Geðheilbrigði

 Engin heilsa án geðheilsu

Hlutverk heilsugæslunnar í geðheilbrigðismálum er að vera almennt fyrsti viðkomustaður vegna geðraskana og sinna meðferð og eftirfylgni. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) eru starfandi tvö teymi sérfræðinga, sem sinna geð- og sálfélagslegri aðstoð.

Forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB) sinnir meðferð barna að 18 ára aldri og vinnur með tengslavanda verðandi og nýbakaðra foreldra. FMTB er í samstarfi við skólaþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaganna einnig mæðra- og ungbarnavernd HSS og BUGL. Sjá nánari upplýsingar um FMTB og þjónustu við foreldra á meðgöngu og eftir fæðingu.

Geðteymi HSS sinnir einstaklingum 18 ára og eldri með alvarlegar geðraskanir í samstarfi við ýmsa fagaðila. 
Sjá nánari upplýsingar um geðteymið.

Átt þú við vanlíðan að stríða – hvert skal leita? 
Ef þú átt við sálræna vanlíðan að etja, er fyrsta skrefið að hafa samband við heilsugæsluna s. 422 0500 og panta viðtal hjá heilsugæslulækni eða símatíma í hjúkrunarmóttöku.

Ýmsir aðilar hafa styrkt teymin með góðum gjöfum þar á meðal Lionessur, Toyota og sveitarfélög á Suðurnesjum.· – sjá nánar um styrki og gjafir sem teymunum hafa borist.

Síðast uppfært föstudagur, 03 nóvember 2017 10:57