Kristjana E. Guðlaugsdóttir nýr starfsmannastjóri á HSS

Kristjana E. Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri hjá HSS.

Kristjana (Jana) kemur til okkar frá Pennanum þar sem hún hefur sinnt starfi launafulltrúa og gjaldkera. Þar áður starfaði hún á skrifstofu Ístaks, í Tosbotn, í Noregi og sinnti þar ýmsum starfsmannamálum, sem og almennum skrifstofustörfum. Hún hefur einnig starfað sem starfsmannastjóri Skólamatar í námsleyfi þáverandi starfsmannastjóra.

Jana hefur lokið BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið skjalfestu námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Þessi misserin sinnir hún mastersnámi við Háskólann á Bifröst og mun útskrifast með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun vorið 2019.

Hún er gift Erlingi J. Leifssyni, byggingaverkfræðingi og býr í Reykjanesbæ.

Við bjóðum Jönu velkomna í hópinn.

Bóluefni fyrir lifrarbólgu A og B komið aftur

vaccin anti grippeAthygli er vakin á því að Twinrix, tvígilt bóluefni við lifrarbólgu A og B, er nú aftur fáanlegt á landinu og því hægt að bóka tíma aftur í ferðamannabólusetningar hjá hjúkrunarmóttöku HSS.

Tímabókanir eru í síma 422-0500 á milli 8 og 16.

Áhrif yfirvinnubanns ljósmæðra – skipulag þjónustu á ljósmæðravakt HSS

MinnismerkiKjaradeila ljósmæðra og ríkisins er verulegt áhyggjuefni stjórnenda og starfsfólks Heilbrigðistofnunar Suðurnesja. Ljóst er að yfirvinnubann Ljósmæðrafélags Íslands mun skapa enn meiri óvissu og óöryggi en nú er, hjá verðandi foreldrum og almennt í samfélaginu. Líkt og áður hefur komið fram hefur skortur á ljósmæðrum í afleysingastöður og fastar stöður valdið því að þjónusta fæðingarhluta ljósmæðravaktar HSS er skert frá og með 6. júlí til og með 6. ágúst 2018. Ljósmæður sinna mæðravernd á dagvinnutíma og göngudeildarþjónustu frá kl 8-22 alla virka daga. Um helgar og helgidaga frá kl 8-22 er ljósmóðir á bakvakt.

Vegna yfirvinnubanns er hætta á að þjónusta ljósmæðra frá 18. júlí til og með 6. ágúst skerðist enn frekar vegna bakvakta og ef ljósmóður vantar á vakt vegna forfalla. Í þeim tilvikum verður sótt um undanþágu frá yfirvinnubanni vegna lágmarksmönnunar og í ljósi þess að þjónusta Landspítala er mikið skert á sama tíma.

Allar verðandi mæður og feður fá upplýsingar um fyrirkomulag þjónustunnar með góðum fyrirvara, sér í lagi þær sem eru gengnar 35 vikur og meira.

Frá og með 7. ágúst var áætlað að halda úti venjubundinni þjónustu á ljósmæðravakt HSS en vegna sumarfría og manneklu vantar ennþá á fjölmargar vaktir út ágúst sem manna átti með aukavöktum.. Ljósmóðir er á vakt frá kl 16-08 alla daga. Ef til veikinda kemur á þeim tíma verður reynt að fá undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra að öðrum kosti verður að loka deildinni þann tíma sem ekki tekst að manna hana og vísa mæðrum á Landspítalann.

Frá 1. september n.k. hafa 4 ljósmæður sagt starfi sínu lausu á ljósmæðravakt HSS og í mæðravernd heilsugæslu Grindavíkur. Ljóst er að staðan er grafalvarleg þar sem HSS mun ekki geta sinnt fæðingarþjónustu né sængurlegu ef til þessara uppsagna kemur. Við lýsum einnig yfir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem upp er komið á Landspítala sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir  fæðingarþjónustu á landsvísu.

