Læknaritarar

Starfsvettvangur læknaritara er á heilbrigðisstofnunum og stofnunum hins opinbera er fara með stjórnunarmál á heilbrigðissviði.  Þeir annast ritun, skýrslugerð og hafa umsjón með öllum gögnum er varða sjúklinga og meðferð þeirra svo og annarra aðila er til heilbrigðisstofnana leita, skv. nánari fyrirmælum lækna og undir handleiðslu og á ábyrgð þeirra.  Í þessu starfi er lögð mikil áhersla á þagnarskyldu og er það eitt af skilyrðum þess að löggilding þessa starfs er veitt af Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu.

Frá haustinu 1992 hefur Fjölbrautaskólinn við Ármúla einn skóla séð um menntun læknaritara.  Námið veitir lögvernduð réttindi til starfsheitisins læknaritari, skv.reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins.  Til að hefja nám á læknaritarabraut er krafist stútentsprófs eða sambærilegrar menntunar og starfsreynslu.  Góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg sem, færni í vélritun og tölvuþekking.  Nám í læknaritun er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Almennt um deildina:
Deildarstjóri er Ásdís M. Sigurðardóttir.
Deildin er staðsett á fyrstu hæð í D-álmu stofnunarinnar.
Deildin sinnir allri læknaritvinnslu fyrir alla heimilislækna og aðra sérfræðinga sjúkrahúss og heilsugæslu.

Skjólstæðingum HSS, sem þurfa að hafa samband við læknaritara, er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á laeknaritarar@hss.is eða hringja í skiptiborð í síma 422-0500 og biðja um viðtal ef afgreiðslan getur ekki leyst úr vandanum. 

Læknaritarar liggja ekki með nein vottorð sem læknar eru búnir að ljúka við og öll umbeðin gögn má nálgast í afgreiðslu HSS gegn framvísun skilríkja.

alt

Starfsemi/hlutverk:
Almenn læknaritarastörf fyrir legudeildir sjúkrahússins, heilsugæslu svo og þjónustudeildir svo sem röntgendeild, slysadeild o.fl.  Einnig læknaritun fyrir stofumóttökur allra sérfræðinga sjúkrahússins, skráning sjúkdóma og aðgerða.  Ritun og frágangur á hinum ýmsu vottorðum og pappírum til sjúklinga, tryggingafélaga, Tryggingastofnunar, lögfræðinga og annarra opinberra aðila.
Frágangur dánarvottorða.  Læknaritarar þurfa oft að greiða úr hinum ýmsu vandamálum sem upp kunna að koma hjá sjúklingum, en þeir eru tengiliðir milli lækna og sjúklinga.

Læknaritarar hafa yfirumsjón, með sjúkraskrám og sjúkraskrárgeymslum og öllum gögnum varðandi sjúklinga.  Þeir sjá einnig um  ýmis konar skýrslur og bréfaskriftir fyrir lækna stofnunarinnar og aðra.
Læknaritarar starfa mikið sjálfstætt en þó aðallega skv. fyrirmælum lækna.

Læknaritarar

Starfsvettvangur læknaritara er á heilbrigðisstofnunum og stofnunum hins opinbera er fara með stjórnunarmál á heilbrigðissviði.  Þeir annast ritun, skýrslugerð og hafa umsjón með öllum gögnum er varða sjúklinga og meðferð þeirra svo og annarra aðila er til heilbrigðisstofnana leita, skv. nánari fyrirmælum lækna og undir handleiðslu og á ábyrgð þeirra.  Í þessu starfi er lögð mikil áhersla á þagnarskyldu og er það eitt af skilyrðum þess að löggilding þessa starfs er veitt af Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu.

