a.m.k. 30% og helst 50% styrkleika. Þessar pöddur þola eitrið betur en moskítóflugur og því þarf að endurnýja áburðinn á um 2ja klst. fresti. Eftir útivist þarf að skoða sig og ferðafélaga vel og fjarlægja allar pöddur sem fyrst (sjá upplýsingar um skógarmítil á vefsíðu Embættis landlæknis). Ef hitasótt kemur fram innan mánaðar eftir ferðalagið, eða útbrot sem gætu bent til Lyme sjúkdóms (jafnvel meira en mánuði eftir ferð) er rétt að ræða við lækni.

Ef ferðamenn í Rússlandi eru bitnir af ókunnum dýrum skal leita læknis.

Upplýsingar um bólusetningar má t.d. nálgast á heilsuvera.is og á hjúkrunarmóttöku HSS. Tímabókanir í bólusetningu á HSS eru í síma 422-0500 virka daga á milli kl. 8 og 16.

Laus staða í eldhúsi og býtibúri

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í afleysingar í eldhúsi og býtibúri. Unnið er á 2-2-3 vöktum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða aðstoð við matargerð, skömmtun, uppvask og þrif í eldhúsi. Starfsmenn í býtibúri færa skjólstæðingum mat og sjá um alla þjónustu og þrif í kringum það.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa jákvætt viðmót og vera sjálfstæður í vinnubrögð 
Hafa reynslu af áþekkum störfum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir  laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Magnúsdóttir í gegnum netfangið sigridurm@hss.is eða í síma 898-6077

Smelltu hér til að sækja um starfið

Kvenfélagið og Lionsklúbburinn í Grindavík gáfu Víðihlíð veglegar gjafir

gjof vidihlid

Kvenfélag Grindavíkur og Lionsklúbbur Grindavíkur afhentu nýverið Hjúkrunarheimilinu í Víðihlíð veglegar gjafir.

Um er að ræða tvær Maxi Twin seglalyftur og eitt SARA flutningshjálpartæki. Tæki þessi munu auðvelda starfsmönnum alla ummönnun sjúklinga.

Ingibjörg Þórðardóttir hjúkrunardeildarstjóri í Víðihlíð tók við gjöfunum fyrir hönd HSS í Víðihlíð

Laus staða í eldhúsi í Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík. 
Um er að ræða vaktavinnu 2-2-3 og er vinnutíminn frá kl. 8-14.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmenn í eldhúsi taka á móti aðsendum mat, framreiða og ganga frá eftir þörfum. Þeir sjá einnig um umsjón með býtibúrum.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa hlýtt viðmót og vera jákvæður
Vera góður í mannlegum samskiptum
Hafa reynslu af áþekkum störfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 11.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri í Víðihlíð veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 422-0700 / 894-3774 eða í gegnum netfangið ingibjorgthordar@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Bóluefni fyrir lifrarbólgu A og B aftur á þrotum á landinu

Því miður er bóluefnið fyrir lifrarbólgu A og B, sem barst HSS á dögunum, aftur á þrotum og verður ekki til á landinu fyrr en í haust.

Þeir sem hafa frekari spurningar um ferðamannabólusetningar geta haft samband við hjúkrunarmóttöku HSS í síma 422-0500 á milli 8 og 16 virka daga.

Laus staða aðstoðardeildarstjóra í Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í stöðu aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstarf og er unnið á vöktum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Hjúkrunarheimilið Víðihlíð er 20 rúma deild á tveimur hæðum sem hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki og yndislegum heimilismönnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðardeildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Aðstoðardeildarstjóri tekur þátt í klínísku starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Einnig er hann staðgengill deildarstjóra og ber ábyrgð á tilteknum verkefnum, bæði faglegum og stjórnunarlegum.

Menntunar og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og frammúrskarandi samskiptahæfni
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Stjórnunarreynsla æskileg
Reynsla af öldrunarhjúkrun æskileg
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknin gildir í sex mánuði.

Starfshlutfall er 80-100%.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018  

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri Víðihlíð netfangið ingibjorgthordar@hss.is 422-0700 / 894-3774

Sækja um

Subscribe to this RSS feed