Skortur á ljósmæðrum, læknum og hjúkrunarfræðingum er mikill vandi sem fer vaxandi víða um land. Þann vanda þarf að leysa skipulega með aðstoð ráðamanna því ef ekkert er að gert stefnir í algert óefni sem erfitt verður að vinda ofan af.

Þjónusta HSS við verðandi mæður er nú þegar löskuð vegna manneklu. Yfirvinnubann og uppsagnir ljósmæðranna gætu takmarkað þá þjónustu enn frekar.

Stjórnendur leggja mikla áherslu á það að báðir aðilar sem eiga aðild að deilunni gangi að sáttarborði til að tryggja þjónustuna og koma í veg fyrir flótta fagfólks.

Staða hjúkrunarfræðings við skólaheilsugæslu

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

 

Hæfniskröfur

 

Íslenskt hjúkrunarleyfi

 

Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 

 

Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu

 

Starfsreynsla er æskileg

 

Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúinn í haust. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

 

 

Starfshlutfall er 40-100%.

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018. 

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Stöður hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku HSS

Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku eru laus staða hjúkrunarfræðinga til umsóknar. Slysa- og bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og er unnið á vöktum. 
Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.
Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. 
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. 

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg 
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúinn í haust. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500
Guðný Birna í gegnum netfangið gudnyg@hss.is eða í síma 422-0500 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Stöður hjúkrunarfræðinema á slysa- og bráðamóttöku HSS

Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku eru lausar stöður hjúkrunarfræðinema. Slysa- og bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn og er unnið á vöktum.
Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.
Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðinemar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfnikröfur
Staðfesting á námi í hjúkrunarfræðum
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500
Guðný Birna í gegnum netfangið gudnyg@hss.is eða í síma 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Ljómæðravakt HSS fékk góða gjöf

HSS ljsmv juni18Ljósmæðravakt HSS býr svo sannarlega að góðum bakhjörlum í samfélaginu á Suðurnesjum. Það sannaðist heldur betur á dögunum þegar mömmuhópur úr Reykjanesbæ kom færandi hendi með sjónvarp og veggfestingar, til notkunar á deildinni.

Kann starfsfólk og stjórnendur HSS hópnum góðar þakkir fyrir gjöfina, sem mun koma að góðum notum.

Styrktarfélag HSS færði sjúkradeildinni tvær skutlur að gjöf.

Gjafir mai 2018Styrktarfélag HSS kom færandi hendi upp á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á dögunum og afhenti þar tvær „skutlur“ af gerðinni Sara Stedy.

Skutlurnar létta mjög umönnun sjúklinga sem eru með skerta göngugetu og draga auk þess úr óþægindum þeirra og hætta á byltum er hverfandi. Sara Stedy skutlurnar voru þegar í stað teknar í notkun á sjúkradeildinni og nú vill starfsfólk HSS alls ekki vera án þeirra.

Mynd/SHSS - Fulltrúar HSS veittu þessum höfðinglegu gjöfum móttöku og þakka kærlega fyrir þennan hlýja hug.

skutlur 2018

Ráðleggingar Landlæknis vegna ferða á HM í Rússlandi

HM 2018 logoEmbætti Landlæknis ráðleggur þeim sem hyggja á ferðalög til Rússlands í sumar vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu að huga að hinum ýmsu þáttum sem tengjast bólusetningum og heilbrigði almennt. 

Í nýlegri færslu á vef embættisins kemur fram að þrátt fyrir að almennt þurfi ekki sérstakar bólusetningar fyrir ferðalög til Rússlands sé rétt að hafa eftirfarandi í huga:

- Börn og unglingar sem ekki eru fullbólusett miðað við aldur ættu að fá ráðleggingar á heilsugæslustöð til að bæta úr því fyrir ferðina.

