Vefstjóri

Vefstjóri

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Breytingar hjá Hjúkrunarmóttöku og Ung- og smábarnavernd HSS

Varðandi þjónustuna í hjúkrunarmóttöku og ung- og smábarnavernd heilsugæslu HSS þessa dagana er rétt að taka eftirfarandi fram:

Vegna smithættu er nú reynt að fækka komum á hjúkrunarmóttöku og mál leyst með símatímum í þeim tilfellum sem hægt er.

Fólk sem grunar að það sé með einkenni Covid-19 ætti alls ekki að koma á heilsugæslu, heldur hringja í 422-0500, bóka símatíma á Heilsuveru (www.heilsuvera.is), hringja í vaktsímann 1700, eða nýta sér netspjallið á Heilsuveru.

Ef fólk með kvefeinkenni kemur á heilsugæsluna, fær það maska á meðan dvöl þess á HSS stendur.

---

Vinsamlega athugið að öllum skoðunum í 2 ½ árs skoðanir og 4 ára skoðanir hjá Ung- og smábarnavernd HSS hefur verið frestað, og sömuleiðis hjá þeim sem eiga bókað í 10 mánaða skoðanir næstu fimm vikurnar. Síðastnefndi hópurinn mun fá tíma í 12 mánaða skoðun.

Þá verður tímum í 12 mánaða skoðun einnig frestað og munu aðstandendur þeirra fá skilaboð í gegnum Heilsuveru.is.

8 mánaða skoðanir munu haldast.

Ef foreldrar hafa áhyggjur þá er velkomið að hafa samband við HSS í síma 422-0500.

Þau sem eiga bókaðan tíma og eru að mæta, eru vinsamlega beðin um að aðeins annað foreldrið fylgi barninu í skoðun og að þau bíði í bíl sínum hér fyrir utan, en ekki inni á biðstofu, eftir að við hringjum þegar komið er að þeim í skoðun.

Vefbókanlegir símatímar í Covid-19 ráðgjöf

Heilsuvera

Athygli er vakin á því að nú hefur verið opnað fyrir vefbókanir á símatímum í ráðgjöf heilsugæslu HSS vegna Covid-19.

Þið farið inn á www.heilsuvera.is, skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum, veljið "tímabókun", "Bóka tíma", veljið úr listanum "Bráðamóttaka: Covid-19" og svo þá tímasetningu sem ykkur hentar.

Fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar í Grindavík á að velja "Covid-19: Hjúkrunarfræðingur GRI".

Lungnabólgubóluefni ekki til á HSS

Pneumoccocal pneumonia 700Bóluefni gegn lungnabólgu er ekki til á HSS núna, vegna mikillar eftirspurnar.

*ATH* Mikilvægt er að hafa í huga að þessi bólusetning hefur ekki áhrif á hvort viðkomandi smitast af covid-19 eða fær lungnabólgu í kjölfar sýkingar af covid-19.

Bóluefnið er ekki fáanlegt hjá birgjum okkar og er ekki væntanlegt fyrr til landsins fyrr en í lok marsmánaðar.

Við munum láta vita hér á Facebook-síðu HSS þegar við getum aftur boðið upp á þessa bólusetningu.

Covid-19: Breytt þjónusta á HSS (also in English, także po Polsku)

tilkynning covid2

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík og Grindavík gera talsverðar breytingar á almennri móttöku og vaktþjónustu og efla fjarþjónustu.
 
Tímabundið er almennri móttöku lokað og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt, auk þess sem tímum í sykursýkismóttöku og til háls-, nef- og eyrnalækna mun verða aflýst.

Haft verður samband við alla þá sem eiga bókaða tíma og reynt að leysa erindið símleiðis ef mögulegt er.

Þetta er gert til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.

Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112. Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.

Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is

Símsvörun á HSS er allan daginn 8-20 og um helgar 10-20. Öllum skjólstæðingum verður vísað í símatíma hjá fagfólki.

Ungbarnavernd og mæðravernd verður áfram en tímar ef til vill færðir. Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.

Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is, www.heilsuvera.is og www.heilsugaeslan.is 

ENGLISH

Due to the Covid-19 epidemic, there will be some changes in the services rendered by HSS, aimed at increasing telephone- and online-counselling.

To limit the risk of infection, for both professionals and the public, all regular appointments will be cancelled for the time-being and resolved via telephone. All those who have an appointment will be contacted by health-care professionals.

After-hours services will also be affected. Please contact us at 422-0500 or book a telephone appointment online at www.heilsuvera.is - In case of an emercency, please call 112.

Telephone-services are open from 8:00 to 20:00 weekdays and 10:00-20:00 on weekends. All calls will be answered by health-care professionals.

More information on the Covid-19 epidemic can be found at www.covid.is, www.heilsuvera.is and www.heilsugaeslan.is

PO POLSKU

W związku z epidemią Covid-19 wprowadzane będą pewne zmiany w usługach świadczonych przez HSS, mające na celu zwiększenie doradztwa telefonicznego i internetowego.

Aby ograniczyć ryzyko infekcji, zarówno dla profesjonalistów, jak i społeczeństwa, wszystkie regularne spotkania zostaną na jakiś czas anulowane i rozwiązane telefonicznie. Z osobami, które umówią się na spotkanie, skontaktują się pracownicy służby zdrowia.

Wpłynie to również na usługi po godzinach. Skontaktuj się z nami pod numerem 422-0500 lub zarezerwuj wizytę telefoniczną online na stronie www.heilsuvera.is - W nagłych przypadkach zadzwoń pod numer 112.

Usługi telefoniczne są czynne od 8:00 do 20:00 w dni powszednie i 10: 00-20: 00 w weekendy. Wszystkie połączenia będą odbierane przez pracowników służby zdrowia.

Więcej informacji na temat epidemii Covid-19 można znaleźć na stronach www.covid.is, www.heilsuvera.is i www.heilsugaeslan.is
Subscribe to this RSS feed