Alma María Rögnvaldsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar á HSS

Alma2019Alma María Rögnvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS, tímabundið til eins árs. Hún hefur hafið störf og er ráðin til loka september á næsta ári.

Alma hefur gegnt starfi fagstjóra hjúkrunar á Heilsugæslunni Hamraborg frá árinu 2017 og hefur unnið hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins með hléum frá árinu 1999.

Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1994 og hefur síðan lokið meistaraprófi í heilbrigðisvísindum. Þá hefur hún lokið diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á klíníska heilsugæslu í héraði og einnig diplómanámi í stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar.

Alma er boðin velkomin til starfa og óskað góðs gengis í störfum sínum.

Síðast uppfært miðvikudagur, 23 október 2019 11:52