Vefstjóri

Vefstjóri

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Matseðill vikunnar

Matseðill - Vikan 17.- 23. febrúar 2020. Vika 8

Mánudagur 17. febrúar
Gufusoðinn nýr lax með Holandessósu, bökuðu rótargrænmeti og dillkartöflum.

Þriðjudagur 18. febrúar
Lamb í karrý með hrísgrjónum og tilheyrandi.

Miðvikudagur 19. febrúar
Kryddleginn og pönnusteiktur steinbítur með basil, mosarella og tómat.

Fimmtudagurinn 20. febrúar
Ekta hefðbundinn lambahryggur með bæði fersku og bökuðu rótargrænmeti, rjómasósu og heimagerður rauðkáli.
Eftirréttur: Gamaldags ananas rjómarönd.

Föstudagur 21. febrúar
Grænmetisréttur eða sitt lítið af hverju með köldum sósum og fersku salati.

Laugardagur 22. febrúar
Soðinn nýr fiskur með lauksmjöri og grænmeti.
Eftirréttur: Hrísgrjónagrautur með kanilsykri.

Sunnudag 23. febrúar
Reyktur grísahnakki með grænmeti og sinnepssósu.
Eftirréttur: Óvissuferð.

Ferskir ávextir og salatbarinn er að sjálfsögðu í boði alla virka daga

Afhenti Víðihlíð borðfána úr smiðju föður síns

Fanar vidihlid gjafir1Ingibjörg Þorsteinsdóttir sjúkraliði í Njarðvík kom og færði Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík góða gjöf á dögunum. Um er að ræða íslenska fána á íslensku grjóti sem faðir hennar, Þorsteinn Marinósson, 85 ára búsettur á Akureyri, gerði.

Þorsteinn hefur í gegnum árin týnt íslenskt grjót á húsbílaferðum sínum um landið og búið til kertastjaka, servíettustanda og fánastangir úr grjótinu og er búinn að gefa Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri svona fána, einnig öllum Hrafnistuheimilunum á landinu og nú er komið að Víðihlíð.

Þorsteinn gerði einnig kross á leiði konu sinnar Fjólu Kristínar Jóhannsdóttur sem lést úr krabbameini 1990 aðeins 52 ára og er myndin hér neðst af Þorsteini, tekin við leiði hennar.

 

Fanar vidihlid gjafir2Bróðir Fjólu heitinnar, og mágur Þorsteins, er Reynir Jóhannsson skipstjóri í Grindavík svo að tengsl Þorsteins við Grindavík eru nokkur, einnig er Ingibjörg í mótorhjólaklúbbnum Grindjánar í Grindavík.

Á myndunum má sjá fánana góðu og Ingibjörgu með Ingibjörgu Þórðardóttur, deildarstjóra Víðihlíðar.

Fanar vidihlid gjafir3

Tilkynning frá framkvæmdastjórn HSS

hss loftmyndAð gefnu tilefni vill framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja taka fram að engar áætlanir eru uppi um að leggja niður deildir á stofnuninni eða segja upp starfsfólki.

Það er þó ekkert launungarmál að HSS stefnir í hallarekstur á árinu, sem rekja má til þess að fjárveitingar til stofnunarinnar hafa ekki tekið mið af þjónustuþörf á Suðurnesjum og verulegri íbúafjölgun á svæðinu undanfarin ár.

Framkvæmdastjórn og starfsfólk HSS leita nú leiða til að mæta hallarekstrinum en sem fyrr segir eru engar uppsagnir fyrirhugaðar í því sambandi.

Hlutverk og stefna heilsugæslusviðs HSS

Grundvallarhlutverk heilsugæslusviðs HSS er skilgreint í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og nýsamþykktri heilbrigðisstefnu fram til ársins 2030. Í fimm ára aðgerðaráætlun heilbrigðistefnu eru tekin fram atriði sem stjórn HSS hefur unnið eftir:

  1. Heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður notenda þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.

  2. Heilsugæslan hafi yfir að ráða starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu.

  3. Starf heilsugæslunnar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu þar sem unnið verði að stöðugum umbótum í nánu samstarfi við félagsþjónustuna með hagsmuni notenda í forgrunni.

  4. Heilsugæslan taki virkan þátt í heilsueflingu og bjóði upp á ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl fyrir einstaklinga og hópa.

  5. Aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu og vel skipulögðum sjúkraflutningum.

  6. Allir landsmenn hafi aðgang að skýrum upplýsingum um hvernig og hvert skuli leitað eftir heilbrigðisþjónustu.
Subscribe to this RSS feed