Laus staða ljósmóður eða hjúkrunarfræðings við ung- og smábarnavernd

Featured Laus staða ljósmóður eða hjúkrunarfræðings við ung- og smábarnavernd

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða ljósmóður eða hjúkrunarfræðing til starfa í ung- og smábarnavernd. Á deildinni starfa ljósmæður og hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt ljósmæðra- og/eða hjúkrunarleyfi
  • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
  • Starfsreynsla er æskileg
  • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttafélags hafa gert.

 Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 40%.

Umsóknarfrestur er til og með 03.01.2018 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Guðmundsdóttir netfang gg@hss.is eða í síma 422-0500

Síðast uppfært fimmtudagur, 21 desember 2017 10:13