Laus staða sjúkraliða á heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna skjólstæðingum og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Helstu störf eru: lífsmarkamælingar, hjartalínurit, öndunarpróf, heyrnarmælinga og ýmis önnur verkefni. Góð samvinna er við sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu og á öðrum deildum stofnunarinnar. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 40 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg S Steindórsdóttir - ingibj@hss.is - 422-0500

Sækja um stöðuna

Laus tímabundin staða deildarstjóra skólaheilsugæslu í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í deildastjórastöðu tímabundið í 12 mánuði við skólaheilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 1. mars 2019 eða eftir samkomulagi.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Deildastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Deildarstjóri er leiðandi í starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni 
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Góð hæfni og geta til samvinnu/teymisvinnu
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Laufey Sæunn Birgisdóttir - laufey@hss.is - 422 0764 / 860 0193

Sækja um stöðuna

HSS fékk nýtt ómskoðunartæki að gjöf

 
Nýja ómtækið er greiningartæki sem notað er til að greina meinsemdir í innri kynfærum kvenna og til að fylgjast með fósturmyndun og fósturþroska á meðgöngu.
 
Krabbameinsfélag Suðurnesja hafði frumkvæði af því að gefa tækið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, leitaði til félagsins. Krabbameinsfélagið leitaði svo áfram til Lions- og Lionessuklúbbanna á Suðurnesjum, Oddfellowstúkunnar Jóns forseta og Rótarýklúbbs Keflavíkur undir þeim formerkjum að „margt smátt gerir eitt stórt“.
 
Einn af stærstu bakhjörlum Krabbameinsfélags Suðurnesja í gjöfinni er svo Sigurður Wium Árnason sem á dögunum  færði félaginu tvær milljónir króna að gjöf til minn­ing­ar um konu hans, Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson, sem bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum.
 
Stjórnendur og starfsfólk HSS kunna öllum sem að gjöfinni koma að sjálfsögðu bestu þakkir. Stuðningur einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja á Suðurnesjum í stóru sem smáu er sannarlega verðmætur.
 
Mynd er af vef Víkurfrétta

Allir geta gefið líf – Lög um líffæragjafir breytast um áramót

Tímamót verða á Íslandi um áramót þegar breytingar á lögum um líffæragjafir taka gildi. Með því verða einstaklingar sjálfkrafa gefendur líffæra.

Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki vera sjálfkrafa líffæragjafar eftir lagabreytinguna geta skráð afstöðu sína á vef landlæknis eða á „Mínum síðum“ á heilsuvera.is. Heilsugæslulæknar geta svo aðstoðað þá sem ekki nota tölvu eða stunda tölvusamskipti við að gera ráðstafanir í þessum efnum, að því er fram kemur í frétt á vef embættis landlæknis. Nánari upplýsingar má finna hér á vef Landlæknis.

Embættið hefur nú, í tilefni af breytingunum, hafið fundaröð um landið þar sem hitt er á starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.

Árlega þurfa 25-30 Íslendingar líffæraígræðslu

Árlega þarfnast 25-30 sjúklingar líffæraígræðslu á Íslandi og þeim fer fjölgandi að því er segir í fyrrnefndri grein. þegar eru fjarlægð úr látnu fólki og grædd í sjúklinga sem búa við að líffæri þeirra séu alvarlega biluð og starfi takmarkað eða alls ekki.  

Líffærin sem fjarlægð eru úr látnu fólki, t.a.m. hjörtu, lungu, lifur, nýru, bris eða þarmar eru flutt frá Íslandi til Svíþjóðar og grædd í sjúklinga á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Algengt er að ígrædd nýru komi frá lifandi gjöfum, oftast nánum ættingjum sjúklinga. Nýrnaaðgerðir eiga sér líka stað á Landspítala.

Einn getur gefið sex manns líf

Spánverjar eru allra þjóða duglegastir að gefa líffæri, en Íslendingar standa sig líka vel að þessu leyti og fóru meira að segja upp fyrir Spánverja á heimslista líffæragjafa árið 2015.

Alls hafa um hundrað manns á Íslandi gefið líffæri frá því að líffæragjafir hófust árið 1993 og því hafa vel yfir 350 manns notið góðs af líffæragjöf, því líffæri eins gjafa geta komið allt að sex manns til góða.

