Ljósmæðravaktin- dagdeild

Dagdeildarþjónusta Ljósmæðravaktarinnar er mikið notuð.  Þjónustuna nota barnshafandi konur  sem koma í hjartsláttarrit, mat á byrjandi fæðingu, nálastungur og mæður með vandamál tengd brjóstagjöf, svo fátt eitt sé upp talið.

Boðið er upp á nálastungum við meðgöngukvillum s.s. meðgönguógleði, grindarverkjum á meðgöngu, svefnleysi og bjúg svo eitthvað sé nefnt. 
Einnig er verið að nota svokallaðar undirbúningsnálar frá viku 36 til að undirbúa líkama og sál konunnar fyrir fæðinguna. 
Hægt er að hringja á undan sér á Ljósmæðravaktina og panta nálastungur s: 422-0542

 

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28