Niðurstöður þjónustukönnunar fyrir HSS: Ýmis tækifæri þrátt fyrir erfiða stöðu

MinnismerkiViðhorf þeirra sem þiggja heilbrigðisþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er almennt jákvætt þegar horft er til einstakra deilda og þjónustuþátta, en er síður jákvætt þegar horft er til stofnunarinnar í heild. 

Þetta kemur fram í niðurstöðum þjónustukönnunar sem Capacent gerði fyrir HSS fyrr í vetur, en Halldór Jónsson forstjóri kynnti niðurstöðurnar á starfsmannafundi fyrir helgi.

Alls tóku 837 þjónustuþegar á Suðurnesjum þátt í könnuninni sem var framkvæmd með netkönnun og með úthringingum. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 75 ára og skiptust hlutfallslega jafnt eftir kynjum, aldri og búsetu. Ekki var marktækur munur á svörum þegar litið var til þeirra þátta.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að þátttakendur voru fyrst spurðir að ánægju með þjónustu HSS í heild. Þar var réttur helmingur sem var óánægður eða mjög óánægður með þjónustuna og meðaleinkunn var 2,57 af 5 mögulegum.

Eftir það var spurt um einstaka þjónustuþætti, sem fengu allir hærri meðaleinkunn meðal þátttakenda.

Læknavaktin síðdegis og um helgar var næstlægst með 2,86 í meðaleinkunn og almenn móttaka heilsugæslulækna á dagtíma kom þar á eftir með 3,19. Aðrar deildir og þjónustuþættir fengu betri útkomu. Ungabarnavernd skoraði hæst með 4,55 af 5 mögulegum og þar á eftir komu sykursýkismóttakan með 4,53, ljósmæðravaktin með 4,32 og hjúkrunarmóttaka með 4,30. 

Þjónustuþáttur Meðalskor
Ungbarnavernd 4,55
Sykursýkismóttaka 4,53
Ljósmæðravakt 4,32
Hjúkrunarmóttaka 4,30
Sérfræðilæknar 4,29
Rannsóknir 4,25
Heimahjúkrun 4,22
Röntgenmyndataka 3,94
Skólaheilsugæsla 3,90
Hjúkrunardeild í Víðihlíð 3,81
Dagdeild 3,74
Hvíld og endurhæfing 3,63
Sálfélagsleg þjónusta 3,62
Afgreiðslan í móttökunni 3,55
Sjúkradeild 3,42
Slysa- og bráðamóttaka 3,34
Afgreiðslan í aðalsíma HSS 3,22
Læknar á heilsugæslunni á dagtíma 3,19
Læknavaktin 2,86
Heildaránægja með HSS 2,57

Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir að þrátt fyrir að niðurstaðan sé vissulega ekki eins góð og æskilegt væri, sé þar fátt sem komi í raun á óvart. Þeir þjónustuþættir sem fá lægstu einkunn, eru einmitt þeir sem flestir nota, þ.e. læknavaktin, móttaka lækna á dagvinnutíma og slysa- og bráðamóttakan.

„Við höfum skynjað ákveðna óánægju með gang mála, en það helst í hendur að þar sem ekki tekst að uppfylla þörf íbúanna fyrir þjónustu verða til biðlistar og í sumum tilvikum of langir.“

Halldór segir að vandinn felist bæði í mannafla og aðstöðu, en misvel hefur gengið að manna stöður hjúkrunarfræðinga og lækna við stofnunina síðustu misseri auk þess sem húsnæði heilsugæslunnar uppfylli ekki kröfur. Fólksfjölgun hér á svæðinu hafi verið fordæmalaus og þrátt fyrir að viðbótarfjárveitingar hafi borist, hafi þær ekki reynst nægilegar.

