Kynfræðsla á vegum heilsugæslu í öllum bekkjum grunnskóla

Heilsugæsla Höfuðborgarvæðisins hefur sett inn á heimasíðu sína grein um samræmt forvarna- og heilsueflingarstarf sem skólahjúkrunarfræðingar halda úti í öllum grunnskólum landsins. Þar á meðal eru skólar á Suðurnesjum, sem eru þjónustaðir af skólaheilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
 
Skólahjúkrunarfræðingar eru starfsmenn heilsugæslunnar sem eru staðsettir í grunnskólum og vinna samkvæmt Leiðbeiningum um heilsuvernd grunnskólabarna. Í Leiðbeiningunum er m.a. fjallað ítarlega um heilbrigðisfræðslu og hvað eigi að taka fyrir hjá hverjum árgangi.
 
Kynfræðslan, sem er hluti af heilbrigðisfræðslu, byrjar strax í 1. bekk og skólahjúkunarfræðingar eru svo með fræðsluinnlegg í öllum árgöngum sem koma inn á kynfræðslu.
 
Skipulag kynfræðslu:
 
1. bekkur – Líkaminn minn (forvarnarfræðsla gegn kynferðislegu ofbeldi) þar sem markmiðið er að börnin viti að þau eiga sinn líkama sjálf, börnin viti að kynferðisleg misnotkun er alltaf röng og aldrei þeirra sök, viti að þau megi segja NEI (æfa það) og viti að þau eigi að segja frá verði þau fyrir óþægilegri reynslu (aldrei að eiga vond leyndarmál). Þessari fræðslu er síðan oft fylgt eftir með myndinni um Leyndarmálið.

2. bekkur –Tilfinningar og líðan – markmiðið að þekkja og geta tjáð sig um tilfinningar sínar og líðan.

4. bekkur – Sjálfsmynd – markmiðið að börnin finni sínar jákvæðu hliðar og skilji mikilvægi þess að bera virðingu hvert fyrir öðru

5. bekkur – Samskipti – markmið að börnin beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, virði skoðanir annarra og æfi sig í að setja sig í spor annarra.

6. bekkur – Kynþroskinn – komið m.a. inn á líkamsbreytingar – sjálfsfróun – kynhneigð og kynferðislegt ofbeldi.

7. bekkur – Hugrekki til að standa með sjálfum sér –sjálfsmynd - færni í ákvarðanatöku (hver á að taka ákvörðun fyrir þig? Þú eða einhver annar?)

8. bekkur – Félagsþrýstingur – hvernig þekkjum við hann? Enn og aftur áhersla á sterka sjálfsmynd og að krakkarnir taki sínar ákvarðanir sjálf.

8. bekkur – Líkamsímynd – hvað hefur áhrif á hana? Fögnum fjölbreytileikanum.

9. bekkur – Kynheilbrigði – hvað einkennir góð sambönd – kynhneigð – tilfinningar – MÖRK – Mörk í kynlífi – Væntingar og mörk – Ef farið er yfir mörkin – Kynferðislegt ofbeldi – Kynsjúkdómar og getnaðarvarnir.

10. bekkur – Sambönd – ást, menning og trú – ástarsorg – kynferðislegar hugsanir – Samfarir, hvenær er maður tilbúinn – samfarir, væntingar og mörk – kynhneigð – trans – daður, áreitni, mörk og kynferðisofbeldi – Erótík, klám, list eða dónaskapur – klámvæðing – staðalímyndir.
 
Af vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Truflanir í símkerfi HSS - Viðgerð stendur yfir

MinnismerkiVegna tæknilegra örðugleika hefur orðið vart við truflanir í símkerfi HSS síðustu daga og vikur.

Vandamálið lýsir sér í því að í sumum tilfellum heyrist ekki milli viðmælenda. Þá þarf að leggja á og hringja aftur.

HSS biðst afsökunar á því ónæði sem hlotist hefur af þessu, en unnið er að úrbótum. Vonast er til þess að vandamálið verði leyst á allra næstu dögum.

Gengið inn um aðalinngang HSS í Reykjanesbæ allan sólarhringinn

adalinngangur

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur gert samning við Öryggismiðstöðina um að öryggisvörður verði á staðnum öll kvöld og um nætur. Hlutverk hans verður að vakta húsnæðið, gæta öryggis starfsfólks og skjólstæðinga og að hleypa skjólstæðingum HSS inn og afgreiða.

Leita skal til vaktþjónustu lækna ef ekki er um að ræða alvarleg veikindi eða slys utan dagvinnutíma. Vaktþjónusta lækna er á virkum dögum frá kl. 16 til 20, um helgar og helgidaga frá kl. 10 til 13 og aftur kl. 17 til 19.

Vegna slysa- og bráðaveikinda skal líkt og áður hringja í síma 1770 um kvöld, nætur og helgar og helgidaga til þess að meta þjónustuþörf.

Í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112.

Þeir sem þurfa á slysa- og bráðaþjónustu að halda, fæðingarþjónustu sem og aðstandendur mikið veikra sjúklinga á legudeild um kvöld, nætur og helgar og helgidaga, eiga að ganga inn um aðalinngang HSS en ekki um sjúkrabílainngang. Við innganginn er bjalla sem fólk ýtir á til að gera öryggisverði viðvart sem hleypir svo viðkomandi inn í biðsal HSS.


Er það von stjórnenda og starfsfólks HSS að þessar breytingar muni mælast vel fyrir, enda er tilgangurinn sá að bæta bæði þjónustu og öryggi á stofnuninni.

