Reglur varðandi heimsóknir á D-deild HSS

 
Heimsóknir á D-deild HSS eru leyfðar á milli kl 18 og 20 með ákveðnum skilyrðum:
 
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma. S. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma.
 
ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
• eru í sóttkví
• eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
• hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
• eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)
 
ATHUGIÐ:
Ef smit vegna COVID-19 aukast eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, gæti reglur varðandi heimsóknir verið hertar enn frekar.
Síðast uppfært þriðjudagur, 11 ágúst 2020 13:20