Tímabundið skert þjónusta á Ljósmæðravakt HSS

HSS þykir leitt að tilkynna að vegna óviðráðanlega aðstæðna og manneklu á Ljósmæðravakt getum við ekki haft deildina opna á næturnar frá og með deginum í dag, 13. september og til mánaðarloka hið minnsta.

Við viljum benda konum sem þurfa á aðstoð eða ráðgjöf að halda á lokunartíma, að leita á kvennadeild Landspítalans í síma 543 1000 eða slysa og bráðamóttöku HSS í gegnum neyðarlínuna í síma 112.

Lokun verður 13. september fram að lokum mánaðarins :

Á virkum dögum  frá 00.00 til 8.00

Um helgar frá kl. 20.00 til 8.00

ATH - Þjónusta deildarinnar verður annars með óbreyttu sniði