Frá haustinu 1992 hefur Fjölbrautaskólinn við Ármúla einn skóla séð um menntun læknaritara.  Námið veitir lögvernduð réttindi til starfsheitisins læknaritari, skv.reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins.  Til að hefja nám á læknaritarabraut er krafist stútentsprófs eða sambærilegrar menntunar og starfsreynslu.  Góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg sem, færni í vélritun og tölvuþekking.  Nám í læknaritun er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Almennt um deildina:
Deildarstjóri er Ásdís M. Sigurðardóttir.
Deildin er staðsett á fyrstu hæð í D-álmu stofnunarinnar.
Deildin sinnir allri læknaritvinnslu fyrir alla heimilislækna og aðra sérfræðinga sjúkrahúss og heilsugæslu.

Skjólstæðingum HSS, sem þurfa að hafa samband við læknaritara, er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á laeknaritarar@hss.is eða hringja í skiptiborð í síma 422-0500 og biðja um viðtal ef afgreiðslan getur ekki leyst úr vandanum. 

Læknaritarar liggja ekki með nein vottorð sem læknar eru búnir að ljúka við og öll umbeðin gögn má nálgast í afgreiðslu HSS gegn framvísun skilríkja.

alt

Starfsemi/hlutverk:
Almenn læknaritarastörf fyrir legudeildir sjúkrahússins, heilsugæslu svo og þjónustudeildir svo sem röntgendeild, slysadeild o.fl.  Einnig læknaritun fyrir stofumóttökur allra sérfræðinga sjúkrahússins, skráning sjúkdóma og aðgerða.  Ritun og frágangur á hinum ýmsu vottorðum og pappírum til sjúklinga, tryggingafélaga, Tryggingastofnunar, lögfræðinga og annarra opinberra aðila.
Frágangur dánarvottorða.  Læknaritarar þurfa oft að greiða úr hinum ýmsu vandamálum sem upp kunna að koma hjá sjúklingum, en þeir eru tengiliðir milli lækna og sjúklinga.

Læknaritarar hafa yfirumsjón, með sjúkraskrám og sjúkraskrárgeymslum og öllum gögnum varðandi sjúklinga.  Þeir sjá einnig um  ýmis konar skýrslur og bréfaskriftir fyrir lækna stofnunarinnar og aðra.
Læknaritarar starfa mikið sjálfstætt en þó aðallega skv. fyrirmælum lækna.

Tölvudeild

Tölvudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er staðsett á 4. hæð í aðalbyggingu.

Forstöðumaður tölvudeildar er Agnar Guðmundsson

Tilgangur deildarinnar er að annast allan rekstur og viðhald á tölvukerfi HSS.   Tölvudeildin sér um öll samskipti við notendur, sér um innviði tölvukerfisins og ber ábyrgð á að allir miðlarar og hugbúnaður séu í viðunandi ásigkomulagi.  Tölvukerfið er hefðbundið með netþjónum og útstöðvum.  Netþjónarnir eru í afar öruggu kældu umhverfi og mikil áhersla lögð á öryggismál og almennt tölvuöryggi í notkun útstöðva.

Tölvudeild

Tölvudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er staðsett á 4. hæð í aðalbyggingu.

Forstöðumaður tölvudeildar er Agnar Guðmundsson

Tilgangur deildarinnar er að annast allan rekstur og viðhald á tölvukerfi HSS.   Tölvudeildin sér um öll samskipti við notendur, sér um innviði tölvukerfisins og ber ábyrgð á að allir miðlarar og hugbúnaður séu í viðunandi ásigkomulagi.  Tölvukerfið er hefðbundið með netþjónum og útstöðvum.  Netþjónarnir eru í afar öruggu kældu umhverfi og mikil áhersla lögð á öryggismál og almennt tölvuöryggi í notkun útstöðva.

Innkaup

Hjá HSS starfar innkaupastjóri sem er með umsjón með innkaupum og afgreiðslu á rekstrarvörum fyrir stofnunina.

Helsta hlutverk innkaupastjóra er að sjá til þess að innkaup séu gerð í samræmi við gildandi lög og reglur á hverjum tíma og tryggja hagkvæm innkaup í samræmi við rekstraáætlun stofnunarinnar.