Fólksfjölgun 2011-2019
Suðurnes 29%
Suðurland 15%
Höfuðborgarsvæði 13%
Vesturland 7%
Norðurland eystra 6%
Austurland 5%
Vestfirðir -1%
Norðurland vestra -2%

„Það má hins vegar ekki gleyma því að við komum í flestum tilvikum þokkalega vel út þegar spurt er um einstaka þjónustuþætti. Það sem vekur kannski helst athygli er að allir þjónustuþættir sem spurt er um, eru hærra metnir en ánægja með stofnunina í heild, sem segir okkur að við séum einnig að eiga við ákveðinn ímyndarvanda, en við honum verður líka að bregðast.“

Halldór segir að niðurstöður könnunarinnar muni verða nýttar til að bregðast við og bæta þjónustuna. Það verði meðal annars gert með því að meta ferla og framkvæmd þjónustunnar. Hér séu ýmis tækifæri þrátt fyrir erfiða stöðu.

„Við þurfum að styrkja og bæta aðstöðu okkar, bæði húsnæði, tæki og búnað og mannafla, þannig að það verði mögulegt að bjóða öllum íbúum svæðisins alla grunnheilbrigðisþjónustu á svæðinu á réttum tíma.“

„Það sem mér finnst hins vegar vera mikilvægast í þessum niðurstöðum er að þegar horft er til athugasemda frá þátttakendum í könnuninni, skín í gegn að viðhorf gagnvart starfsfólki HSS er almennt jákvætt. Okkar skjólstæðingar skynja að hér á HSS er gott starfsfólk sem gerir sitt besta, oft við krefjandi aðstæður. Á því byggjum við og vonumst til að gera enn betur.“

Um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur um tæplega 65 ára skeið þjónað Suðurnesjum og nágrenni þar sem nú búa rúmlega 27.000 manns. Auk þess er Keflavíkurflugvöllur og Flugstöð Leifs Eiríkssonar innan þjónustusvæðis stofnunarinnar en þar höfðu hátt í tíu milljónir farþega viðkomu á síðasta ári.

Í könnuninni voru þátttakendur jafnframt spurðir hvort þeir hafi sótt heilbrigðisþjónustu annað en á HSS. Um fimmtungur svarenda sagðist nær eingöngu nýta sér heilbrigðisþjónustu annarsstaðar. Um helmingur þess hóps sagði að það væri vegna þess að þau töldu sig fá betri þjónustu annars staðar, en aðrir báru því meðal annars við að þjónusta sem þau leituðu sér væri ekki til staðar á HSS eða að það hentaði þeim einfaldlega betur að sækja þjónustu annað vegna atvinnu eða annarra þátta.

Laus staða yfirlæknis á sjúkrasviði

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða yfirlækni til starfa á sjúkrasviði. Starfið felst í stjórnun og stýringu sjúkradeildar hjá HSS. Yfirlæknir sinnir einnig almennri vinnu á sjúkradeild og móttöku sjúklinga á göngudeild. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 27.000 manns.

Helstu verkefni og ábyrgð
Læknar á sjúkrasviði starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar. 

Hæfnikröfur
Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum
Góð stjórnunarreynsla og skipulagshæfileikar
Færni í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að umsækjandi hafi einnig sérfræðileyfi í undirsérgrein og talsverða reynslu af störfum við almennar lyflækningar. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða mðe því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Fjölnir Freyr Guðmundsson - hss@hss.is - 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Gleðilegt nýtt ár - uppfærð gjaldskrá

Starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óska íbúum Suðurnesja gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir hið liðna.

Rétt er að minna á að hinn 1. janúar tók gildi ný reglugerð um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu. 


 

 

Meðal helstu breytinga má nefna:

Eldri borgarar og öryrkjar greiða ekki fyrir komugjöld á heilsugæslu.

Hámarksgreiðsla fyrir almenna hækkar í 26.100 kr og fyrir aldraða, öryrkja og börn í 17.400 kr.
• Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa greiða almennir 6.700 kr. og aldraðir og öryrkjar 4.400 kr.
• Fyrir komu og endurkomu á dagdeild sjúkrahúsa greiða almennir 3.700 kr. og aldraðir og öryrkjar 2.400 kr.
• Fyrir rannsóknir greiða almennir 2.700 kr., aldraðir og öryrkjar 1.800 kr. og börn án tilvísunar 1.800 kr.