Alþjóðlegt samstarf er um líffæragjafir og líffæramiðlun. Líffæri Íslendinga bjarga mannslífum annarra Íslendinga en þau geta líka bjargað lífi þurfandi fólks annars staðar á Norðurlöndum og dæmi eru um að íslensk líffæri hafi verið grædd í fólk í Þýskalandi og Bretlandi. Á sama hátt bjarga líffæri útlendinga lífum Íslendinga.

Yngsti gjafinn nokkurra mánaða, sá elsti 85 ára

Í greininni á vef Landæknisembættisins kemur fram að á nýafstöðnum kynningarfundum Bæði á Sauðárkróki og Akureyri var spurt um hvort aldur líffæragjafa skipti ekki máli. Svarið er að svo er bara alls ekki.

Yngsti líffæragjafinn á Íslandi var nokkurra mánaða gamalt barn en sá elsti 85 ára. Raunar kom fram á fundunum að nýru og lungu úr börnum séu grædd í fullorðið fólk með ágætum árangri.

Allir geta þannig gefið líf.

Færði Ljósmæðravaktinni ilmolíulampa að gjöf


Erlingur Jónsson kom færandi hendi á HSS á dögunum og færði Ljósmæðravaktinni tvo ilmolíulampa og ilmolíur að gjöf frá honum og Rúnu úr versluninni Zolo & co sem þau reka.

Kann starfsfólk þeim bestu þakkir fyrir gjöfina, en þau hafa áður komið og gefið deildinni ilmolíulampa.

Heimsótti fæðingarstað sinn á HSS 60 árum síðar

 Mæðgurnar Anne Hemingway og Ellen Beam heimsóttu HSS 60 árum eftir að Anne fæddist þar.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk sannarlega góða heimsókn í gær þegar bandarísku mæðgurnar Anne Hemingway og Ellen Beam litu stuttlega við.

Svo skemmtilega vill til að réttum 60 árum áður, hinn 15. nóvember árið 1958 lenti flugvél TWA með Ellen og Gordon, eiginmann hennar, innanborðs þar eð Ellen, sem var gengin átta mánuði með sitt fyrsta barn, hafði misst vatnið. Þau voru flutt í hendingskasti niður á Sjúkrahús Keflavíkur, eins og það hét þá, þar sem Anne kom í heiminn.

Eftir vikulanga sængurlegu hélt fjölskyldan aftur heim á leið vestur um haf, en nú eru þær komnar aftur á fornar slóðir, á sextugsafmæli Anne.

 EllenBeam 3
Ellen og Anne hittu meðal annara Jónínu Birgisdóttur, deildarstjóra Ljósmæðravaktar HSS. Hér eru þær saman í herberginu þar sem Anne fæddist, 60 árum áður.

Ellen, sem er nú 89 ára, mundi að sjálfsögðu vel eftir atburðum og þrátt fyrir að húsnæðið í gömlu byggingu HSS hafi breyst mikið í gegnum tíðina, rann hún á það herbergi sem hún lá á þessum tíma. Þar er nú röntgendeild HSS staðsett.

„Ég var á jarðhæð og horfði út um gluggann á börn að leik,“ sagði Ellen og hefur eflaust horft út að Barnaskólanum í Keflavík, sem nú er Myllubakkaskóli.

Saga hennar þennan dag var næstum reyfarakennd. Þau hjónin höfðu verið á ferðalagi um Evrópu og hún átti ekki von á sér fyr en mánuði seinna. Skömmu eftir að vélin fór í loftið frá París fór hins vegar allt að gerast. Hún tók sóttina en sökum slæms skyggnis gat vélin hvorki snúið við eða lent á Bretlandseyjum.

„Svo var eins og opnaðist niður í gegnum skýin fyrir ofan Keflavík,“ rifjaði Ellen upp, og flugvélinni var lent þar og stefnan tekin á sjúkrahúsið, sem hafði verið stofnað einungis fjórum árum áður. Á leiðinni niður eftir varð svo bíllinn sem þau voru í bensínlaus, en sem betur fer gerðist það nálægt bensínstöð þannig að þau voru fljót að dæla á og koma sér á spítalann.

„Það var eins og Guð hafi bara ætlað okkur að komast hingað og eignast barnið,“ sagði Ellen.

