20 ára vígsluafmæli Víðihlíðar

Í dag, 24. september, eru liðin 20 ár frá vígslu hjúkrunardeildarinnar í Víðihlíð.  Fyrsti skjólstæðingur deildarinnar kom til dvalar 8. september 1992, en þá var efri hæðin tekin í notkun með 13 rúmum.  Formleg vígsla deildarinnar var svo 24. september 1992 þar sem  Sighvatur Björgvinsson þáverandi heilbrigðisráðherra, Hrafn Pálsson formaður byggingarnefndar og Jóhann Einvarðsson þáverandi framkvæmdastjóri HSS tóku til máls að viðstöddu fjölmenni.  Að lokum blessaði séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir heimilið sem hefur starfað farsællega síðan. 

Haldið verður upp á 20 ára vígsluafmæli Víðihlíðar síðar en nú standa yfir framkvæmdir á húsnæði Víðihlíðar og því ekki unnt að halda upp á vígsluafmælið í dag.  Verður það auglýst nánar síðar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem sýna þær breytingar sem hafa verið gerðar á húsnæði Víðihlíðar, efri hæð, undanfarin misseri.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28