Gjaldskrá HSS

Ljósmæðravaktin fékk góða gjöf frá Marel

vog Marel

Ljósmæðravakt HSS barst góð gjöf á dögunum þegar fulltúar frá Marel mættu færandi hendi með tvær ungbarnavogir sem fyrirtækið framleiðir.

Tækin eru hin glæsilegustu og hafa þegar verið tekin í notkun eins og myndin af þessum skjólstæðingi ljósmæðravaktarinnar sýnir.

vog Marel1

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Þórarinn Kristjánsson afhenti gjöfina góðu frá Marel.

 

 

 

 

Laus staða í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík.
Um er að ræða vaktavinnu 2-2-3 og er vinnutíminn frá kl. 8-15.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmenn í eldhúsi taka á móti aðsendum mat, framreiða og ganga frá eftir þörfum. Þeir sjá einnig um umsjón með býtibúrum.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa hlýtt viðmót og vera jákvæður
Vera góður í mannlegum samskiptum
Hafa reynslu af áþekkum störfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 60%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg R Þórðardóttir - ingibjorgthordar@hss.is - 422 0700 / 894 3774

Sækja um stöðuna

Lausar stöður sjúkraliða í Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstörf og tímabundin störf, unnið er í vaktavinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi kostur
Faglegur metnaður og vandvirkni
Jákvætt og hlýtt viðmót
Sjálfstæð vinnubrögð
Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf
Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf. Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 90%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2019


Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg R Þórðardóttir - ingibjorgthordar@hss.is - 422-0700 / 894-3774

Sækja um stöðuna

Laus staða sjúkraliða á heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna skjólstæðingum og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Helstu störf eru: lífsmarkamælingar, hjartalínurit, öndunarpróf, heyrnarmælinga og ýmis önnur verkefni. Góð samvinna er við sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu og á öðrum deildum stofnunarinnar. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 40 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg S Steindórsdóttir - ingibj@hss.is - 422-0500

Sækja um stöðuna

Laus tímabundin staða deildarstjóra skólaheilsugæslu í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í deildastjórastöðu tímabundið í 12 mánuði við skólaheilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 1. mars 2019 eða eftir samkomulagi.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Deildastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Deildarstjóri er leiðandi í starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni 
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Góð hæfni og geta til samvinnu/teymisvinnu
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Laufey Sæunn Birgisdóttir - laufey@hss.is - 422 0764 / 860 0193

Sækja um stöðuna

HSS fékk nýtt ómskoðunartæki að gjöf

 
Nýja ómtækið er greiningartæki sem notað er til að greina meinsemdir í innri kynfærum kvenna og til að fylgjast með fósturmyndun og fósturþroska á meðgöngu.
 
Krabbameinsfélag Suðurnesja hafði frumkvæði af því að gefa tækið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, leitaði til félagsins. Krabbameinsfélagið leitaði svo áfram til Lions- og Lionessuklúbbanna á Suðurnesjum, Oddfellowstúkunnar Jóns forseta og Rótarýklúbbs Keflavíkur undir þeim formerkjum að „margt smátt gerir eitt stórt“.
 
Einn af stærstu bakhjörlum Krabbameinsfélags Suðurnesja í gjöfinni er svo Sigurður Wium Árnason sem á dögunum  færði félaginu tvær milljónir króna að gjöf til minn­ing­ar um konu hans, Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson, sem bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum.
 
Stjórnendur og starfsfólk HSS kunna öllum sem að gjöfinni koma að sjálfsögðu bestu þakkir. Stuðningur einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja á Suðurnesjum í stóru sem smáu er sannarlega verðmætur.
 
Mynd er af vef Víkurfrétta
Subscribe to this RSS feed