Áhyggjur vegna væntanlegs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu

Það er með ólíkindum að niðurskurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna að  leggja ætti niður alla starfsemi sjúkrahússviðs miðað við fjárlögin 2011.  En nei, þar sem við höfum verið dugleg að hlýða þá er okkur sagt að vera enn duglegri.  Ekki  á bara að spara á HSS heldur á  flestum öðrum stofnunum landsins.  Þetta er aðför að landsbyggðinni á meðan stjórnvöld tala um að efla menntun og menningu þar.  Hvernig er það hægt þegar leggja á niður sjúkrahúsþjónustu á þessum stöðum, þá er ekki lengur þörf fyrir menntað fólk á þeirra sviði og er mikil hætta á því að fólk flyst úr landi til þess að fá vinnu við sitt fag.  Við skulum ekki gleyma því að á bak við heilbrigðisstarfsmann er maki eða fjölskylda sem einnig hefur sitt að segja í að reka samfélag úti á landi.  Þessi aðför verður bara til þess að fólk flytjist úr landi og hver á þá að borga skuldirnar?

Þar sem tilfinningin er að þessi niðurskurður er notaður sem blóraböggull til þess að gera aðsúg að landsbyggðastofnunum, þá sér maður ekki sparnaðinn.  Aukning verður á sjúkraflutningum með sjúkrabílum og þyrlum og þrátt fyrir frábært starf þeirra er við það vinna þá er það oft ekki nóg og þar að auki er niðurskurður  í þeirri grein líka.  Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo stutt fyrir okkur Suðurnesjamenn að fara til Reykjavíkur en ég vil benda á að það er alveg jafnlangt fyrir höfuðborgarbúa að koma til Reykjanesbæjar.  Við erum með þessar nýju og flottu skurðstofur sem nú safna ryki á meðan hátæknisjúkrahús er enn á teikniborðinu, sem ég get ekki skilið að við höfum efni á  næstu árin.  Af hverju ekki að nýta það sem til er í landinu.
Hvað varðar fæðingarþjónustuna þá eru það ekki góð vísindi að skella öllum fæðandi konum inn á hátæknisjúkrahús heldur sýna rannsóknir að konur í eðlilegu ferli gengur best ef góð samfella er við ljósmæður þeirra og þær eru í sínu umhverfi með ljósmæðrum sem þær þekkja.  Það eru minni líkur á keisaraskurðum, inngripum og árangursríkari brjóstagjöf svo  eitthvað sé nefnt.  Það er nefnilega þannig að hormónabúskapur konunnar vinnur best ef henni líður vel og þá eru meiri líkur á að fæðingin hennar gangi vel.  Auðvitað verðum við að hafa fæðingardeild á hátæknisjúkrahúsi, þar er gott starfsfólk sem er að gera frábæra hluti en það er líka verið að gera frábæra hluti úti á landi og konur vilja fæða í sinni heimabyggð.  Mín tilfinning sem lýtur að þjónustu við verðandi mæður á HSS að gangsetningar hafa aukist eftir að skurðstofunni var lokað vegna þess að konur verða stressaðar að þær þurfi að fara í fæðingu á LSH og fara því ekki í gang vegna streitu. Hvert er öryggi þjónustunnar að allar konur eiga að fæða á Landspítalanum í skjóli niðurskurðar ef ekki er hægt að sinna þeim vegna manneklu og plássleysis.  Á þá að bæta við starfsfólki þar og gera breytingar á húsnæði? Hver er þá sparnaðurinn þegar þessi aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi t.d. á Selfossi og í Keflavík?

Í nýlegri greiní Fréttablaðinu eftir Dr.Birgit Toebes  kemur fram að það eru mannréttindi að konur fái viðeigandi þjónustu í sambandi við barnseignaferlið í þeirra nánustu umhverfi.  Það er það sem ég vil halda áfram að gera, að taka á móti nýjum Suðurnesjabúum í heimabyggð.

Auðvitað veit ég að við (Ísland) fórum á hausinn haustið 2008 en margir mætir menn og konur hafa komið með aðrar tillögur en þær að rústa velferðarkerfinu okkar í þeirri mynd sem við þekkjum , t.d. að taka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslunum strax og fá peninga inn í kerfið án þess að almenningur verði þess svo mikið var. Einnig mætti stjórnvöld skoða ýmiss gæluverkefni bæði hérlendis og erlendis.  Byrjað var að hækka skatta og gott og vel, maður hefur lagt sitt fram með því til þess að reisa Ísland við en það virðist ekki duga, heldur mun stefna í að ég sem er skattgreiðandi ásamt öllum hinum starfsmönnunum á heilsbrigðisstofnunum um land allt muni  ekki borga skatta í kassann heldur verðum við þiggjendur úr honum!  Ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því.  Ég hélt að þeir sem væru við stjórn í landinu núna væru að vinna fyrir hinn vinnandi mann en ekki sést það á þessum ákvarðanatökum og segi ég bara gangi þeim vel að fá atkvæði þegar næstu kosningar koma, ef það verða þá einhverjir kjósendur eftir á landinu.

