Logo
Prenta

Söngleikurinn Dirty Dancing - sýning til styrktar HSS

dirtydancing

Söngleikurinn Dirty Dancing, í uppsetningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður frumsýndur í Andrews, menningarhúsinu á Ásbrú, í kvöld.  Annað kvöld, föstudagskvöldið 21. febrúar, verður sérstök styrktarsýning fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem allt andvirði miðasölu rennur óskipt til tækjakaupa fyrir stofnunina.  

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þakkar þetta flotta framtak og vonar að sem flestir mæti á sýninguna annað kvöld, en með því að fylla húsið getur safnast ein milljón króna í þennan góða málsstað.    

Þeir sem vilja kaupa miða á sýninguna geta gert það með því að smella hér.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Vefsíðugerð og uppsetning VefarinnMikli.