Laus staða starfsmannastjóra HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða áhugasaman, jákvæðan og kraftmikinn starfsmann í stöðu starfsmannastjóra. Hér er um framtíðarstarf að ræða og starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
- stuðla að því að stofnunin sé eftirsóknarverður vinnustaður
- veita stjórnendum ráðgjöf í að byggja upp góðan starfsanda 
- halda utan um skráningu launa
- hafa umsjón með tímaskráningakerfinu Vinnustund
- taka þátt í gerð og túlkun stofnanasamninga
- fara með samskipti við stéttarfélög
- aðstoða við móttöku nýrra starfsmanna og nýliðaþjálfun
- sjá um mánaðarlegan starfsmannafund
- styðja starfsmenn í starfi til að takast á við áhugaverð og spennandi verkefni
- sjá um upplýsingaöflun og úrvinnslu tölfræði um launa- og starfsmannamál

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun á sviði starfsmannamála er kostur
- Reynsla og þekking í starfsmannamálum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að starfa undir álagi
- Sjálfstæði, frumkvæði og heiðarleiki í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla af Oracle launakerfi og Vinnustund er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfsmannastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf, eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið. Jafnframt náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum, viðtölum og umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Elís Reynarsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar í síma 422-0500 eða í gegnum netfangið elis@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Síðast uppfært mánudagur, 30 julí 2018 13:25