Steina Þórey Ragnarsdóttir
Ljósmóðir á fæðingadeild HSS og íbúi í Reykjanesbæ

Fæðingar á Suðurnesjum

Mikilvægt er fyrir hvert samfélag að fæðingar séu þar hluti af lífinu og tilverunni.  Á Suðurnesjum er mikil hefð fyrir því að fæða í heimabyggð og er það vel. Undanfarin ár hefur fæðingum farið fjölgandi á fæðingadeild HSS.  Mikið hefur verið gert til að bæta aðstöðuna á deildinni til að gera hana sem heimilislegasta og hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt okkur lið með rausnarlegum gjöfum.   Á deildinni eru tvö notaleg hjónaherbergi og ein besta fæðingalaug landsins.  Mikið brautryðjendastarf hefur verið unnið varðandi vatnsfæðingar og  mikil ánægja verið með heita pottinn bæði meðal fæðandi kvenna og ljósmæðra. Á síðasta ári fæddust 30% barna á HSS í vatni og mikill meirihluti kvenna nýttu sér pottinn til slökunar og verkjastillingar í fæðingu.

Öryggi og fæðingar
Í vor urðu miklar breytingar á HSS þegar skurðstofunni var lokað.  Slíkar breytingar hafa keðjuverkandi áhrif og förum við ekki varhluta af því.  Umræður hafa verið um það manna á milli hvaða þýðingu þessar breytingar hafa á öryggi fæðandi kvenna og ófæddra barna þeirra. Til að mæta þessum nýju aðstæðum, með öryggið að leiðarljósi, höfum við því þurft að breyta áherslum í starfseminni.  Nú sinnum við eingöngu hraustum konum án þekktra áhættuþátta sem eiga að baki eðlilega meðgöngu og eru í eðlilegri fæðingu.  Áður sinntum við hins vegar einnig konum  í áhættufæðingum en nú er þeim hins vegar beint til annarra sjúkrahúsa sem hafa aðgang að skurðstofu.  Hraustar konur í eðlilegri meðgöngu fæða í langflestum tilfellum án vandkvæða.   Rannsóknir sýna að  sjúkrahús, án möguleika á keisaraskurði, hafa svipaða útkomu og hátæknisjúkrahús hvað varðar fæðingar hjá konum án áhættuþátta.  

Eðlilegar fæðingar
Til að styðja konur í fæðingu notum við náttúrulegar aðferðir til verkjastillingar eins og heita pottinn, með góðum árangri eins og áður segir. Nálastungur hafa einnig verið að ryðja sér til rúms í þessu sambandi. Nú í haust ætlum við að byrja að bjóða konum uppá ilmkjarnaolíumeðferð. Slík meðferð getur aukið vellíðan, dregið úr kvíða og ógleði, auk þess sem hún minnkar þörfina á verkjalyfjum. Ýmsir aðrir möguleikar eru til að styðja við eðlilegt ferli fæðinga og er það samdóma álit okkar ljósmæðra á HSS að Suðurnesjakonur séu sterkar konur sem líta öllu jöfnu á fæðingu sem eðlilegasta hlut í heimi. Stöndum vörð um fæðingar í heimabyggð !

Anna Rut Sverrisdóttir,
Yfirljósmóðir

 

Áhyggjur vegna væntanlegs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu

Það er með ólíkindum að niðurskurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna að  leggja ætti niður alla starfsemi sjúkrahússviðs miðað við fjárlögin 2011.  En nei, þar sem við höfum verið dugleg að hlýða þá er okkur sagt að vera enn duglegri.  Ekki  á bara að spara á HSS heldur á  flestum öðrum stofnunum landsins.  Þetta er aðför að landsbyggðinni á meðan stjórnvöld tala um að efla menntun og menningu þar.  Hvernig er það hægt þegar leggja á niður sjúkrahúsþjónustu á þessum stöðum, þá er ekki lengur þörf fyrir menntað fólk á þeirra sviði og er mikil hætta á því að fólk flyst úr landi til þess að fá vinnu við sitt fag.  Við skulum ekki gleyma því að á bak við heilbrigðisstarfsmann er maki eða fjölskylda sem einnig hefur sitt að segja í að reka samfélag úti á landi.  Þessi aðför verður bara til þess að fólk flytjist úr landi og hver á þá að borga skuldirnar?

