Lionessur í Keflavík gáfu D-deild hárgreiðslustól

gjofDd5.2019 1net

Lionessuklúbbur Keflavíkur er einn af mörgum ómetanlegum bakhjörlum Heilbrigiðsstofnunar Suðurnesja og komu þær færandi hendi í gær.

Þar afhentu fulltrúar þeirra D-deild HSS hárgreiðslustól og hársnyrtivörur að verðmæti um 250.000 kr.

Stóllinn og vörurnar munu tvímælalaust koma sér vel fyrir legusjúklinga á sjúkradeildinni og er lionessum að sjálfsögðu þakkað innilega fyrir þetta góða framlag til stofnunarinnar og skjólstæðinga hennar.

gjofDd5.2019 2net