Vefstjóri

Vefstjóri

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðbeiningar til almennings um Kórónaveiruna (Covid-19)

Kórónaveiran Novel (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar.

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Kórónaveiran Novel getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.

 Nánari upplýsingar hér

Ný viðbragðsáætlun HSS

Ný og uppfærð viðbragðsáætlun HSS hefur nú verið gefin út birt hér á vefnum í aðalvalmynd undir „Um HSS“. Áætlunin er unnin af Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar HSS, Andreu Klöru Hauksdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi heilsugæslu HSS og Fjölni Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra lækninga HSS, eftir forskrift frá sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landspítala.

Áætluninni er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða innan heilbrigðisstofnunarinnar í kjölfar atviks sem kallar á aukin viðbrögð starfsmanna stofnunarinnar.

Atvik getur verið af völdum slyss, náttúruhamfara, sjúkdómsfaraldurs, eiturs, mengunar eða af óþekktum uppruna. Við gerð áætlunarinnar er stuðst við lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997, einnig reglugerð nr. 817/2012 er varðar sóttvarnaráðstafanir.

Að auki styðst áætlunin við Alþjóðaheilbrigðisreglugerðina (IHR-2005) og Strategic framework for Emergency preparedness, WHO-2017.

Í inngangi áætlunarinnar segir að viðbragðsáætlun HSS sé ætlað að vera til leiðbeiningar um viðbragðsáætlanagerð HSS en ekki er um endanleg fyrirmæli að ræða. Ábyrgð á áætluninni er á höndum stjórnar HSS og hefur áætlunin verið send til umsagnar og samþykkt af sóttvarnalækni, almannavarnanefnd Suðurnesja og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Áætlunin skal endurskoðuð a.m.k. á fimm ára fresti, en yfirfarin árlega t.d. hvað varðar boðleiðir, gátlista og starfssvæði innan stofnunar. Ef miklar breytingar verða á starfsemi stofnunarinnar skal áætlunin þegar í stað endurskoðuð.

Matseðill vikunnar

Matseðill - Vikan 24. febrúar- 1. mars 2020. Vika 9

Mánudagur 24. febrúar
Gratineraðir sjávarréttir og /eða fiskibollur með tilheyrandi.

Þriðjudagur 25. febrúar
Saltkjöt og baunir - túkall.

Miðvikudagur 26. febrúar
Pönnusteiktur ufsi með lauk, feta og basil.

Fimmtudagurinn 27. febrúar
Kjúklingalasagne með hvítlauksbrauði og salati.
Eftirréttur: Panna cotta.

Föstudagur 28. febrúar
Grænmetisréttur eða sitt lítið af hverju með köldum sósum og fersku salati.

Laugardagur 29. febrúar
Soðinn nýr saltfiskur með hömsum og grænmeti.
Eftirréttur: Hrísgrjónagrautur með kanilsykri.

Sunnudag 1. mars
Londonlamb með með grænmeti og rjómasveppasósu.
Eftirréttur: Óvissuferð.

Ferskir ávextir og salatbarinn er að sjálfsögðu í boði alla virka daga

Afhenti Víðihlíð borðfána úr smiðju föður síns

Fanar vidihlid gjafir1Ingibjörg Þorsteinsdóttir sjúkraliði í Njarðvík kom og færði Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík góða gjöf á dögunum. Um er að ræða íslenska fána á íslensku grjóti sem faðir hennar, Þorsteinn Marinósson, 85 ára búsettur á Akureyri, gerði.

Þorsteinn hefur í gegnum árin týnt íslenskt grjót á húsbílaferðum sínum um landið og búið til kertastjaka, servíettustanda og fánastangir úr grjótinu og er búinn að gefa Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri svona fána, einnig öllum Hrafnistuheimilunum á landinu og nú er komið að Víðihlíð.

Þorsteinn gerði einnig kross á leiði konu sinnar Fjólu Kristínar Jóhannsdóttur sem lést úr krabbameini 1990 aðeins 52 ára og er myndin hér neðst af Þorsteini, tekin við leiði hennar.

 

Fanar vidihlid gjafir2Bróðir Fjólu heitinnar, og mágur Þorsteins, er Reynir Jóhannsson skipstjóri í Grindavík svo að tengsl Þorsteins við Grindavík eru nokkur, einnig er Ingibjörg í mótorhjólaklúbbnum Grindjánar í Grindavík.

Á myndunum má sjá fánana góðu og Ingibjörgu með Ingibjörgu Þórðardóttur, deildarstjóra Víðihlíðar.

Fanar vidihlid gjafir3

Subscribe to this RSS feed