Lausar stöður ljósmæðra á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða ljósmæður á Ljósmæðravaktina. Um er ræða afleysingar og framtíðarstörf. Unnið er í vaktavinnu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ljósmóðir sinnir meðgönguvernd, sængurlegu, göngudeildarþjónustu og fæðingahjálp. Aðstoðar og hjúkrar endurhæfingarsjúklingum á kvöldin og á næturnar. Þær starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt ljósmæðraleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf.
Starfsreynsla er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Ljósmæðravaktin er D1 fæðingastaður þar sem heilbrigðar konur geta fætt og leggur áherslu á samfellda ljósmæðraþjónustu. . Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undiir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 90%
Umsóknarfrestur er til og með 24.09.2018

Nánari upplýsingar veitir
Jónína Birgisdóttir yfirljósmóðir í síma 822 2938 eða í tölvupósti jonina@hss.is 

 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Síðast uppfært fimmtudagur, 06 september 2018 09:42