Innkaupastjóri er Kristjana G. Bergsteinsdóttir.

Innkaup

Hjá HSS starfar innkaupastjóri sem er með umsjón með innkaupum og afgreiðslu á rekstrarvörum fyrir stofnunina.

Helsta hlutverk innkaupastjóra er að sjá til þess að innkaup séu gerð í samræmi við gildandi lög og reglur á hverjum tíma og tryggja hagkvæm innkaup í samræmi við rekstraáætlun stofnunarinnar.

Innkaupastjóri er Kristjana G. Bergsteinsdóttir.

Mötuneyti

Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru rekin tvö eldhús. Annað er staðsett á sjúkrahúsi/heilsugæslu í Reykjanesbæ og hitt á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Á báðum stöðum er framleiddur matur fyrir sjúklinga, heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk.

Yfirmaður eldhúss í Reykjanesbæ er Sigríður Magnúsdóttir.

Matsalur í HSS Reykjanesbæ er opinn frá kl. 8:00 - 15:00. Þar er hægt að kaupa brauðmeti, mjólkurvörur, ávexti og bollasúpur.

Aðstandendum og gestum stendur til boða að kaupa mat í matsal starfsfólks, eftir sérstakri gjaldskrá.

Eldhús HSS í Keflavík afgreiðir um 180 máltíðir hvern virkan dag, morgunverð, hádegisverð, síðdegiskaffi, kvöldverð og kvöldkaffi. Almennt fæði  til sjúklinga er um 80% og sérfæði og fæði með breyttri áferð um 20%.

Markmið eldhúss HSS er að verða við væntingum, þörfum  og óskum sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks með tilliti til kostnaðar, næringar, gæða og öryggis fæðunnar.


alt
Að störfum við eldhús og býtibúr HSS eru meðal annars matreiðslumaður með rekstrarþekkingu,  matreiðslumeistari og ófaglært starfsfólk.  Þá er og næringarfræðingur starfandi við stofnunina.

Eldhúsið í Víðihlíð sér um matseld fyrir þá 25 heimilismenn sem þar dvelja auk starfsfólks.

Mötuneyti

Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru rekin tvö eldhús. Annað er staðsett á sjúkrahúsi/heilsugæslu í Reykjanesbæ og hitt á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Á báðum stöðum er framleiddur matur fyrir sjúklinga, heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk.

Yfirmaður eldhúss í Reykjanesbæ er Sigríður Magnúsdóttir.

Matsalur í HSS Reykjanesbæ er opinn frá kl. 8:00 - 15:00. Þar er hægt að kaupa brauðmeti, mjólkurvörur, ávexti og bollasúpur.

Aðstandendum og gestum stendur til boða að kaupa mat í matsal starfsfólks, eftir sérstakri gjaldskrá.

Eldhús HSS í Keflavík afgreiðir um 180 máltíðir hvern virkan dag, morgunverð, hádegisverð, síðdegiskaffi, kvöldverð og kvöldkaffi. Almennt fæði  til sjúklinga er um 80% og sérfæði og fæði með breyttri áferð um 20%.

Markmið eldhúss HSS er að verða við væntingum, þörfum  og óskum sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks með tilliti til kostnaðar, næringar, gæða og öryggis fæðunnar.


alt
Að störfum við eldhús og býtibúr HSS eru meðal annars matreiðslumaður með rekstrarþekkingu,  matreiðslumeistari og ófaglært starfsfólk.  Þá er og næringarfræðingur starfandi við stofnunina.

Eldhúsið í Víðihlíð sér um matseld fyrir þá 25 heimilismenn sem þar dvelja auk starfsfólks.

