Laus staða sálfræðings í geðteymi

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing í 50% starf í geðteymi fyrir fullorðna. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Geðteymið býður upp á göngudeildarþjónustu, sem nær til einstaklinga 18 ára og eldri með geðraskanir.  Í teyminu starfa sálfræðingar og læknir. Starfið  felst í greiningu, einstaklingsmeðferð og námskeiðahaldi.  Starfið er fjölbreytt og býður upp á mikla þverfaglega vinnu.

Hæfniskröfur

  • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af klínísku starfi með fullorðnum er æskileg
  • Reynsla af notkun sálfræðilegra prófa og greiningatækja er æskileg
  • Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk  samskiptahæfni og sveigjanleika

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 %.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2018.

Nánari upplýsingar veitir:

Þórunn Finnsdóttir, yfirsálfræðingur í síma 422-0568, 862-5386 eða í gegnum netfangið thorunnf@hss.is

Síðast uppfært mánudagur, 05 mars 2018 11:33