Ljósmæðravaktin á HSS

Ljósmæðravaktin er á 2. hæð hússins og skiptist í mæðravernd og fæðingadeild. Síminn á deildinni er 422-0542

Sólarhringsþjónusta er alla daga.

Deildin þjónustar allar heilbrigðar fæðandi konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu eða hafa fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu.  Einnig þjónustum við konur með smávægileg vandamál tengd meðgöngu og eftir fæðingu ásamt  brjóstagjafaráðgjöf.

Eitt af markmiðum Ljósmæðravaktarinnar er að veita samfellda þjónustu, þ.e.a.s. að fólk geti valið sér sína ljósmóður sem fylgir fjölskyldunni að sem mestu leyti í gegnum allt fæðingarferlið, á meðgöngunni, hugsanlega í  fæðingunni og eftir fæðingu.

Yfirljósmóðir er Jónína Birgisdóttir.

Stefna Ljósmæðravaktarinnar

Deildin er þekkt fyrir heimilislegan blæ og erum við stolt af því.  Auk þess að vera með þrjú herbergi þá eru tvær mæðraverndarstofur, salerni og herbergi fyrir barnalæknisskoðun. 

 

Í fæðingareiningu eru fæðingarstofan, baðherbergi og fæðingarlaug.   Hún er notuð til verkjastillingar og sumar konur kjósa að fæða í henni.   Hægt er að loka fæðingareiningu þannig að ró og friður skapist fyrir verðandi foreldra á meðan á fæðingu stendur.

Einnig er á fæðingareiningunni tvö einbýli og eitt tvíbýli.

Boðið er upp á sængurlegu á deildinni fyri þær konur er þess þurfa en annars fara þær konur í heimaþjónustu innan 36 klst eftir eðlilega fæðingu.

Feður geta gist með konum sínum og er þá fjölskyldan saman með herbergi.
Á deildinni er lítil notaleg setustofa með sjónvarpi, ísskáp, samlokugrilli og blandara ef konur vilja sjálfar auka fæðuúrval sitt.


Fæðingin:
Við leggjum mikla áherslu á að koma til móts við þarfir foreldra í fæðingunni og höfum til þess ýmis hjálpartæki og ráð.
Við hvetjum konur til að koma sínum óskum á framfæri varðandi fæðinguna. Einnig erum við með ýmsar úrlausnir til verkjastillingar í fæðingu s.s. baðið, nálastungur, nudd, verkjalyf og ilmkjarnaolíur.

 

 

Brjóstagjöf:
Við vinnum eftir 10 þrepum brjóstagjafar (WHO). Við styðjum sólarhringssamveru móður og barns.  Við hvetjum foreldra til að bjóða ekki barni sínu snuð fyrstu dagana eftir fæðingu þar sem rannsóknir sýna að snuðnotkun getur truflað sogferli barnsins á brjósti einnig svo barnið fái það litla magn af mjólk sem kemur fyrstu dagana.
Við hvetjum til brjóstagjafar án ábótagjafar.

 

Ljósmæðravaktin tekur, eins og stofnunin sjálf, þátt í kennslu nemenda á háskólastigi.  Deildin sinnir verklegri kennslu ljósmæðranema.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir til fæðingardeildarinnar á netfangið hss@hss.is


Áhugaverðir vefir:

 
Síðast uppfært föstudagur, 24 apríl 2020 15:36
Fleira í þessu flokki: « Starfsfólk Ljósmæðravaktin »