Opnað fyrir heimsóknir á D-deild og aðstandanda á Ljósmæðravakt

ljosmaedravakt2020Í kjölfar tilslakana á aðgerðum vegna sóttvarna í samfélaginu eru nokkrar breytingar á sjúkradeild HSS (D-deild) og á þjónustu ljósmæðravaktarinnar frá og með mánudeginum 18. maí. Sjá nánar hér að neðan.

LJÓSMÆÐRAVAKTIN

Konur sem eiga bókaðan tíma í mæðravernd eða ómskoðun mega hafa aðstandanda með sér í skoðun.

Aðstandandi má vera með konu í fæðingu og á sængurstofu eftir fæðingu. Aðrar heimsóknir eru þó ekki leyfðar.

D-DEILD
Heimsóknir á deildina verða leyfðar á milli kl 18-20 með ákveðnum skilyrðum:
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma í s. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma
• Tveggja metra nándarmörkum er aflétt milli gesta og sjúklings sem þeir vitja en eru í gildi milli gesta og annarra sjúklinga á deildinni.

*ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

ATHUGIÐ:
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur grillaði fyrir framlínufólkið

KEF borgarar 2020Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mætti í portið hjá HSS í dag og grillaði hamborgara í vorblíðunni fyrir starfsfólk stofnunarinnar, sem og Lögreglunnar á Suðurnesjum og Brunavarna Suðurnesja. Um var að ræða þakklætisvott fyrir frammistöðu framlínufólks í Covid-faraldrinum.

Starfsfólk HSS þakkar innilega fyrir bragðgóða borgara, og ekki síður fyrir stuðninginn í samfélaginu hér Suður með sjó.

Á Facebooksíðu HSS má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í dag, flestar af Ólafi Guðmundssyni yfirmatreiðslumanni á HSS.

Fyrirkomulag á HSS eftir tilslakanir

HSS inngangurnottÞar sem breytingar hafa verið gerðar á samkomubanni vegna kóróna-veirunnar er rétt að taka fram að litlar breytingar verða á starfsemi HSS fyrst um sinn.

• Áfram verður heimsóknarbann á legudeildum HSS fyrir utan vægar tilslakanir í Víðihlíð.

• Áfram mun verða forgangsraðað í tíma á heilsugæslunni. Hjúkrunarmóttaka, sykursýkismóttakan og geðteymin hafa opnað að einhverju leyti fyrir aðkallandi erindi. Upplýsingar og símatímabókanir eru í síma 422-0500.

• Á læknavaktinni verður bókað í tíma fyrirfram í stað þess að skjólstæðingar mæti og bíði eftir lausum tíma. Tímar eru virka daga frá 15.30 til 20 og er tekið á móti beiðnum um tímabókanir samdægurs, í síma 422-0500, frá kl. 8.00. ATH að enn um sinn er forgangsraðað í viðtöl á læknavaktina.

• Dregið verður úr hlífðargrímunotkun í biðstofum HSS og einungis þeir skjólstæðingar sem eru með öndunarfæraeinkenni fá hlífðargrímur.

• Ungbarnavernd fer að mestu leyti í fyrra horf en áfram er aðeins gert ráð fyrir að eitt foreldri komi með barni í skoðun.
• Þjónusta í mæðravernd og á ljósmæðravakt verður með svipuðu sniði.

• Sýnatökur vegna COVID-19 verða þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hægt er að bóka símatíma í ráðgjöf þessa daga á heilsuvera.is eða í síma 422-0500.

Loks má minna alla á að viðhalda varúðarrástöfunum, til dæmis tveggja metra fjarlægðartakmörkunum og handþvotti.

Kvenfélagskonur gáfu heilsugæslunni heyrnarmælingatæki

heyrnarmaeling2020HSS fékk góða gjöf á dögunum þegar Kvenfélagið í Njarðvík færði heilsugæslunni nýtt heyrnarmælingatæki.

Gjöfin kemur sér afar vel, þar sem tækið er góð uppfærsla frá fyrirrennara þess, sem hefur þó þjónað heilsugæslunni og skjólstæðingum vel í gegnum árin.

Starfsfólk og stjórnendur HSS kunna kvenfélagskonum sérdeilis góðar þakkir fyrir stuðninginn og hlýhuginn.

Höfðingleg gjöf frá jógakennurum

JogasysturHSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá systrunum og jógakennurunum Elínu Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætrum.

Þær héldu nýlega netnámskeið þar sem þær ánöfnuðu HSS 60% af námskeiðagjöldum til uppsetningar á einangrunar- og sóttvarnarherbergi á bráðamóttöku HSS.

Alls söfnuðust heilar 278.400 krónur sem munu koma að afar góðum notum við að útbúa aðstöðuna sem verður vonandi sem fyrst.

Starfsfólk og stjórnendur HSS þakka þeim systrum innilega fyrir framlagið og hlýhuginn sem því fylgir, að ógleymdum þeim sem tóku þátt í námskeiðinu hjá þeim.
(Mynd/Víkurfréttir)

Slysa- og bráðamóttaka fékk súrefnismettunarmæla frá Starfsmannafélagi Suðurnesja

Slyso o2maelarSlysa- og bráðamóttöku HSS barst góð gjöf í dag þegar Starfsmannafélag Suðurnesja afhenti Ástu Kristbjörgu Bjarnadóttur deildarstjóra, tvo nýja súrefnismettunarmæla.

Um er að ræða afar mikilvæg tæki, sérstaklega í ástandinu sem nú ríkir, og vil starfsfólk og stjórnendur HSS þakka Starfsmannafélaginu innilega fyrir þennan stuðning og ekki síst fyrir þann hlýhug sem býr að baki.

