Sjúkrahús

Sjúkrahús (3)

Rannsóknardeild

Rannsóknastofan er þjónustudeild og eru rannsóknir gerðar samkvæmt beiðnum lækna. Rannsóknastofan er staðsett í D-álmu HSS í Reykjanesbæ. Gengið er inn um aðaldyr.

Opnunartími rannsóknastofunnar er alla virka daga frá klukkan 8:00 - 15:30.

Blóðsýni eru tekin frá 08:00 - 11:00. Einnig er tekið á móti öðrum sýnum á sama tíma.

Panta þarf tíma í blóðprufu í afgreiðslu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ í síma 422-0500 eða í Grindavík í síma 422-0750.

Blóðsýni eru tekin á HSS í Grindavík á fimmtudögum frá 08:30 - 10:30.

Greitt er fyrir blóðtöku og önnur sýni í afgreiðslu áður en þjónustan er veitt.

Símanúmer á rannsóknastofu í Reykjanesbæ er 422-0617

Yfirlífeindafræðingur: Karen Rúnarsdóttir

Nánar um starfsemi rannsóknardeildar

Röntgendeild

Almennt um starfsemi röntgendeildarinnar:

Röntgendeildin hefur verið starfrækt frá 1953 og alltaf verið staðsett á neðri hæð "gamla" spítalans.  Deildin sinnir öllum almennum röntgenrannsóknum og tölvusneiðmyndarannsóknum.  Röntgendeildin þjónar öllum deildum spítalans, jafnt sem sjúklingum í eftirliti á vegum lækna þar og stofnana tengdum HSS og öðrum tilvísandi læknum.

Röntgenlæknar hjá Röntgen Domus (Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf.) þjónusta HSS.

Almennur opnunartími deildarinnar og tímapantanir eru á virkum dögum frá klukkan 08:00 til 15:30.

Utan þess tíma er vaktþjónusta til miðnættis allan ársins hring.

Við deildina starfa þrír geislafræðingar og einn geislaliði. Yfirgeislafræðingur er Jórunn J. Garðarsdóttir.

Capture

 Sími í afgreiðslu deildarinnar er: 422-0506

Netfang : rontgen@hss.is

Subscribe to this RSS feed