Laus afleysingastaða móttökuritara

Laust er til umsóknar starf móttökuritara hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Um er að ræða afleysingarstarf frá 1. maí til 31. ágúst í móttöku í Reykjanesbæ.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur meðal annars í sér almenna afgreiðslu, uppgjör, símsvörun og bókanir. Upplýsingagjöf og aðstoð við skjólstæðinga auk samvinnu og aðstoðar við aðrar deildir innan stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

  • Góð ensku og íslenskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Reynsla af móttökuritarastörfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 60-100%

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018

Nánari upplýsingar veitir

Allar nánar upplýsingar um starfið veitir Ástríður Sigþórsdóttir, deildarstjóri móttöku í síma 422 0500, netfang: asta@hss.is

Síðast uppfært þriðjudagur, 06 febrúar 2018 15:03