Opnunartími HSS yfir páskana

paskatreHSS

Athygli er vakin á því að COVID-móttakan á HSS verður opin á morgun, skírdag, laugardag og annan í páskum. Hægt er að vefbóka símtöl í ráðgjöf samdægurs (símsvörun hefst kl 10), og sýnataka fer fram alla þrjá dagana.

Frekari upplýsingar má fá í símum 422-0500 og 1700.

Föstudaginn langa og páskadag verður heilsugæsluvaktin opin á milli 10 og 16. Vegna aðgangstakmarkana og forgangsröðunar er fólk beðið að hringja á undan sér í síma 422-0500.

Slysa- og bráðamóttaka HSS er, sem fyrr, opin allan sólarhringinn.

Símaviðtöl við sálfræðinga vegna COVID-19 kvíða

Athygli er vakin á því að þau sem eru sérstaklega áhyggjufull eða kvíðin vegna COVID-19 geta héðan í frá fengið símaviðtal við geðheilbrigðisstarfsmann á HSS.

Hringdu í síma 422-0500  til að bóka 20 mínútna símaviðtal við geðheilbrigðisstarfsmann. Það verður hringt í þig samdægurs, innan dagvinnutíma,  eins fljótt og unnt er.  Athugið að símtal frá geðþjónustu HSS birtist sem leyninúmer í símanum þínum.

Kvíði og streita vegna COVID-19

Það er eðlilegt að finna til kvíða, óróleika eða streitu nú þegar COVID-19 herjar á okkur. Það er þó mikilvægt að halda ró sinni og anda rólega.

Kvíði er mikilvæg og eðlileg tilfinning. Hann er gagnlegur því hann hvetur okkur til að fara varlega, t.d. þvo okkur um hendur.

Það er ýmislegt sem við getum gert til að ráða betur við kvíða og streitu. Það er t.d. mikilvægt að vera virk, hugsa um aðra hluti og halda áfram að lifa sem eðlilegustu lífi.

Hvað get ég gert?

  • Minnkaðu áhyggjur með því að takmarka þann tíma sem þú fylgist með fréttum sem valda þér óróleika eða kvíða
  • Talaðu við einhvern sem þú treystir um hvernig þér líður
  • Vertu í góðum samskiptum við þína nánustu heima eða fjölskyldu og vini í síma eða tölvu
  • Hreyfðu þig, farðu t.d. út að ganga eða gerðu æfingar innandyra
  • Hafðu eitthvað fyrir stafni ef þú þarft að vera inni við, haltu áfram að lifa heilsusamlega
  • Gættu þess að fá góða næringu og nægan svefn
  • Skoðaðu hvað þú hefur gert áður til að takast á við erfiðleika og notaðu þær aðferðir til að ráða við tilfinningar þínar núna
  • Leitaðu þér upplýsinga frá áreiðanlegum aðilum um áhættu og hvernig þú getur varið þig og aðra sem best t.d. á vefnum covid.is
  • Ef þér finnst kvíði eða óróleiki vera óbærilegur hafðu þá samband við heilsugæsluna og pantaðu tíma hjá geðheilbrigðisstarfsmanni

Breytingar hjá Hjúkrunarmóttöku og Ung- og smábarnavernd HSS

Varðandi þjónustuna í hjúkrunarmóttöku og ung- og smábarnavernd heilsugæslu HSS þessa dagana er rétt að taka eftirfarandi fram:

Vegna smithættu er nú reynt að fækka komum á hjúkrunarmóttöku og mál leyst með símatímum í þeim tilfellum sem hægt er.

Fólk sem grunar að það sé með einkenni Covid-19 ætti alls ekki að koma á heilsugæslu, heldur hringja í 422-0500, bóka símatíma á Heilsuveru (www.heilsuvera.is), hringja í vaktsímann 1700, eða nýta sér netspjallið á Heilsuveru.

Ef fólk með kvefeinkenni kemur á heilsugæsluna, fær það maska á meðan dvöl þess á HSS stendur.

---

Vinsamlega athugið að öllum skoðunum í 2 ½ árs skoðanir og 4 ára skoðanir hjá Ung- og smábarnavernd HSS hefur verið frestað, og sömuleiðis hjá þeim sem eiga bókað í 10 mánaða skoðanir næstu fimm vikurnar. Síðastnefndi hópurinn mun fá tíma í 12 mánaða skoðun.

Þá verður tímum í 12 mánaða skoðun einnig frestað og munu aðstandendur þeirra fá skilaboð í gegnum Heilsuveru.is.

8 mánaða skoðanir munu haldast.

Ef foreldrar hafa áhyggjur þá er velkomið að hafa samband við HSS í síma 422-0500.

Þau sem eiga bókaðan tíma og eru að mæta, eru vinsamlega beðin um að aðeins annað foreldrið fylgi barninu í skoðun og að þau bíði í bíl sínum hér fyrir utan, en ekki inni á biðstofu, eftir að við hringjum þegar komið er að þeim í skoðun.

Vefbókanlegir símatímar í Covid-19 ráðgjöf

Heilsuvera

Athygli er vakin á því að nú hefur verið opnað fyrir vefbókanir á símatímum í ráðgjöf heilsugæslu HSS vegna Covid-19.

Þið farið inn á www.heilsuvera.is, skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum, veljið "tímabókun", "Bóka tíma", veljið úr listanum "Bráðamóttaka: Covid-19" og svo þá tímasetningu sem ykkur hentar.

Fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar í Grindavík á að velja "Covid-19: Hjúkrunarfræðingur GRI".

Subscribe to this RSS feed