Laus staða hjúkrunarfræðings á slysa- og bráðadeild

Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku eru laus staða hjúkrunarfræðings til umsóknar. Slysa- og bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og er unnið á vöktum.

Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.

Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

 Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutföll 30 – 100%

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2018   

Nánari upplýsingar veitir

Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500

Guðný Birna í gegnum netfangið gudnyg@hss.is eða í síma 422-0500

Sækja um 

Síðast uppfært föstudagur, 30 mars 2018 09:16