Slysa- og bráðamóttaka fékk súrefnismettunarmæla frá Starfsmannafélagi Suðurnesja

Slyso o2maelarSlysa- og bráðamóttöku HSS barst góð gjöf í dag þegar Starfsmannafélag Suðurnesja afhenti Ástu Kristbjörgu Bjarnadóttur deildarstjóra, tvo nýja súrefnismettunarmæla.

Um er að ræða afar mikilvæg tæki, sérstaklega í ástandinu sem nú ríkir, og vil starfsfólk og stjórnendur HSS þakka Starfsmannafélaginu innilega fyrir þennan stuðning og ekki síst fyrir þann hlýhug sem býr að baki.

Síðast uppfært föstudagur, 24 apríl 2020 15:30