Opnunartímar HSS í Reykjanesbæ:

 • Móttakan er opin 08:00 - 20:00 á virkum dögum, aðra daga frá kl 10:00 - 19:00.
 • Tímapantanir alla virka daga frá kl. 08:00-16:00 í síma 422-0500
 • Almenn móttaka lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ljósmæðra er alla virka daga frá 08:00 - 16:00. Panta þarf tíma.
 • Vaktþjónusta lækna, utan dagvinnutíma, er frá kl. 16:00 - 20:00 virka daga en um helgar og á helgidögum kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00.
 • Bráðaþjónusta vegna slysa og alvarlegra veikinda er veitt allan sólarhringinn.

Skúli Gunnlaugsson hefur störf á HSS

Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir hefur störf á legudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á morgun, 1. febrúar. Hann var ráðinn á grundvelli auglýsingar eftir lyflækni á sjúkradeild HSS frá október síðastliðnum. 
 
Skúli hefur búið í Bandaríkjunum síðustu 20 ár, fyrst við nám í Wisconsin og Iowa, og síðar við störf hjá HIMG í Vestur Virginíu, en er nú kominn aftur heim.
 
Skúli segist spenntur fyrir að koma til starfa á HSS og er honum óskað velfarnaðar í störfum.
 

Ráðherra heimsótti HSS

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sótti HSS heim í morgun ásamt föruneyti.

Ráðherra fundaði stuttlega með framkvæmdastjórn og fór eftir það um stofnunina þar sem hún ræddi við stjórnendur og annað starfsfólk.

Framkvæmdastjórn HSS vill þakka ráðherra fyrir heimsóknina, sem var bæði gagnleg, ánægjuleg og upplýsandi.

Vottorð - Gjaldskrá

 • Vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn, 0 kr.
 • Vottorð vegna endurhæfingarlífeyris, 0 kr.
 • Örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga, 0 kr. 
 • Örorkuvottorð vegna slysatrygginga, 0 kr.
 • Vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, 610 kr.  
 • Framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, 650 kr.
 • Áverkavottorð vegna slysatrygginga, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna beiðni um þjálfun, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna öflunar hjálpartækja, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna lengingar fæðingarorlofs, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna hreyfihömlunar (uppbót v. reksturs bifreiðar), 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna heimahjúkrunar, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna vistunar sjúklings erlendis, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna umsóknar um lyfjaskírteini, 1.400 kr. 
 • Vottorð vegna sjúkranudds, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna sjúkradagpeninga, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð vegna ferðakostnaðar innanlands, 1.400 kr. 
 • Læknisvottorð v. umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, 1.400 kr.
 • Vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, án greinargerðar, 1.400 kr.
 • Vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, 2.000 kr. 
 • Vottorð um heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, 2.000 kr. 
 • Vottorð um ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, 2.000 kr. 
 • Vottorð um undanþágu til bílbeltanotkunar, 2.000 kr. 
 • Vottorð vegna dagmóðurstarfa, 2.000 kr. 
 • Vottorð v. endurgreiðslu ferðakostnaðar, s.s. ferðarofs og til skattayfirvalda, 2.000 kr.  
 • Vottorð vegna veitingar ökuleyfis, 2.000 kr. 
 • Vottorð vegna byssuleyfis, 5.600 kr.  
 • Vottorð vegna skóla erlendis, 5.600 kr.
 • Vottorð um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda, 5.600 kr.  

Fyrir eftirfarandi vottorð skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.700 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

 • Vottorð vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, 
 • Vottorð vegna umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða
 • Vottorð til lögmanna og tryggingafélaga vegna sjúkdóma eða slysa, til tryggingafélaga vegna líf- og sjúkdómatrygginga eða umsókna um örorkubætur eða ættleiðingu, til lögreglu, sýslumanna 
 • Vottorð vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis 
 • Ítarlegt vottorð um heilsufar einstaklings vegna beiðni þriðja aðila (skóla, atvinnurekanda, sjómannavottorð)

Greiðslur vegna vottorða fara ekki í afsláttarstofn.

Skv. reglugerð frá Velferðarráðuneytinu.

Nýársbarnið á HSS er myndarleg stúlka

Nýársbarnið á HSS kom í heiminn strax á nýársdag, en það var hressileg stúlka sem mældist 49 sentimetrar og um 16 merkur.

Foreldrar hennar eru þau Sara Dögg Gylfadóttir og Björn Símonarson, en unga daman á þrjú systkini, Símon sem er 23 ára, Kára sem er 15 ára og Eldeyju Vöku sem er 4 ára.

Nýr starfsmaður

Upplýsingar um nýtt starfsfólk
Nei
Nei
Nei
Skrifstofu Læknastofu Risi Skáp Annað
Nei
Nei Á ekki við
Nei
The maximum file size is 5mb (jpg, jpeg, png, pdf, doc)

Ráðið í tvær stöður hjúkrunarfræðinga á HSS

 
AndreaogVigdisRáðið hefur verið í tvær stöður hjúkrunarfræðinga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Störfin voru auglýst á starfatorg.is og á vef HSS. 
 
Vigdís Elísdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðardeildarstjóra í heimahjúkrun. Hún tók við starfinu 1. desember sl.
 
Andrea Klara Hauksdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf deildarstjóra á speglun og skurðstofu HSS, frá og með 1. janúar nk.
 
Þeim Vigdísi og Andreu er óskað til hamingju með nýju störfin og farsældar í starfi.
 
Subscribe to this RSS feed