Þegar þangað var komið tóku tvær konur á móti Ellen, önnur þeirra var ljósmóðirin Ásta Hermannsdóttir.

„Mér leist nú ekki á að það væri enginn læknir þarna inni hjá okkur, en Gordon, maðurinn minn, samdi við lækninn um að þeir væru í dyragættinni þar sem ég sæi til þeirra. Svo voru þær alveg yndislegar og allt gekk svo vel,“ sagði Ellen sem eignaðist þarna hana Anne sína, sem var spræk og hraust þrátt fyrir að vera smávaxin, enda fæddist hún mánuði fyrir tímann eins og fyrr segir.

Ellen og Anne lágu inni í eina viku eftir fæðinguna, en eftir það hélt litla fjölskyldan heim. Ævintýrið þeirra hafði þó komist í fréttirnar bæði hér heima og vestanhafs.

Á meðan heimsókninni stóð í gær hittu þær mæðgur Halldór Jónsson forstjóra HSS og Jónína Birgisdóttir deildarstjóri ljósmæðravaktar fylgdi þeim um salarkynnin.

Sérstaklega þótti þeim þó ánægjulegt að hitta Sólveigu Þórðardóttur, sem starfaði hjá HSS um áratugaskeið, frá árinu 1956 allt fram til ársloka 2010.

 EllenBeam 1
 Mæðgurnar höfðu sérstaka ánægju af því að hitta Sólveigu Þórðardóttur, sem vann á Sjúkrahúsinu í Keflavík og HSS um áratugaskeið. Hún sagði mæðgunum frá starfseminni á sjúkrahúsinu um það leyti sem Anne fæddist þar.

Sólveig, sem var lengst af deildarstjóri fæðingadeildarinnar var sjálf ekki viðstödd fæðingu Anne, en gat meðal annars borið kennsl á starfsfólk sem var á ljósmyndum sem mæðgurnar höfðu með sér, og sagt frá starfseminni þessi fyrstu ár Sjúkrahússins.

Þegar Sólveig spurði Ellen um hvort henni hafi liðið illa eftir fæðinguna, verandi svo langt að heiman þar sem þau þekktu engan, þvertók Ellen fyrir það. Dvölin hafi verið yndisleg.

Hún hafi kynnst íslenskri konu sem átti barn sjúkrahúsinu á sama tíma. Sú átti amerískan mann ofan af herstöð, sem útvegaði Gordon svefnstað og Ellen fékk hjá þeim útvarp til að hlusta á tónlist og þess háttar.

Ellen og Anne voru sammála um að heimsóknin hafi haft mikil áhrif á þær og voru afar þakklátar fyrir móttökurnar sem þær fengu.

„Okkur fannst eins og við þyrftum að koma hingað,“ sagði Ellen. „Við eigum merkilega sögu sem okkur fannst við þurfa að segja.“

Starfsfólk HSS þakkaði þeim einnig fyrir yndislega heimsókn og bauð þær velkomnar aftur hvenær sem er.

Inflúensubólusetningar enn í fullum gangi á HSS

vaccin anti grippe

Íbúar Suðurnesja eru minntir á að enn er verið að bólusetja fyrir inflúensu á hjúkrunarmóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Tímapantanir eru í síma 422-0500.

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga við skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 80%.

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018.

Nánari upplýsingar veitir

Guðfinna Eðvarðsdóttir deildarstjóri skólaheilsugæslu. Tölvupóstur: gudfinna@hss.is. Sími: 860-0167

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku

Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga til umsóknar. Slysa- og bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og er unnið á vöktum.

Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.

Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

 Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúinn í haust. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutföll 20 – 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018   

Nánari upplýsingar veitir

Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á legudeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á legudeild í Reykjanesbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á legudeildinni er 31 rúm og er starfandi fagfólk við deildina um 75 manns. Hlutverk deildarinnar er að sinna almennri og bráðri sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, þar sem lögð er áhersla á að veita bestu mögulega þjónustu.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi Suðurnesja, er um 26.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar. Starfsmenn eru um 300 talsins í tæplega 200 stöðugildum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi vaktavinnustarf. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðmót.
Starfsreynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „laus störf“ eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutföll 20 – 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018   

Nánari upplýsingar veitir

Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri s.422-0500  og s.861 3930 Tölvupóstur: bryndis@hss.is

Subscribe to this RSS feed