Vefstjóri

Vefstjóri

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hlutverk og stefna heilsugæslusviðs HSS

Grundvallarhlutverk heilsugæslusviðs HSS er skilgreint í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og nýsamþykktri heilbrigðisstefnu fram til ársins 2030. Í fimm ára aðgerðaráætlun heilbrigðistefnu eru tekin fram atriði sem stjórn HSS hefur unnið eftir:

  1. Heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður notenda þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.

  2. Heilsugæslan hafi yfir að ráða starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu.

  3. Starf heilsugæslunnar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu þar sem unnið verði að stöðugum umbótum í nánu samstarfi við félagsþjónustuna með hagsmuni notenda í forgrunni.

  4. Heilsugæslan taki virkan þátt í heilsueflingu og bjóði upp á ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl fyrir einstaklinga og hópa.

  5. Aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu og vel skipulögðum sjúkraflutningum.

  6. Allir landsmenn hafi aðgang að skýrum upplýsingum um hvernig og hvert skuli leitað eftir heilbrigðisþjónustu.

Alma María Rögnvaldsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar á HSS

Alma2019Alma María Rögnvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS, tímabundið til eins árs. Hún hefur hafið störf og er ráðin til loka september á næsta ári.

Alma hefur gegnt starfi fagstjóra hjúkrunar á Heilsugæslunni Hamraborg frá árinu 2017 og hefur unnið hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins með hléum frá árinu 1999.

Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1994 og hefur síðan lokið meistaraprófi í heilbrigðisvísindum. Þá hefur hún lokið diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á klíníska heilsugæslu í héraði og einnig diplómanámi í stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar.

Alma er boðin velkomin til starfa og óskað góðs gengis í störfum sínum.

Subscribe to this RSS feed