Þar sem tilfinningin er að þessi niðurskurður er notaður sem blóraböggull til þess að gera aðsúg að landsbyggðastofnunum, þá sér maður ekki sparnaðinn.  Aukning verður á sjúkraflutningum með sjúkrabílum og þyrlum og þrátt fyrir frábært starf þeirra er við það vinna þá er það oft ekki nóg og þar að auki er niðurskurður  í þeirri grein líka.  Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo stutt fyrir okkur Suðurnesjamenn að fara til Reykjavíkur en ég vil benda á að það er alveg jafnlangt fyrir höfuðborgarbúa að koma til Reykjanesbæjar.  Við erum með þessar nýju og flottu skurðstofur sem nú safna ryki á meðan hátæknisjúkrahús er enn á teikniborðinu, sem ég get ekki skilið að við höfum efni á  næstu árin.  Af hverju ekki að nýta það sem til er í landinu.
Hvað varðar fæðingarþjónustuna þá eru það ekki góð vísindi að skella öllum fæðandi konum inn á hátæknisjúkrahús heldur sýna rannsóknir að konur í eðlilegu ferli gengur best ef góð samfella er við ljósmæður þeirra og þær eru í sínu umhverfi með ljósmæðrum sem þær þekkja.  Það eru minni líkur á keisaraskurðum, inngripum og árangursríkari brjóstagjöf svo  eitthvað sé nefnt.  Það er nefnilega þannig að hormónabúskapur konunnar vinnur best ef henni líður vel og þá eru meiri líkur á að fæðingin hennar gangi vel.  Auðvitað verðum við að hafa fæðingardeild á hátæknisjúkrahúsi, þar er gott starfsfólk sem er að gera frábæra hluti en það er líka verið að gera frábæra hluti úti á landi og konur vilja fæða í sinni heimabyggð.  Mín tilfinning sem lýtur að þjónustu við verðandi mæður á HSS að gangsetningar hafa aukist eftir að skurðstofunni var lokað vegna þess að konur verða stressaðar að þær þurfi að fara í fæðingu á LSH og fara því ekki í gang vegna streitu. Hvert er öryggi þjónustunnar að allar konur eiga að fæða á Landspítalanum í skjóli niðurskurðar ef ekki er hægt að sinna þeim vegna manneklu og plássleysis.  Á þá að bæta við starfsfólki þar og gera breytingar á húsnæði? Hver er þá sparnaðurinn þegar þessi aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi t.d. á Selfossi og í Keflavík?

Í nýlegri greiní Fréttablaðinu eftir Dr.Birgit Toebes  kemur fram að það eru mannréttindi að konur fái viðeigandi þjónustu í sambandi við barnseignaferlið í þeirra nánustu umhverfi.  Það er það sem ég vil halda áfram að gera, að taka á móti nýjum Suðurnesjabúum í heimabyggð.

Auðvitað veit ég að við (Ísland) fórum á hausinn haustið 2008 en margir mætir menn og konur hafa komið með aðrar tillögur en þær að rústa velferðarkerfinu okkar í þeirri mynd sem við þekkjum , t.d. að taka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslunum strax og fá peninga inn í kerfið án þess að almenningur verði þess svo mikið var. Einnig mætti stjórnvöld skoða ýmiss gæluverkefni bæði hérlendis og erlendis.  Byrjað var að hækka skatta og gott og vel, maður hefur lagt sitt fram með því til þess að reisa Ísland við en það virðist ekki duga, heldur mun stefna í að ég sem er skattgreiðandi ásamt öllum hinum starfsmönnunum á heilsbrigðisstofnunum um land allt muni  ekki borga skatta í kassann heldur verðum við þiggjendur úr honum!  Ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því.  Ég hélt að þeir sem væru við stjórn í landinu núna væru að vinna fyrir hinn vinnandi mann en ekki sést það á þessum ákvarðanatökum og segi ég bara gangi þeim vel að fá atkvæði þegar næstu kosningar koma, ef það verða þá einhverjir kjósendur eftir á landinu.

Steina Þórey Ragnarsdóttir
Ljósmóðir á fæðingadeild HSS og íbúi í Reykjanesbæ

Fæðingar á Suðurnesjum

Mikilvægt er fyrir hvert samfélag að fæðingar séu þar hluti af lífinu og tilverunni.  Á Suðurnesjum er mikil hefð fyrir því að fæða í heimabyggð og er það vel. Undanfarin ár hefur fæðingum farið fjölgandi á fæðingadeild HSS.  Mikið hefur verið gert til að bæta aðstöðuna á deildinni til að gera hana sem heimilislegasta og hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt okkur lið með rausnarlegum gjöfum.   Á deildinni eru tvö notaleg hjónaherbergi og ein besta fæðingalaug landsins.  Mikið brautryðjendastarf hefur verið unnið varðandi vatnsfæðingar og  mikil ánægja verið með heita pottinn bæði meðal fæðandi kvenna og ljósmæðra. Á síðasta ári fæddust 30% barna á HSS í vatni og mikill meirihluti kvenna nýttu sér pottinn til slökunar og verkjastillingar í fæðingu.

