Laus staða yfirsálfræðings við HSS

Laus er til umsóknar 100% staða yfirsálfræðings við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.  Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Yfirsálfræðingur er yfirmaður forvarnar- og meðferðarteymis barna og geðteymis fullorðinna á HSS. Hann hefur umsjón með sálfræðiteymunum og þjónustu þeirra. Hann ber ábyrgð á faglegri stjórnun og handleiðslu sálfræðinga í klínískri vinnu með börnum og fullorðnum. Hann kemur að sálfræðilegri greiningu og meðferð skjólstæðinga. Jafnframt sér hann um tiltekna þætti starfsmannaumsjónar. Hann ber ábyrgð á gæða- og verklagsstarfi, stefnumótun og framtíðarsýn varðandi þjónustu sálfræðinga.  Yfirsálfræðingur er tengiliður við samstarfsaðila þjónustunnar.

Hæfniskröfur:

  • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
  • Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu og víðtæka reynslu af greiningu geðraskana og gagnreyndum meðferðum, hjá fullorðnum og börnum. 
  • Lögð er áhersla á jákvætt viðhorf og áhuga á fjölbreyttum, krefjandi verkefnum.
  • Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi hæfileika á sviði samskipta og samvinnu.  
  • Umsækjandi þarf að hafa reynslu af þverfaglegri teymisvinnu, handleiðslu og stjórnun.  
  • Áhugi og geta til rannsóknarvinnu er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018.

Nánari upplýsingar veita:

Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu í síma 422-0500 eða í gegnum netfangið snorri@hss.is

Síðast uppfært þriðjudagur, 13 mars 2018 15:48