Sólveig Þórðardóttir lætur af störfum

Sólveig Þórðardóttir  fyrrverandi hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni í Grindavík lét af störfum síðastliðin áramót.  Sólveig hóf störf við stofnunina árið 1956 eða fyrir 54 árum, þá sem gangastúlka.

Eftir nám í ljósmóðurfræðum og hjúkrun starfaði Sólveig lengst af á fæðingadeild HSS sem deildarstjóri.   Frá árinu 1997 til 2008 var Sólveig hjúkrunarforstjóri í heilsugæslunni í Grindavík.  Síðustu tvö árin starfaði Sólveig með  sálfélagslega teymi heilsugæslusviðs að verkefninu Lausnarsteinn.

Við þökkum Sólveigu innilega fyrir langt og farsælt samstarf og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28