Laus staða yfirlæknis á sjúkrasviði

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á sjúkrasviði. Starfið felst í stjórnun og stýringu sjúkradeildar hjá HSS. Yfirlæknir sinnir einnig almennri vinnu á sjúkradeild og móttöku sjúklinga á göngudeild. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 27.000 manns.

Helstu verkefni og ábyrgð
Læknar á sjúkrasviði starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar. 

Hæfnikröfur
Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum
Góð stjórnunarreynsla og skipulagshæfileikar
Færni í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að umsækjandi hafi einnig sérfræðileyfi í undirsérgrein og talsverða reynslu af störfum við almennar lyflækningar. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða mðe því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Fjölnir Freyr Guðmundsson - hss@hss.is - 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Síðast uppfært mánudagur, 14 janúar 2019 13:47