Vefstjóri

Vefstjóri

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lýðheilsuvísar kynntir í Hljómahöll

lydheilsuvisarHSS2019net

Embætti landlæknis stóð fyrir kynningu á nýjum lýðheilsuvísum fyrir Ísland, eftir heilbrigðisumdæmum, í Hljómahöll í Reykjanesbæ í gær.

Alma Möller landlæknir og fleiri sérfræðingar fóru yfir stöðuna, en Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS, var fundarstjóri.

Fundurinn var fjölsóttur og kynntir voru margskonar vísar og mikilvægi þeirra fyrir stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Meðal annars kom fram að Suðurnes stendur misvel að vígi í vísunum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var meðal ræðumanna og sagði að hér á svæðinu væri sannarlega verk að vinna en margvísleg verkefni séu þegar farin af stað með góðum árangri og ýmislegt annað sé í burðarliðnum. Þar sé lykilatriði að hafa aðgang að lýðheilsuvísunum til að vinnan verði markvissari.

„Það var ánægjulegt að fá að koma að þessari kynningu og margt fróðlegt sem þarna kom fram,“ sagði Markús að fundi loknum. „Lýðheilsuvísar eru mikilvægt tól til að vinna að heilbrigðara samfélagi í sem víðustum skilningi. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur þar ríku hlutverki að gegna í samvinnu við sveitarfélög, stjórnvöld og almenning á Suðurnesjum.“

Mælaborð Lýðheilsuvísa má finna hér.

Háls-, nef- og eyrnalæknar á HSS á ný

HNE HSSnet

Það er ánægjulegt að segja frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður nú aftur upp á þjónustu háls-, nef- og eyrnalækna í Reykjanesbæ.

Þrír sérfræðingar, Stefán Eggertsson, Sigurður Torfi Grétarsson og Kristján Guðmundsson, skipta með sér dögum en gert er ráð fyrir að þeir séu með móttöku tvo daga í viku.

Tekið er á móti tímabókunum í afgreiðslu HSS, í síma 422-0500.

Rétt er að minna á að börn þurfa tilvísun frá heilsugæslulækni til að sleppa við að greiða komugjald til sérfræðinga.

Lionessur í Keflavík gáfu D-deild hárgreiðslustól

gjofDd5.2019 1net

Lionessuklúbbur Keflavíkur er einn af mörgum ómetanlegum bakhjörlum Heilbrigiðsstofnunar Suðurnesja og komu þær færandi hendi í gær.

Þar afhentu fulltrúar þeirra D-deild HSS hárgreiðslustól og hársnyrtivörur að verðmæti um 250.000 kr.

Stóllinn og vörurnar munu tvímælalaust koma sér vel fyrir legusjúklinga á sjúkradeildinni og er lionessum að sjálfsögðu þakkað innilega fyrir þetta góða framlag til stofnunarinnar og skjólstæðinga hennar.

gjofDd5.2019 2net

Subscribe to this RSS feed