Veglegur styrkur til HSS

Þorbjörg Elín Friðriksdóttir sem lést á HSS 15.desember 2010, hefði orðið 60 ára þann 6.október næstkomandi.

Í tilefni af því ætla aðstandendur hennar, með hjálp margra góðra tónlistarmanna, að standa fyrir tónleikum á Ránni í Reykjanesbæ á fimmtudagskvöldið kl. 20:00 (húsið opnar kl. 19:30).  Allur ágóði af þessum tónleikum mun renna óskiptur til HSS.  Þess má geta að allir tónlistarmennirnir gefa sína vinnu og eigandi húsnæðisins leggur það til frítt undir þessa tónleika. 

Þetta hefur ekki verið mikið auglýst en aðstandendur Þorbjargar Elínar eru með heimasíðu á Facebook undir "Minningar- og styrktartónleikar Þorbjargar Elínar".   Einnig verða lesnar einhverjar auglýsingar á RUV á næstu dögum.

Miðinn kostar 1000 kr. og er fólk eindregið hvatt til að mæta og reyna að auglýsa þetta eins og það getur í sínu nánasta umhverfi.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28