Laus staða sálfræðings við forvarnar- og meðferðarteymi barna

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing í forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB). Það er um hlutastarf að ræða. Teymið sinnir börnum á aldrinum 0-18 ára. Við leitum að sálfræðingi til að sinna sálfræðmeðferð og ráðgjöf fyrir konur með geðræn vandamál, sem eru barnshafandi eða á fyrsta ári eftir fæðingu. FMTB er hluti af almennri sálfræðiþjónustu HSS, sem býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Það er lögð áhersla á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og við leitum að metnaðarfullum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining og meðferð 
- Uppeldisráðgjöf
- Hópastarf
- Teymisvinna
- Þverfaglegt samstarf við aðrar fagstéttir innan HSS og utan, sem koma að mæðra- og ungbarnavernd
- Þátttaka í stefnumótun sálfræðiþjónustu HSS 

Hæfnikröfur
- Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
- Góð íslenskukunnátta
- Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við algengustu geðröskunum fullorðinna
- Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna er æskileg
- Áhugi á sálmeinafræði barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra er æskilegur
- Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk samskiptahæfni og sveigjanleika

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefum undir "laus störf" eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 70%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Finnsdóttir, yfirsálfræðingur í síma 422-0500, 862-5386 eða í gegnum netfangið thorunnf@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið