Vefstjóri

Vefstjóri

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjálfsafgreiðsluskjár í móttöku HSS

Standur1HSS tók nýlega í gagnið sjálfsafgreiðsluskjá í móttökunni í Reykjanesbæ.
 
Þar geta skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma slegið inn kennitölu sína og tilkynnt sig inn ásamt því að greiða komugjald í posa. Við afgreiðslustandinn má finna andlitsgrímur sem þarf að hafa í biðsalnum.
 
Um er að ræða talsverða þjónustubót, enda flýtir þetta nýja fyrirkomulag mjög fyrir afgreiðslu.
 
Athugið að enn þarf að fara til ritara með suma þjónustuþætti, en þá fá skjólstæðingar tilkynningu þess efnis á skjánum.

Krabbameinsskoðanir á ljósmæðravakt HSS í vetur

ljosmaedravakt2020Athygli er vakin á því að krabbameinsskoðanir munu fara fram á ljósmæðravakt HSS í vetur. Athugið að aðeins er um að ræða leghásstrok, en ekki brjóstaskoðun
 
Stefnt er að því að geta boðið vikulega upp á tíma á milli kl 16 og 20.
 
Fyrstu dagarnir eru 23. september, 6. október og 13. október.
 
Tímabókanir eru í gegnum þjónustusíma HSS: 422-0500 á milli kl 8 og 16 alla virka daga.

Nýr staður fyrir Covid-sýnatökur / New location for Covid-tests

 
Frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 9. september, fara allar sýnatökur fyrir Covid 19 fyrir skjólstæðinga HSS fram á Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbær.
 
Einstaklingar sem eru að koma í seinni landamæraskimun geta komið frá 8:30 – 10. Ekki þarf að panta tíma í landamæraskimun en mikilvægt er að hafa strikamerkið sem sent er í símann tilbúið.
 
Skjólstæðingar HSS þurfa áfram að hafa samband við Covid símaráðgjöf í síma 422-0500 til að fá beiðni í sýnatöku vegna veikinda.
 
Starting today, the 2nd PCR-tests for people arriving to Iceland are administered at Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbær.
 
The tests will be administered between 8:30 and 10:00. No appointments are neccessary, but remember to bring the barcode you received in your phone.
For non-recent arrivals, if you have symptoms you have to contact HSS at 422-0500 for advice and potential appointments.

Reglur varðandi heimsóknir á D-deild HSS

 
Heimsóknir á D-deild HSS eru leyfðar á milli kl 18 og 20 með ákveðnum skilyrðum:
 
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma. S. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma.
 
ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
• eru í sóttkví
• eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
• hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
• eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)
 
ATHUGIÐ:
Ef smit vegna COVID-19 aukast eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, gæti reglur varðandi heimsóknir verið hertar enn frekar.
Subscribe to this RSS feed