Lausar stöður sjúkraliða í Víðihlíð

Featured Lausar stöður sjúkraliða í Víðihlíð

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstörf og tímabundin störf, unnið er í vaktavinnu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum  undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Faglegur metnaður og vandvirkni
  • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Góð samskiptahæfni
  • Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði

Starfshlutfall 30-100%

Umsóknarfrestur er til 11. desember 2017

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg R. Þórðardóttir deildarstjóri í síma 422-0700 eða í gegnum netfangið ingibjorgthordar@hss.is

Síðast uppfært þriðjudagur, 21 nóvember 2017 11:30