Aðalskrifstofa

Fjármálastjóri er Elís Reynarsson

Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga:

 • stýrir fjármálum HSS
 • veitir upplýsingar um starfsemi og rekstur stofnunarinnar í samræmi við þarfir um virka upplýsingagjöf

Hlutverk skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga:

Gerð rekstraráætlana, fjárstýring, umsjón m. fjárlagatillögum, frávikagreining, kostnaðargreining, rekstrareftirlit, útgáfa stjórnunarupplýsinga

 • Mannauðsstjórnun - starfsmannamál
 • Launavinnsla 
 • Bókfærsla 
 • Greiðslur 
 • Reikningagerð - tekjubókhald 
 • Innheimta reikninga 
 • Innkaup

 

Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga leggur áherslu á að:

 • framkvæmdastjórn HSS fái tímanlega hagnýtar og áreiðanlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi stofnunarinnar, sem þörf er á hverju sinni 
 • stjórnendur HSS fái reglulega upplýsingar vegna þeirrar faglegu og rekstrarlegu ábyrgðar sem þeir bera á sínum stjórnunareiningum, sem og ráðgjöf v/samanburðar, eftirlits o.þ.h. 
 • starfsmenn fái upplýsingar um réttindi sín og skyldur og að treysta megi því, að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar um ferli skráningar - allt frá gerð ráðningarsamnings til starfsloka. 
 • samstarf við opinberra aðila, s.s. ráðuneyti heilbrigðismála og fjármála hvað varðar áætlanagerð, árangursstjórnun og skil hagnýtra (staðlaðra) upplýsinga vegna fjármögnunar og samanburðargreiningar og Ríkisendurskoðun hvað varðar endurskoðun og aðra upplýsingagjöf til samanburðar og ennfremur aðrar stofnanir til samanburðar o.fl. 
 • samstarf við lánardrottna með samningagerð um skilmála sem staðið er við 
 • að sinna skyldu sinni við viðskiptavini / almenning með góðri fjármálastjórn sem leiðir til betri þjónustu

Aðalskrifstofa

Fjármálastjóri er Elís Reynarsson

Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga:

 • stýrir fjármálum HSS
 • veitir upplýsingar um starfsemi og rekstur stofnunarinnar í samræmi við þarfir um virka upplýsingagjöf

Hlutverk skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga:

Gerð rekstraráætlana, fjárstýring, umsjón m. fjárlagatillögum, frávikagreining, kostnaðargreining, rekstrareftirlit, útgáfa stjórnunarupplýsinga

 • Mannauðsstjórnun - starfsmannamál
 • Launavinnsla 
 • Bókfærsla 
 • Greiðslur 
 • Reikningagerð - tekjubókhald 
 • Innheimta reikninga 
 • Innkaup

Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga leggur áherslu á að:

 • framkvæmdastjórn HSS fái tímanlega hagnýtar og áreiðanlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi stofnunarinnar, sem þörf er á hverju sinni 
 • stjórnendur HSS fái reglulega upplýsingar vegna þeirrar faglegu og rekstrarlegu ábyrgðar sem þeir bera á sínum stjórnunareiningum, sem og ráðgjöf v/samanburðar, eftirlits o.þ.h. 
 • starfsmenn fái upplýsingar um réttindi sín og skyldur og að treysta megi því, að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar um ferli skráningar - allt frá gerð ráðningarsamnings til starfsloka. 
 • samstarf við opinberra aðila, s.s. ráðuneyti heilbrigðismála og fjármála hvað varðar áætlanagerð, árangursstjórnun og skil hagnýtra (staðlaðra) upplýsinga vegna fjármögnunar og samanburðargreiningar og Ríkisendurskoðun hvað varðar endurskoðun og aðra upplýsingagjöf til samanburðar og ennfremur aðrar stofnanir til samanburðar o.fl. 
 • samstarf við lánardrottna með samningagerð um skilmála sem staðið er við 
 • að sinna skyldu sinni við viðskiptavini / almenning með góðri fjármálastjórn sem leiðir til betri þjónustu
Subscribe to this RSS feed