Afgreiðslutími HSS um jólin

20141223 175216

Starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óska íbúum Suðurnesja og öðrum skjólstæðingum stofnunarinnar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samskiptin á árinu en minnum um leið á afgreiðslutíma HSS yfir hátíðirnar.

Aðfangadag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag verður móttakan á heilsugæslunni opin á milli klukkan 10 og 19.

Læknavaktin er frá klukkan 10 til 13 og 17 til 19, en bráðamóttaka lækna er opin allan sólarhringinn á HSS. Ef um lífsógnandi tilfelli er að ræða á að hringja í 112 og fá sjúkrabíl eða biðja um að fá samband við lækni.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28