Gaf D-deildinni þrjá hjólastóla

Gjof hjolastolar

D-deildinni á HSS barst góð gjöf í vikunni þegar Helgi Sveinbjörnsson og starfsfólk hans í Þvottahöllinni komu færandi hendi með þrjá hjólastóla frá Fastus sem þau færðu deildinni.

Hjólastólarnir eru góð viðbót við hjálpartækjakost deildarinnar sem þarf að vera í stöðugri endurnýjun ef vel á að vera.

Kunna forsvarsmenn D-deildar og HSS Helga og hans fólki bestu þakkir fyrir.

Mynd: Helgi og starfsfólk hans á Þvottahöllinni ásamt Ingibjörgu Steindórrsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS og Bryndísi Sævarsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi.

Síðast uppfært fimmtudagur, 02 nóvember 2017 15:51