Öryggi og fæðingar
Í vor urðu miklar breytingar á HSS þegar skurðstofunni var lokað.  Slíkar breytingar hafa keðjuverkandi áhrif og förum við ekki varhluta af því.  Umræður hafa verið um það manna á milli hvaða þýðingu þessar breytingar hafa á öryggi fæðandi kvenna og ófæddra barna þeirra. Til að mæta þessum nýju aðstæðum, með öryggið að leiðarljósi, höfum við því þurft að breyta áherslum í starfseminni.  Nú sinnum við eingöngu hraustum konum án þekktra áhættuþátta sem eiga að baki eðlilega meðgöngu og eru í eðlilegri fæðingu.  Áður sinntum við hins vegar einnig konum  í áhættufæðingum en nú er þeim hins vegar beint til annarra sjúkrahúsa sem hafa aðgang að skurðstofu.  Hraustar konur í eðlilegri meðgöngu fæða í langflestum tilfellum án vandkvæða.   Rannsóknir sýna að  sjúkrahús, án möguleika á keisaraskurði, hafa svipaða útkomu og hátæknisjúkrahús hvað varðar fæðingar hjá konum án áhættuþátta.  

Eðlilegar fæðingar
Til að styðja konur í fæðingu notum við náttúrulegar aðferðir til verkjastillingar eins og heita pottinn, með góðum árangri eins og áður segir. Nálastungur hafa einnig verið að ryðja sér til rúms í þessu sambandi. Nú í haust ætlum við að byrja að bjóða konum uppá ilmkjarnaolíumeðferð. Slík meðferð getur aukið vellíðan, dregið úr kvíða og ógleði, auk þess sem hún minnkar þörfina á verkjalyfjum. Ýmsir aðrir möguleikar eru til að styðja við eðlilegt ferli fæðinga og er það samdóma álit okkar ljósmæðra á HSS að Suðurnesjakonur séu sterkar konur sem líta öllu jöfnu á fæðingu sem eðlilegasta hlut í heimi. Stöndum vörð um fæðingar í heimabyggð !

Anna Rut Sverrisdóttir,
Yfirljósmóðir

 

Námskeið hjá starfsfólki slysa- og bráðamóttöku

Starfsfólk bráðamóttökunnar og þeir sem eru á síðdegisvöktum tóku þátt í verklegri æfingu sem fór fram á bráðamóttöku HSS 26. október síðastliðinn undir stjórn Jóns Garðars svæfingarhjúkrunarfræðings.

Farið var í ABCDE nálgun og meðferð bráðveikra, forgangsröðun, sérhæfða loftvegameðferð og lyfjameðferð. Þessi æfing tók 90 mínútur og byggðist upp á stuttri umfjöllun og síðan verklegum æfingum þar sem notaður var sérhæfður loftvegabúnaður, frá kokrennum til barkatúba. Notast var við æfingadúkku frá Sjúkraflutningaskólanum til verkefnisins. Þátttakendur voru fimm hjúkranarfræðingar og einn læknir. Voru allir ánægðir með æfinguna sem gekk vel enda úrvalsfólk að störfum.

 

 

Námskeið hjá starfsfólki slysa- og bráðamóttöku

Starfsfólk bráðamóttökunnar og þeir sem eru á síðdegisvöktum tóku þátt í verklegri æfingu sem fór fram á bráðamóttöku HSS 26. október síðastliðinn undir stjórn Jóns Garðars svæfingarhjúkrunarfræðings.

Farið var í ABCDE nálgun og meðferð bráðveikra, forgangsröðun, sérhæfða loftvegameðferð og lyfjameðferð. Þessi æfing tók 90 mínútur og byggðist upp á stuttri umfjöllun og síðan verklegum æfingum þar sem notaður var sérhæfður loftvegabúnaður, frá kokrennum til barkatúba. Notast var við æfingadúkku frá Sjúkraflutningaskólanum til verkefnisins. Þátttakendur voru fimm hjúkranarfræðingar og einn læknir. Voru allir ánægðir með æfinguna sem gekk vel enda úrvalsfólk að störfum.

 

 

Subscribe to this RSS feed