Forsetahjónin heimsóttu HSS

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans, Eliza Reid komu við á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag. Heimsóknin var hluti af opinberri heimsókn forsetahjónanna til Reykjanesbæjar þar sem þau hafa gert víðreist í dag.

Markús Eiríkur Ingólfsson, forstjóri HSS, leiddi gestina um húsakynni HSS og var meðal annars rætt um húsnæðismál stofnunarinnar og margt fleira.

Að kynningunni lokinni hittu Guðni og Elíza starfsfólk HSS í kaffisamsæti. Þar var meðal annars á vegg málverk af Guðna, sem er í eigu Skúla Gunnlaugssonar, yfirlæknis á legudeild HSS.

Heimsóknin var í alla staði ánægjuleg og er forsetahjónunum innilega þakkað fyrir komuna.

Síðast uppfært föstudagur, 03 Maí 2019 11:38