Hjúkrunarmóttaka

Hjúkrunarfræðingar eru með móttöku alla virka daga frá kl. 8:00 til 15.00. Tímabókanir í hjúkrunarmóttöku er alla virka daga frá kl. 9:00 til 15:00 í síma 422-0500. 

Hjúkrunarmóttaka sinnir erindum sem flokkast undir:

  • Ráðgjöf, upplýsingar og fræðsla
  • Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningar vegna ferðalaga
  • Aðrar bólusetningar, td. vegna inflúensu og lungnabólgu
  • Sárameðferð, húðmeðferð, saumatökur
  • Eftirlit með heilsufari og líðan
  • Sprautugjafir, lyfjagjafir
  • Ákveðnar sýnatökur, t.d. hálsstrok og þvagprufur
  • Ákveðnar rannsóknir og mælingar, t.d. blóðþrýstingur, hjartalínurit, öndunarmælingar
  • Virk hlustun og andlegur stuðningur
  • Leiðbeiningar um heilbrigðiskerfið

Móttaka og símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga

Jafnframt veita hjúkrunarfræðingar upplýsingar og ráðgjöf í síma alla daga frá kl: 08:00 til 12:00 í síma 422-0500. Móttökuritari  tekur niður nafn , kennitölu og símanúmer og haft er samband um leið og færi gefst.

Algengt er að fólk leiti aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða slys. Til dæmis er algengt að foreldrar með lasin börn fái ráðleggingar varðandi umönnun og aðstoð við að meta þörf fyrir frekari þjónustu. Einnig leita margir ráða vegna lyfjatöku eða vantar leiðbeiningar til að rata um heilbrigðiskerfið

Síðast uppfært miðvikudagur, 04 apríl 2018 13:54