Logo
Prenta

Full starfsemi á HSS eftir lagasetningu á verkföll

Þar sem bundið hefur verið endi á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með lögum, mun starfsemi HSS hverfa aftur til þess sem var fyrir verkföll.

Það þýðir meðal annars að hjúkrunarmóttaka á heilsugæslu er tekin til starfa á ný auk þess sem starfsemi á rannsóknardeild er komin á fullt sem og röntgendeild.

Þau sem eiga beiðnir í röntgenmyndatöku eru beðin um að hafa samband við röntgendeild til að bóka tíma í síma 422-0506.

Síðast uppfært mánudagur, 15 júní 2015 13:23
Vefsíðugerð og uppsetning VefarinnMikli.