- Allir sem eru eldri en 23 ára og hafa ekki fengið stífkrampa- og barnaveikibólusetningu síðan í grunnskóla ættu að fá hana. Mænusótt er ekki lengur landlæg í Rússlandi en ef ekki hefur verið hresst upp á þá bólusetningu á fullorðinsárum er hægt að fá hana með stífkrampa-, barnaveiki- og kikhóstabólusetningu í einni sprautu – þeir sem eru ekki vissir eða hafa bara fengið stífkrampa án barnaveikibólusetningar sl. 10 ár geta fengið samsettu sprautuna núna. Flestir fá eymsli eftir þessa bólusetningu en það á endilega að nota handlegginn áfram, þá fara eymslin fyrr úr honum.

- Allir fæddir eftir 1970 sem telja sig ekki hafa fengið mislingasjúkdóm eða mislingabólusetningu ættu að fá hana sem fyrst því aukaverkanir geta komið fram eftir meira en viku (gefin með hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu) – það er mikið um mislinga í Evrópu um þessar mundir og við sjáum annað slagið mislinga hjá Íslendingum sem hafa verið að ferðast. 

Vatnsgæði geta verið misjöfn og eins er alltaf viss hætta á matarbornum sýkingum þegar stórir hópar eru á ferð. Því þarf að gæta hreinlætis þegar borðað er og huga að því að drekka ekki kranavatn eða nota það til tannburstunar ef mælt er gegn því að það sé drukkið. Sníkjudýr geta þolað klór og önnur efni sem eru notuð til sótthreinsunar kranavatns. Ef grunur leikur á iðrasýkingu eftir ferðalag á framandi slóðir er rétt að ræða við lækni.

Það er hætta á Lyme sjúkdómi og blóðmítlaborinni heilabólgu (Tick-Borne Encephalitis) víða í Rússlandi, þ. á m. í St. Pétursborg, Kaliningrad, Volgograd, en það er ólíklegt að ferðamenn komist í tæri við mítlana sem bera sýkingarnar á hótelherbergjum eða íþróttaleikvöngum. Ef það verða einhverjar stundir í almennings- eða lystigörðum og ennþá frekar gönguferðir í gras- eða skóglendi þá er mikilvægt að nota góða skordýrafælu, t.d. DEET í a.m.k. 30% og helst 50% styrkleika. Þessar pöddur þola eitrið betur en moskítóflugur og því þarf að endurnýja áburðinn á um 2ja klst. fresti. Eftir útivist þarf að skoða sig og ferðafélaga vel og fjarlægja allar pöddur sem fyrst (sjá upplýsingar um skógarmítil á vefsíðu Embættis landlæknis). Ef hitasótt kemur fram innan mánaðar eftir ferðalagið, eða útbrot sem gætu bent til Lyme sjúkdóms (jafnvel meira en mánuði eftir ferð) er rétt að ræða við lækni.

Ef ferðamenn í Rússlandi eru bitnir af ókunnum dýrum skal leita læknis.

Upplýsingar um bólusetningar má t.d. nálgast á heilsuvera.is og á hjúkrunarmóttöku HSS. Tímabókanir í bólusetningu á HSS eru í síma 422-0500 virka daga á milli kl. 8 og 16.

Kvenfélagið og Lionsklúbburinn í Grindavík gáfu Víðihlíð veglegar gjafir

gjof vidihlid

Kvenfélag Grindavíkur og Lionsklúbbur Grindavíkur afhentu nýverið Hjúkrunarheimilinu í Víðihlíð veglegar gjafir.

Um er að ræða tvær Maxi Twin seglalyftur og eitt SARA flutningshjálpartæki. Tæki þessi munu auðvelda starfsmönnum alla ummönnun sjúklinga.

Ingibjörg Þórðardóttir hjúkrunardeildarstjóri í Víðihlíð tók við gjöfunum fyrir hönd HSS í Víðihlíð

Subscribe to this RSS feed